Samvinnan - 01.12.1969, Side 31
fyrir borg. (Skilgreining á því,
hvað sé borg, mun reyndar vera
allmjög á reiki. En vel mætti
hugsa sér, að Akureyri væri orð-
in borg, þegar hún hefði svo sem
15—20 þús. íbúa og gæti veitt
allmiklu meiri þjónustu heldur
en nú er).
Þróunarsvæðið, sem hægt ætti
að vera að mynda á Norðurlandi,
mætti kenna við höfuðborg þess,
Akureyri. Klukkutímamörkin frá
kjarnanum ná inn allan Eyja-
fjörð og um Öxnadal, Hörgárdal
og Svarfaðardal, og er Dalvík þá
meðtalin. Austan Akureyrar ná
þessi mörk allt til Grenivíkur
og inn allan Fnjóskadal og aust-
ur fyrir Ljósavatn, þegar snjór
hamlar ekki umferð um Vaðla-
heiði. Annars verður að aka um
Dalsmynni, og dragast þá austur-
mörk svæðisins nokkuð saman.
Vegirnir, sem þarna er um að
ræða, eru nær allir á láglendi,
og ætti því að vera hægt að
halda þeim opnum í framtíðinni
svo til allt árið. En Vaðlaheiði
hlýtur að valda erfiðleikum á
Mynd nr. 2: Heila línan sýnir
hugsanlega skiptingu umdœmis-
stjórnarsvœða milli Reykjavikur
og Akureyrar, að svo miklu leyti
sem allt landið félli ekki beint
undir stjórn rikisstofnana í
Reykjavik. Á sama hátt afmarkar
brotna línan hugsanlegt umdœm-
isstjórnarsvœði borgar, er síðar
kann að rísa á Austfjörðum.
vetrum, og er þá um 40 km krók-
ur að fara um mynni Fnjóskadals
að Ljósavatnsskarði.
Nær öll byggðin í S-Þingeyjar-
sýslu er á þróunarsvæðinu, enda
má heita, að hún sé hvarvetna
innan tveggja tíma akstursmarka
frá Akureyri, sé farið yfir Vaðla-
heiði. Byggðin í Skagafirði er
einnig nær öll látin falla undir
þróunarsvæðið. Á veginum fyrir
Ólafsfjarðarmúla tengist Skaga-
fjörður Akureyri um Lágheiði
(milli Fljóta og Ólafsfjarðar) og
Öxnadalsheiði. Hvorug leiðin er
góð á vetrum, en einkum er mik-
ilvægt að halda Öxnadalsheiði
greiðfærri nær allt árið. Að svo
miklu leyti sem Skagfirðingar
gætu ekki notið þjónustufyrir-
tækja og stofnana Akureyrar
vegna fjarlægðar og fannkyngi,
yrðu þeir að snúa sér til Sauðár-
króks og svo Siglufjarðar. Svip-
uðu hlutverki mun Húsavík
og „kísilgúrþorpið" við Mývatn
gegna í Suður-Þingeyjarsýslu.
Þróunarsvæði Norðurlands, Ak-
ureyrarsvæðið, skiptist sam-
kvæmt þessu í þrjú blómleg
landbúnaðarhéruð. Á Siglufirði
eru svo höfuðstöðvar síldveið-
anna, og síðan eru fjórir minni
þéttbýliskjarnar, þ. e. Sauðár-
krókur, Ólafsfjörður, Dalvík og
Húsavík, og er aðalhlutverk þess-
ara staða fólgið í útgerð og verzl-
un. Staðsetning Akureyrar innan
þróunarsvæðisins er hin hag-
kvæmasta, en fjallgarðarnir aust-
an og vestan Eyjafjarðar valda
mestum erfiðleikum. Ekki er ann-
að að gera en bæta úr þeim, svo
sem frekast eru tök á, og styrkja
þannig tengslin innan svæðisins
og skapa Akureyri um leið skil-
yrði til að rækja þjónustuhlut-
verk sitt sem bezt.
Kjarni þróunarsvæðisins verð-
ur að sjálfsögðu Akureyri, sem
þarf að vaxa á öllum sviðum.
Þar eru nú rúmlega 10 þúsund
íbúar, en um 30 þús. eða um
13,5% landsmanna búa á þróun-
arsvæði Akureyrar í heild. Fá-
mennið veldur að sjálfsögðu
miklum erfiðleikum, en gera
verður ráð fyrir, að fólkinu á
svæðinu, og þá einkum á Akur-
eyri, fjölgi verulega, eftir því
sem tímar líða, enda væri til-
ganginum með uppbyggingunni
þá fyrst náð.
Fjölbreyttur iðnaður, sem þeg-
ar er kominn góður vísir að,
myndi vafalaust skipta mestu
máli til eflingar Akureyrar og þar
með þróunarsvæðisins. Er þá
bæði átt við orkufrekan stóriðn-
að og yfirleitt hvers konar annan
iðnað, sem hugsanlegt er að
stunda hér á landi. Sumt af fisk-
iðnaðinum myndi þó betur stað-
sett á öðrum þéttbýlum stöðum
svæðisins, er áður hafa verið
nefndir. Vegna iðnaðarins og
verzlunarinnar þyrftu beinar
reglulegar siglingar að vera frá
Akureyri til helztu hafna í ná-
grannalöndunum. Þetta yrði erf-
itt í byrjun, en aukinn mann-
fjöldi og vaxandi framkvæmdir
myndu smám saman létta róður-
inn.
Annað miklvægasta atriðið til
eflingar Akureyri væri að koma
þar upp umdæmisstjóm í ýms-
um málum fyrir norður- og aust-
urhluta landsins, sem þá yrði
sennilega látin ná yfir þrjú kjör-
dæmi. (Sjá brotna linu þvert
yfir landið á korti nr. 2). Ýmis-
legt kæmi til greina í þessu sam-
bandi, þó að ekki verði rætt um
það hér. (Einnig mætti benda á,
að þetta gæti verið eðlileg skipt-
ing milli biskupsdæma í Skálholti
og á Hólum, er þó væru undir
yfirstjórn aðalbiskups landsins,
er sæti í höfuðborginni).
Þá hefur Akureyri sérstaklega
góða aðstöðu til að verða mið-
stöð ferðamála, og gæti móttaka
ferðamanna orðið mikilvæg at-
vinnugrein þar bæði á sumri og
vetri. Ennfremur má benda á,
að Akureyri hefur oft verið nefnd
skólabær, og mætti þó mjög efla
starfsemina á því sviði. Þannig
mætti halda áfram að ræða um
ýmsa þætti þjóðlífsins, er efla
þyrfti í verðandi borg.
Að sjálfsögðu er óraunhæft að
nefna nokkrar ákveðnar tölur í
sambandi við íbúafjölda á Akur-
eyri í framtíðinni, en þar býr nú
innan við tíundi hluti þess mann-
fjölda, sem býr í Stór-Reykjavík.
En eigi borgarmyndunin að tak-
ast og veruleg gróska að verða í
athafnalífi þróunarsvæðisins, þá
sýnist vart duga minna en að við
lok þessarar aldar verði Akureyr-
ingar orðnir fimmtungur að
fjölda við Reykvíkinga, en til
þess þyrfti líklega 30—40 þús.
manns.
Minni þróunarsvæði
Nú hefur verið gerð nokkur
grein fyrir tveimur þróunarsvæð-
Mynd nr. 3: Myndin sýnir þróun-
arsvœðin og aðra mikilvœga at-
hafnastaði, sem rœtt er um í
greininni. Örvarnar eiga að tákna
hvert eðlilegast sé að sœkja ýmsa
þjónustu, eftir að þéttbýliskjarnar
hafa þróazt frekar. Af tengibraut-
unum er leiðin milli Borgarfjarð-
ar og Skagafjarðar mikilvœgust,
þar sem hún tengir saman tvö
helztu þróunarsvœðin.
um, sem eiga að geta boðið al-
hliða þjónustu og fjölbreyttan
vinnumarkað. Fámenni þjóðar-
innar og aðrar aðstæður leyfa
ekki, að sambærilegum svæðum
verði komið upp víðar á næstu
áratugum. Er það meðal annars
augljóst af því, að kjaminn
verður að vera borg, og fleiri
borgir en tvær geta ekki mynd-
azt á íslandi í næstu framtíð.
Önnur þróunarsvæði verða því
einhæfari og hljóta að byggjast
að mestu á útgerð og sjávarvöru-
iðnaði, nema sérstakar aðstæður
leyfi frekari fjölbreytni, og má
nefna bátasmíðar í því sambandi.
Jafnframt þurfa þau að sjá fyrir
margvíslegri þjónustu, eftir því
sem frekast er unnt, á sviði verzl-
unar, samgangna, heilbrigðis-
mála, menntunar og skemmtana-
lífs. Þéttbýlismiðstöðvar eru því
nauðsynlegar, og góðar innbyrðis
samgöngur eru undirstaða þess,
að yfirleitt nokkurt þróunarsvæði
myndist.
Þegar litið er á aðstæður um
allt land, virðast fjögur svæði
vera líklegust til að geta fallið
undir það, sem kalla mætti minni
þróunarsvæði. Það er miðhluti
Vestfjarða með innan við 6 þús.
íbúa, norðurhluti Austfjarða á-
samt Fljótsdalshéraði með yfir
6 þús. íbúa, norðurhluti Snæfells-
ness með um 3 þús. íbúa og Vest-
mannaeyjar með rúma 5 þús.
íbúa, en þær hafa að sjálfsögðu
sérstöðu sem eyjar.
Mikilvægt er að byggja upp
þróttmikið atvinnulíf á öllum
þessum svæðum, en þó er aukning
margvíslegrar þjónustu enn nauð-
synlegri. Þetta sést bezt á því,
að tekjur manna á svæðunum
eru oft mjög háar, en samt fjölg-
ar fólkinu ekki eða því fækkar
jafnvel, þar sem ekki er hægt að
fullnægja kröfunum um aukin
lífsþægindi í nægjanlega ríkum
mæli eða fólkið telur sig ekki
njóta ýmiss konar hagræðis, sem
þéttbýlið veitir. Þetta verður
áreiðanlega langmesta vandamál
hinna minni þróunarsvæða, og
þarf að bæta úr eftir beztu getu,
þótt við ramman reip sé að draga,
einkum vegna fámennisins og þar
með smárra þéttbýliskjarna.
ísafjarðarsvæðið. Við ísafjörð
er tengd Bolungarvík, Hnífsdalur
og Súðavík annars vegar og
Flateyri, Suðureyri og væntan-
lega Dýrafjörður með Þingeyri
hins vegar, en milli þessara staða
er hinn erfiði vegur um Breið-
dalsheiði, sem kemst upp í 610
m hæð. Þarf að draga verulega
úr þeirri umferðartálmun, ef
hægt á að vera að tala um sam-
fellt þróunarsvæði með aðal-
kjarna á ísafirði. Fiskveiðar og
fiskiðnaður yrðu að sjálfsögðu
áfram undirstaða atvinnulífs á
svæðinu, enda eru fiskimiðin
gjöful, og þyrfti að skipuleggja
nýtingu þeirra sem bezt. Þarna
eru nú fjórar litlar síldarverk-
smiðjur og hvorki meira né
minna en 14 hraðfrystihús, en
sum þeirra mjög lítil. ísafjörður,
sem hefur nær helming íbúanna,
er því eðlileg miðstöð alls konar
þjónustu, er viðkemur útgerð og
sjávarvöruiðnaði. En jafnframt
þyrfti bærinn að geta boðið þá
þjónustu á sviði heilbrigðismála,
skólamála og skemmtanalífs, sem
mest getur orðið, miðað við íbúa-
fjölda þróunarsvæðisins. Á ísa-
firði er flugvöllur fyrir stórar
flugvélar, sem mikilvægt er, að
allt svæðið hafi not af, og einnig
þyrfti að bæta samgöngurnar á
sjó og landi við Reykjavík.
Austfjarðasvæðinu svipar á
ýmsan hátt til ísafjarðarsvæðis-
ins, en er þó mun víðáttumeira
vegna Fljótsdalshéraðs og býr
31