Samvinnan - 01.12.1969, Page 29

Samvinnan - 01.12.1969, Page 29
Valdimar Kristinsson Björn Stefánsson Lárus Jónsson Björn Friðfinnsson Sigfinnur Sigurðsson Bjarni Þórðarson Hjálmar Ólafsson Magnús Einarsson Þróunarsvæði á íslandi Valdimar Kristinsson: Eitt helzta einkenni þeirrar þjóðfélagsbyltingar, er gengið hefur yfir Vesturlönd síðustu einn til tvo mannsaldra, eru hin- ir miklu fólksflutningar til borg- anna, sem átt hafa sér stað. Iðn- þróunin hefur mjög stuðlað að auknu þéttbýli, enda þrífast verksmiðjur að jafnaði bezt, þar sem þær njóta beins eða óbeins stuðnings og þjónustu margra annarra verksmiðja og verkstæða, auk þess sem það er miklvægt fjölda fyrirtækja að vera sem næst stórum markaði. Það eykur svo aftur aðdráttarafl borganna, að þær bjóða fólki upp á fjöl- breyttan vinnumarkað í iðnaði, samgöngum og verzlun. ísland fór lengi vel á mis við þær framfarir, sem áttu sér stað annars staðar á Vesturlöndum. Þetta var enn alvarlegra, þar sem frumstæður landbúnaður, sem var aðalatvinuvegur þjóðar- innar, gaf minna í aðra hönd hér á landi en í flestum nágranna- löndunum, einkum vegna erfið- ari veðráttu. Ekki fór að rofa til í atvinnumálunum, fyrr en þil- skipaútgerðin hófst fyrir alvöru upp úr 1880. Byltingin í sjávar- útveginum skapaði áður óþekkta atvinnumöguleika, og tóku þeir menn þá að setjast að við sjávar- síðuna, sem áður höfðu aðeins farið úr sveitinni á vertíðir. Nokkurt þéttbýli tók að mynd- ast víða um land, þar sem bezt voru skilyrði til að nýta hin ýmsu fiskimið. Beztu þorskamiðin voru úti fyrir Suðvesturlandi og Vest- fjörðum, en síldarmið við miðbik Norður- og Austurlands. Á þess- um stöðum risu því flest þorpin og bæirnir. Þrátt fyrir framþró- unina var atvinna býsna árstíma- bundin, eins og verið hafði í sveitinni, enda fundu menn brátt, að meira var af þeim gula utar, og þar var veiðin ekki eins háð árstíðum. Þá hófst togaraútgerðin upp úr aldamótunum og þar með einasti stórreksturinn, er lengi var hér á landi. Togararnir höfðu ekki einungis þau áhrif að draga fólk að sjávarsíðunni, heldur stuðluðu þeir fyrst og fremst að uppbyggingu fárra staða, og þá einkum Reykjavíkur og Hafnar- fjarðar, þar sem þeir þurftu á margvíslegri þjónustu að halda, sem ekki var hægt að veita á minni stöðum. Þróunin hafði því orðið hin sama á íslandi og í nágranna- löndunum, en fólksflutningarnir hér á landi hófust síðar og byggð- ust frekar á fiskveiðum en iðnaði lengi vel. Á síðustu áratugum hefur iðnaður þó einnig hér orð- ið aðalatvinnuvegur þeirra, sem í þéttbýlinu búa. Þar sem þétt- býlisstigið á íslandi er orðið eins hátt og víðast á Vesturlöndum, en fólksflutningarnir úr dreif- býli í þéttbýli hafa staðið skemur yfir, hefur eðlilega orðið skyndi- legri röskun þjóðfélagshátta hér á landi en víðast hvar annars staðar. Á einum mannsaldri eða svo hefur aðstaða breytzt frá því, að í landinu var einn smábær og allmörg þorp, en aðrir íbúar í sveit, í það, að nú býr helming- ur landsmanna á stað, sem er að verða að stórborg (100 þús. íbú- ar), og minna en fimmtungur landsmanna býr í sveitum. Eðlilegt er, að ýmsum þeim, sem hafa lifað þessar breytingar, þyki nóg um, því að slík bylting getur að sjálfsögðu ekki orðið eingöngu til góðs, en þegar litið er á þjóðfélagið í heild, sýnast kostirnir þó hafa verið yfirgnæf- andi. Nútíma þjóðfélag er ekki hægt að byggja upp án þéttbýlis og borga. Og íslendingar virðast hafa verið staðráðnir í að mynda slíkt þjóðfélag, enda er það und- irstaða hinna stórbættu lífskjara, sem fól'kið vill sízt án vera. Und- irstaðan skapaðist af stórrekstr- inum í sjávarútveginum, og síð- an bættist við allfjölbreyttur iðn- aður og ýmiss konar þjónusta. Flestir fóru að geta fengið starf við sitt hæfi, verkaskiptingin jókst stórlega og afköstin sömu- leiðis. Afleiðingarnar má sjá í nær öllum starfsgreinum og um allt land. Jafnvel landbúnaður- inn, sem einmitt hefur orðið und- ir í samkeppninni um vinnuaflið, hefur tekið algerum stakkaskipt- um til hins betra á þessum bylt- ingartímum. Nú stunda menn eingöngu landbúnað í sveitum, en kaupa iðnvarninginn frá af kastamiklum verksmiðjum, sem vefa og sníða miklu betur en hægt var í baðstofunni í gamla daga. Með aðstoð véla heyjar bóndinn á við marga, jafnvel á við marga tugi manna, þegar vel gengur. Og í þéttbýlinu er örugg- ur markaður fyrir afurðirnar. Þróunarsvæði Nútíma atvinnuhættir miðast að verulegu leyti við þéttbýli í einhverri mynd og hina margvís- legu þjónustu, sem það hefur upp á að bjóða, enda er ýmiss konar starfsemi útilokuð nema í borgum, og þarf stundum stórar borgir til. Til þess að byggja upp nútíma þjóðfélag var íslending- um því nauðsynlegt að eignast nokkuð stóra borg, en fámenni þjóðarinnar hefur hingað til ekki leyft uppbyggingu nema einnar raunverulegrar borgar. Áhrifin frá borgarmynduninni í Reykjavík hafa orðið til þess, að á Suðvesturlandi hefur mynd- azt eins konar þróunarsvæði. Stór markaður hefur dregið til sín hvers konar iðnfyrirtæki og þjónustu, og landbúnaðarhéruðin í nágrenninu hafa dafnað. Allt svæðið fær orku frá sömu orku- verum, og margt annað er sam- eiginlegt. Samgöngur eru hvergi betri á landinu, og þar með eru skapaðar aðstæður fyrir meira eða minna sameiginlegan vinnu- markað, sameiginlega heilbrigðis- þjónustu og sameiginlegt menn- ingar- og skemmtanalíf. Reykja- vík og nágrenni hefur að sönnu vaxið langörast, en staðir í nokk- urri fjarlægð hafa einnig dafnað vel. Staðir eins og Akranes, Borg- arnes, Hveragerði og Selfoss njóta þess allir að vera í nálægð Reykjavíkur og vera á sjálfu þró- unarsvæðinu. Sé þetta þróunar- svæði, er hefur Reykjavík sem kjarna, talið ná frá ofanverðum Borgarfirði út á Reykjanes og austur undir Eyjafjöll, þá búa % hlutar landsmanna á svæðinu. Sú staðreynd þykir mörgum ugg- vænleg vegna þeirra áhrifa, sem þetta hefur haft á aðrar byggðir landsins, en á hinn bóginn verð- ur að taka tillit til þess, hve þjóðfélagið hefur hagnazt mikið á þessari þróun; þéttbýli og stór- an markað var nauðsynlegt að skapa. Hagstæð áhrif þéttbýlis sjást í Reykjavík og nágrenni hennar, og þá fyrirmynd þarf að nota annars staðar á landinu. En úti- lokað er að stuðla að myndun verulegs þéttbýlis í hverju hér- aði. Til þess myndi skorta fólk, fjármuni og ýmiss konar aðstöðu. Eina leiðin til að tryggja góðan árangur hlýtur því að vera sú að stuðla að alhliða uppbyggingu ákveðinna svæða, þar sem reynsla og rannsóknir sýndu, að skilyrði væru bezt. Þannig mynd- ist þróunarsvæði með ákveðnum kjarna og öðru þéttbýli, eftir því sem aðstæður segja fyrir um. Þegar áætlanir eru gerðar og ákvarðanir teknar um fram- kvæmdir, er stöðugt verið að velja á milli fleiri eða færri möguleika til notkunar á því fjár- magni, sem fyrir hendi er á hverj- um tíma. Margt verður því jafn- an útundan, og annað dregst úr 29

x

Samvinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.