Samvinnan - 01.12.1969, Blaðsíða 24

Samvinnan - 01.12.1969, Blaðsíða 24
neítuðu þeir að hlýðnast þeirri skipun. Þeg- ar þeir voru lögsóttir fyrir þvermóðsku sína, fór Gandhí framá þyngstu refsingu og hlaut tveggja mánaða fangelsisdóm — þann fyrsta af mörgum svipuðum. Löngu áður en hér var komið sögu, voru lifnaðarhættir hans orðnir æ meinlætalegri. Mataræði hans hafði jafnan verið fábrotið, en nú nærðist hann nálega eingöngu á heil- hveitibrauði, hnetusmjöri og ávöxtum. Síð- ar, þegar tvísýnt varð um heilsu hans, tók hann að neyta geitamjólkur, en kúamjólk vildi hann ekki bragða, þareð hún örvaði lægri hvatir líkamans! Hann þvoði sjálfur af sér plöggin og klippti sig hjálparlaust. Hann las að staðaldri helgirit hindúa og kristinna manna, og af 19. aldar höfundum las hann mest Buskin og Tolstoj, þannig að afstaða hans til flókinnar vélamenningar nú- tímans varð æ neikvæðari. Vélin var „við- bjóðslegt skurðgoð" nútímamenningar, sagði hann. Tolstoj fékk áhuga á þessum fjar- læga skoðanabróður, og Gandhí nefndi ný lendu nálægt Jóhannesborg Tolstoj-búgarð inn. Árið 1904 stofnuðu Gandhí og samherj- ar hans nýlendu að forskrift Ruskins á 100 ekrum nálægt Durban og nefndu hana Fönix-nýlenduna. Þeir héldu því fram, að líkamleg vinna væri jafngild andlegri vinnu, að skósmiður væri jafngildur lækni, rakari jafngildur lögfræðingi, og að störf bóndans og handverksmannsins væru eftirsóknar- verðust, einsog Ruskin hafði prédikað. Gandhí lagði megináherzlu á sarnlíf og sam- félag manna, og nýlendur hans í Afríku voru fyrirmyndir „hælanna“, asjram, þar sem hann dvaldist löngum, bæði í Suður-Afríku og Indlandi. Árið 1906 tók hann sér ból festu á Fönix-nýlendunni ásamt fjölskyldu sinni og vann þá fyrrnefnt skírlífisheit. Hófsamir menn áttu erfitt með að leggja fæð á Gandhí, hvað þá að hata hann. Þegar hann var fluttur úr fangelsi 1908 til að hitta Smuts hershöfðingja, varð sá síðarnefndi fyrir sterkum áhrifum af honum. Um tíma virtist sem samkomulag hefði náðst milli þeirra. Þegar Indverjum fannst síðar sem þeir hefðu verið gabbaðir, var Gandhí um sinn í bráðri hættu frá Pathan-þjóðflokkn- um sem var herskáastur indverskra múha- meðstrúarmanna. Gandhí sakaði Smuts um óheiðarleg vinnubrögð, en Smuts kallaði Gandhí „klækjaref“ — þó hann sendi hon- um jafnframt bókaböggul til að létta hon- um fangelsisvistina. Þegar Gandhí kvaddi Suður-Afríku fyrir fullt og allt, sendi hann Smuts lskó gerða af skósmiðunum á Tol- stoj-búgarðinum. Þó Gandhí lifði öguðu al- vörulífi, var hann ákaflega gamansamur og frjálslyndur og ávann sér ást og virðingu allra sem kynntust honum. „Ég vil að menn- ing allra landa blási um hús mitt eins frjáls lega og kostur er,“ sagði hann — en bætti við: „En ég neita að láta nokkurn þessara vinda feykja mér um koll.“ Satjagraha-hreyfingunni óx fiskur um hrygg á þessum árum. Hámarki náði starf- semi hennar árið 1913, þegar hópur kvenna frá Tolstoj-búgarðinum fór í leyfisleysi yfir landamærin frá Transvaal til Natal, hélt til Newcastle og fékk talið indverska kolanámu- verkamenn á að leggja niður vinnu í mót- mælaskyni við stefnu stjórnarinnar gagn- vart Asíumönnum. Aðframkomnir af hungri tóku 6000 verkamenn sig upp og gengu tæpa Gandhí 45 ára gamall skömmu áöur en hann fór frá Suður-Afriku. 60 kilómetra til að fara yfir landamærin til Transvaal, sem var ólöglegt athæfi og varðaði fangelsisvist. Sennilega hefur ,,klækjarefurinn“ Gandhí (og vissulega var hann klókur) gert ráð fyrir, að í fangelsinu mundu verkamennirnir þó ekki líða hungur. E.n stjórnvöldin voru ekki síður klók: verka- mennirnir voru dæmdir til þrælkunarvinnu í námunum. Þeir sem veittu viðnám voru húðstrýktir og reknir niðrí námurnar af ríðandi herlögregluþjónum. Nokkrir voru skotnir. Gandhí var dæmdur í árs fangelsi. Honum fannst sem „byssukúlur hefðu níst hjarta sitt“. En hann hafði ekki farið full komlega halloka. Almenningsálitið, einkan- lega í Indlandi og Bretlandi, var honum hliðhollt, og stjórn Suður-Afríku varð að láta undan síga og hverfa um sinn frá verstu þvingunarráðstöfunum sínum. Þegar Gandhí kom til Indlands aftur, 1915, hófst hann handa um að koma hinni stóru „fjölskyldu" frá Fönix- og Tolstoj- búgörðunum fvrir á nýju „hæli“ (asjram) í Sabarmati nálægt iðnaðarborginni Ahme- dabad. í hópnum voru 25 manns, og þegar Gandhí afréð að bæta við hann stéttlausum kennara, konu hans og ungri dóttur, varð hið mesta uppnám. í Indlandi voru milli 4Ö og 50 milljónir stéttleysingja, sem flest- ir voru blásnauðir, og samneyti við þá jafngilti saurgun í augum stéttvísra hindúa. Kaupmenn í Ahmedabad, sem höfðu stutt hælið með fégjöfum, nokkrir hælisnautar og jafnvel kona Gandhís, Kastúrba, voru agndofa yfir þessari ráðstöfun Gandhís, en honum varð ekki haggað. Hann leit á stöðu stéttleysingja sem þjóðarsmán og bauð konu sinni tvo kosti: að hverfa burt af hælinu eða samþykkja upptöku stéttleysingjanna. Eftir mikið sálarstríð valdi hún seinni kost- inn, og smámsaman vandist hópurinn því að samneyta fólki, sem að ævagamalli trú hindúa stofnaði sálarheill hans í voða. Gandhí gekk enn framaf trúræknum hindú- um þegar hann lét lóga kálfi, sem átti í erf- iðu dauðastríði, til að binda enda á kvalir hans. Að lífláta kú eða kálf var höfuðsynd í augum hindúa, og margir gátu aldrei fyrir- gefið honum þessa yfirsjón. Þegar Gandhí kom aftur til Indlands á- kvað hann að hafa engin afskipti af stjórn- málum fyrsta árið, og honum var um- hugað um að baka Bretum ekki óþarfa erfiðleika meðan á heimsstyrjöldinni stæði. Við stofnanda indversku heimastjórnarhreyf- ingarinnar, brezka kvenskörunginn Annie Besant, sagði hann: „Fk'ú Besant, þér van- treystið Bretum; það geri ég ekki, og ég mun ekki stuðla að neinum æsingum gegn þeim meðan á styrjöldinni stendur." Ef satt skal segja tók hann sér fyrir hendur að safna nýliðum í brezka herinn árið 1918, þó erfitt sé að koma því heim og saman við andúð hans á ofbeldi. Annars hafði hann gnægð aðkallandi verkefna. Þegar hann frétti af skammarlegri meðferð hvítra plantekrueigenda á verkamönnum í Cham- paran í Bíhar-fylki, hélt hann á vettvang til að tala máli þeirra. Héraðsstjórinn skipaði honum að hafa sig á brott, en hann neitaði. Þá var gefin út handtökuskipun, en fylkis- stjórinn í Bíhar skarst í leikinn, leysti hann úr haldi, skipaði hann í nefnd til að kanna málavexti, sem leiddi til þess að verkamenn- imir fengu leiðréttingu mála sinna. Þetta varð til þess að styrkja trú Gandhís á brezku réttarfari. í Ahmedabad urðu alvarlegar viðsjár með indverskum baðmullarverksmiðjueigendum og illa launuðum starfsmönnum þeirra. Brezki embættismaðurinn á staðnum bað Gandhí að miðla málum, og hann kvað upp þann úrskurð að starfsmennimir skyldu fá 35% launahækkun. Vinnuveitendur brugð- ust hinir verstu við og lokuðu verksmiðj- unum. Til að afstýra ofbeldi féll Gandhí frá kröfum sínum. Þegar hungraðir verka- mennirnir sökuðu hann um að hafa brugðizt sér, hóf hann eina af sínurn mörgu föstum. Hann ætlaði ekki að bragða matarbita fyrr en gengið væri að kröfu hans um 35% launahækkun. Á fjórða degi tókst málamiðl un, sem báðir aðilar sættu sig við, og Gandhí rauf föstuna. Eftir fyrri heimsstyrjöld var mikil ólga í Indlandi, og ekki varð það til að bæta á- standið að 13 milljónir Indverja létu lífið í hinni skæðu inflúenzu sem geisaði um allan heim. Þegar Bretar hertu tökin á Ind- landi, tóku að dæma í pólitískum málum án kviðdóma og afnámu regluna um opin- berar handtökuheimildir, snerist Gandhí öndverður gegn þeim. Hann ferðaðist um 24
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.