Samvinnan - 01.12.1969, Qupperneq 42

Samvinnan - 01.12.1969, Qupperneq 42
hér á eftir reyna að gera í stór- um dráttum grein fyrir því, á hverju ég byggi þessa skoðun, sem ég vil taka fram, að ekki er mótuð í neinu bráðræði, heldur af löngu starfi að sveitarmálefn- um og mikilli íhugun. 1. Með því að gera fasteigna- skatta að uppistöðu í tekjuöflun sveitarfélaga, er þeim mjög mis- munað. Eins og greint hefur ver- ið frá er fasteignamat sambæri- legra eigna mjög mishátt eftir sveitarfélögum. Þar sem fast- eignamat er mjög hátt, hefðu sveitarfélögin, sem þess nytu, líklega allt að helmingi meiri möguleika til tekjuöflunar en þau sveitarfélög, þar sem matið er lægst. Á sama tíma og þau sveit- arfélög, sem bezta hafa aðstöð- una, gætu ef til vill ráðizt í ein- hverjar framkvæmdir og haldið uppi viðunandi þjónustu, gæti svo farið, að hin hefðu ekki næg- ar tekjur til þess að standa undir lögboðnum útgjöldum og lág- marksþjónustu. 2. Við innheimtu fasteigna- gjalda er ekkert tillit tekið til tekna gjaldandans, efnahags og greiðslugetu. Maður, sem á hús sitt skuldlaust, greiðir af því sömu fasteignagjöld og annar/, sem á hvíla miklar skuldir, sem viðkomandi á oft erfitt með að standa straum af. Þá mundu gam- almenni, menn með skerta starfs- orku og aðrir með lág laun greiða jafnmikið af húsum sín- um og menn á bezta starfsaldri með góðar tekjur, sé um sam- bærilegar fasteignir að ræða. 3. Eigi fasteignaskattur að leysa útsvörin af hólmi sem aðal- tekjustofn sveitarfélaganna, yrði hann að vera mjög hár. Láta mun nærri, að fasteignaskatt þurfi þá að tvítugfalda frá því, sem hann má vera hæstur nú. Mundi þá fasteignaskattur af meðalíbúð í byggðarlagi, þar sem fasteigna- mat er í meðallagi hátt, verða 60—70 þús. kr. Afleiðingin yrði stórhækkaður húsnæðiskostnað- ur, hvort sem um eigin íbúðir eða leiguíbúðir væri að ræða, og öllum þorra manna algjörlega um megn að greiða slíka skatta. Er húsnæðiskostnaður nú það hár, að ekki er á hann bætandi. Fyrir- komulag þetta yrði til þess að hækka óhæfilega gjöld þeirra, sem lægst launin og versta að- stöðuna hafa, en létta bagga hinna að sama skapi. Það er heldur engum sanngjörnum manni fært að fallast á, að þeir einir, sem skrifaðir eru fyrir fasteignum, greiði til sveitar- þarfa. Þeir, sem enga eiga fast- eign, greiða ekkert. Það gætu verið einhleypir menn með mjög háar tekjur á okkar mælikvarða, og átt miklar eignir, þótt ekki væru fasteignir — menn sem hækkun húsnæðiskostnaðar bitn- ar ekki hart á, þar sem húsnæðis- þörf þeirra er lítil. Ef horfið yrði frá útsvörum að einhverju eða öllu leyti, og rík- issjóði látnir eftir allir tekju- skattar, en persónulega er ég því mótfallinn, væri miklu skynsam- legra að leggja á almennan eigna- skatt. Ég fæ ekki séð, að rétt- mætt sé að láta húseigendur og jarðeigendur eina standa undir sveitargjöldum. Hvers vegna ekki að láta t. d. skipaeigendur greiða skatt af skipum sínum? Eða skuldabréfa- og sparifjáreigend- ur? Við ákvörðun skattsins ætti þá ekki að taka tillit til skulda, fremur en við ákvörðun fast- eignagjalda. Varðandi skattlagn- ingu sparifjár vil ég taka fram, að ég er andvígur skattfrelsi þess og arðs af því, en játa, að spari- fjáreigendur hafa verið svo hart leiknir af þrálátum gengislækk- unum og sívaxandi verðbólgu, að vart er á bætandi og skattfrelsið í rauninni lítilfjörlegar bætur fyrir þær búsifjar, sem sparifjár- eigendur hafa orðið fyrir. En í þjóðfélagi með heilbrigt efna- hagslíf á ekki að undanþiggja sparifé skatti fremur en aðrar eignir. Aðstöðugjald Lengi hafði það tíðkazt, að þéttbýlissveitarfélög legðu á svo- kallað veltuútsvar. Var það á- kveðinn hundraðshluti af veltu verzlana og atvinnurekenda, mjög mishátt eftir eðli atvinnureksturs og sveitarfélögum. Álagning þessi mun ekki hafa átt neina beina stoð í lögum, en mátti heimfær- ast undir það ákvæði, að útsvör skyldu á lögð „eftir efnum og ástæðum.“ Með lögum nr. 43/1960 um bráðabirgðabreytingu á útsvars- lögunum er heimild til að leggja á veltuútsvar lögfest og svo fyrir mælt, að hámark þess skyldi vera 3% af veltu. Með tekjustofnalögunum frá 1964 voru sett ítarleg ákvæði um þennan skatt, jafnframt því sem álagningargrundvellinum var breytt. Skatturinn skyldi eftir- leiðis heita aðstöðugjald og leggj- ast á útgjöld í stað þess að veltu- útsvarið var lagt á veltu. Þá var það leitt í lög, að hámark að- stöðugjalda skyldi vera 0,5—2% eftir eðli verzlunar og atvinnu- reksturs. Sveitarstjórnum er i sjálfsvald sett hvort þær notfæra sér heimild til álagningar að- stöðugjalds, en reyndin hefur orðið sú, að öll þéttbýlissveitar- félög notfæra sér þessa heimild og einnig fjölmargir sveitahrepp- ar. Loks var svo fyrir mælt, að skattstjórar skyldu leggja gjaldið á, en ekki framtalsnefndir svo sem verið hafði. Allmikilli gagnrýni hefur verið haldið uppi á þessa skattheimtu, m. a. af alþingismönnum. Hefur því verið haldið fram, að óeðli- legt og ósæmilegt væri að leggja skatta á hallarekstur. Einnig hef- ur verið bent á, að atvinnurekstri og verzlun væri mjög mismunað, vegna þess að aðstöðugjöld á sambærilegan rekstur væru mjög breytileg eftir sveitarfélögum. Hvað fyrra atriðið snertir vil ég benda á, að atvinnureksturinn nýtur mjög mikilla skattfríðinda í formi óeðlilega hárra afskrifta og varasjóðsframlaga. Þá vil ég og benda á, að eignir hafa á und- anförnum áratugum stórhækkað í verði, vegna verðbólgu og geng- islækkana, án þess að innlendar skuldir hafi hækkað að krónu- tölu. Með þessum hætti hefur at- vinnureksturinn óbeinlínis hagn- azt um gífurlegar upphæðir, sem eru undanþegnar öllum sköttum. Mörg dæmi má nefna því til sönnunar, að atvinnurekendur og verzlanir, sem alltaf hafa tapað samkvæmt réttu skattframtali, hafa auðgazt mjög. Væri aðstöðugjald fellt niður, mundi atvinnureksturinn í flest- um tilfellum undanþeginn öllum gjöldum til sveitarþarfa við nú- verandi aðstæður. Ekki er hægt. að fallast á það sjónarmið, að at- vinnureksturinn greiði ekkert tii sveitarfélaganna, sem hafa af honum mikil og margháttuð út- gjöld. Þeim sem finnst ranglátt að leggja gjöld á bókhaldslegan hallarekstur — og þá sérstaklega þingmönnum — vil ég benda á, að ríkið innheimtir háar fjár- fúlgur af hallarekstri í formi tolla og allskonar inn- og útflutn- ingsgjalda, söluskatts o. s. frv., og heyrist aldrei á það minnzt, að fella eigi þessi gjöld niður þegar um taprekstur er að ræða. Áður en þingmenn meina sveitarfélög- um að leggja aðstöðugjald á hallarekstur, ættu þeir að létta af slíkum rekstri gjöldum til rík- isins. Aðstöðugjald og tollur eru sam- bærilegir skattar að því leyti að hvorir tveggja eru í eðli sínu ó- beinir skattar. Hvers vegna skyldi það vera ósanngjarnt, að sveitar- félögin innheimti til sinna þarfa eitthvað af óbeinum sköttum, úr því tekjur ríkisins byggjast að langmestu leyti á slíkri skatt- heimtu? Hitt get ég fallizt á, að löggjaf- inn samræmi aðstöðugjöldin þannig, að þau verði hin sömu um land allt, og lögfesti þau í stað heimildarákvæðis. Yrðu að- stöðugjöld samræmd, ætti að lög- festa þá gjaldskrá, sem nú er í lögum, með einhverri tilfærslu milli flokka, að fenginni reynslu. Ailar slíkar breytingar á að gera í samráði við samtök sveitarfé- laganna. Framlag Jöfnunarsjóðs Árið 1960 voru sett ný lög um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga (1. nr. 19/1960). Þar er svo á kveðið m. a., að ríkissjóður skuli greiða Jöfnunarsjóði fimmtung sölu- skatts. Tekjum þessum skyldi Jöfnunarsjóður úthluta sveitar- félögunum í réttu hlutfalli við íbúatölu. Með lögum þessum var sveitar- félögunum fenginn nýr tekju- stofn, sem talsvert munaði um. Með tekjustofnalögunum frá 1964 var svo fyrir mælt, að Jöfn- unarsjóður skyldi fá í sinn hlut 5% af verðtollstekjum ríkissjóðs og landsútsvör, en þau skyldu ýmis ríkisfyrirtæki greiða svo og olíufélög, og eru þau þá undan- þegin greiðslu tekjuútsvars. En nú hefur löggjafinn talið, að um ofrausn væri að ræða, því í árs- lokin 1964 eru sett lög um breyt- ingu á tekjustofnalögunum (1. nr. 67/1964), en með þeim er hlutur Jöfnunarsjóðs af sölu- skatti lækkaður úr 20% í 8%. Tekjur Jöfnunarsjóðs eru nú: 8% af söluskatti, 5% af verðtollstekjum, Landsútsvör. Samtök sveitarstjórnarmanna hafa lengi barizt fyrir því, að landsútsvör yrðu gerð víðtækari og þau látin ná til fleiri stofn- ana. Er þar einkum um að ræða banka og aðrar lánastofnanir, sem nú eru með öllu undanþegn- ar útsvörum og aðstöðugjöldum. Er ekki auðvelt að koma auga á frambærileg rök fyrir því, að undanþiggja þessar mestu gróða- stofnanir þjóðarinnar greiðslum til sveitarfélaga. En löggjafinn hefur enn ekki viljað fallast á þetta, hverjar svo sem ástæð- urnar eru. Þá hefur því og verið haldið fram af ýmsum sveitarstjórnar- mönnum, að gera ætti ýmsum fyr- irtækjum öðrum, sem nú greiða útsvör og aðstöðugjöld með venju- legum hætti, að greiða lands- útsvör. Er hér um að ræða fyrir- tæki, sem byggja starfsemi sína á viðskiptum í mörgum sveitar- félögum og í mörgum tilfellum að miklum meirihluta á viðskipt- um í öðrum sveitarfélögum en heimasveit. Sem dæmi um fyrir- tæki af þessu tagi má nefna Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna, Samband íslenzkra samvinnufé- laga og önnur sölusamtök sjávar- útvegsins. Hæpið væri þó að láta höfðatöluna gilda um skiptingu þessara landsútsvara. Ekki er réttmætt að hrein landbúnaðar- héruð njóti landsútsvara Sölu- 42
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Samvinnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.