Samvinnan - 01.12.1969, Blaðsíða 49

Samvinnan - 01.12.1969, Blaðsíða 49
myndir og hugrenningar, sem marka stefn- una, ádeilan hefur látið nokkuð undan síga og kyrrð og ró ráða ríkjum. Áður en Jórvík kom út, hafði Þorsteinn gefið út fjórar ljóðabækur. í hinni fyrstu þeirra, f svörtum kufli (1958), er hanntann- hvass og fer ósparlega með orð, enda er um byrjandaverk að ræða og höfundurinn innan við tvítugt. Þar gætir þess þó greini- lega, að hann er vel heima í innlendum skáldskapararfi, hann yrkir kvæði um Sig- urð Breiðfjörð og Gunnlaug ormstungu, líka má sjá á stöku stað, að hann hefur kynnzt dróttkvæðum. Einnig yrkir hann fer- skeytlu og lætur sig ekki muna um að ríma saman a. m. k. á einum stað i og e í endarími að gömlum íslenzkum sið. Þá má og sjá þess greinileg merki, að hann hefur kynnt sér verk Einars Benediktssonar og orðið fyrir áhrifum þaðan. Kvæðum bókar- innar er skipt niður í kafla, og hefst hver um sig á stuttu lausamálsljóði, en annars er form ljóðanna mjög margvíslegt og jöfn- um höndum ort með rími og án þess. Hins vegar er málkennd höfundar hér ekki orðin nægilega þroskuð, og má finna dæmi þess, að teflt sé á tæpasta vað í þeim efnum. Yrkisefnin eru hér nokkuð margbreytileg, en flest beinast ljóðin þó að eðli og til- finningum mannsins, og ástin og vínið fá hér auk þess sinn skatt goldinn. Næsta bók hans var Tannfé handa nýjum heimi (1960). í þessari bók hefur orðið mikil formbylting frá hinni fyrri, og er hún með verulega samfelldari svip. Hin fjölbreyttu form ljóðanna í fyrri bókinni eru nú horfin, og í staðinn er komin eins konar staðföst rímleysa, þar sem öll áherzla er lögð á óbundið form, og rími og ljóð- stafasetningu er að mestu kastað fyrir róða. Þarna má jafnvel finna algjör lausamáls- ljóð, en yfirleitt er þó haldið vísuorðaskipt- ingu, og víðast gegnir hrynjandin veru- legu hlutverki í uppbyggingu ljóðanna. Hér er og ríkjandi greinileg tilhneiging til að yrkja dult og jafnvel illskiljanlega, þessi ljóð eru yfirleitt stemningarmyndir, bregða upp myndum af tilfinningum eða hugsun- um, en flytja ekki boðskap. Ádeilu bregður þarna þó fyrir (ljóðin Frelsið og guð og Grafarasaungur) og jafnvel háði (ljóðið Tútmósis III.). Að öðru leyti eru þessi ljóð innhverf og höfða til tilfinningalífsins frem- ur en harðrar skynsemi. Þriðja bók Þorsteins var síðan Lifandi manna land (1962). Með henni nær hann tökum á því formi, sem síðan hefur verið ríkjandi í ljóðum hans, því að skipulags- leysið úr fyrstu bókinni og tilhneigingin til algjörrar rímleysu úr hinni annarri hefur hvort tveggja látið undan síga, en í staðinn leggur hann meiri áherzlu á agað málfar og á form, sem fer bil beggja milli fyrri tíma festu og hæfilegs frjálsræðis nútíma- ljóða. Þessi bók skiptist í þrjá kafla, og ber hinn fyrsti yfirskriftina Vegferð. Sú vegferð er vafalítið lífið sjálft, og er þarna fjallað um efann, leitina og óvissuna. í fyrsta kvæðinu er sagt frá manni, sem fer burt „að nema tímann og drekka fjarskann,“ annars staðar spyr skáldið: „er mér ofvaxið þetta fallvalta líf?“ og enn annars staðar segir: „Skyldu jólin koma — — / flest er vafanum háð.“ Ádeila á yfirborðsmennsku kemur og fram í kvæðinu Harðindi, þar sem harðæri ríkir, „útlendíngasnjór“ (pen- ingar) þekur túnin, „sumt fólk / þykist kenna þar einn og einn eyri frá sér,“ en minnið styrkist í vindum, „meðan einstakl- íngsfrelsið fyllir svöl brjóstin." Hér er því fjallað um þann auð, sem myrðir andann og elur falskar hugsjónir. Annar kaflinn ber yfirskriftina Að bíða eftir fregn. Þar eru yrkisefnin skyld því, sem er í fyrsta kaflanum, en þó kemur þar fram góðlátleg gamansemi í kvæðinu Gesturinn, þar sem lýst er ávönum alþýðumanns og töktum. Sömuleiðis hefur morðið á Patriee Lum- umba orðið Þorsteini tilefni til þeirrar ádeilu á morðæði styrjaldanna, sem birtist í ljóðinu Blóð krefur þig dansari, þar sem einnig er boðaður sá dagur, þegar græðgin og valdagirnin hafa verið yfirunnar og frið- ur ríkir. Nafnið Lofsaungur á öðru ljóði í þessum kafla felur og í sér þverstæðu, því að það er skörp ádeila á illvirki mannkyns- ins. Þriðji kafli bókarinnar ber yfirskriftina Birta, og er hann flokkur samstæðra ljóða. Koma þar fram hugrenningar um ýmis efni, m. a. náttúruna, ósannindin í heiminum, mennina, þjáninguna, leit mannsins o. fl. í fjórðu Ijóðabók Þorsteins, Lángnætti á Kaldadal (1964), gætir enn mikið hugleið- inga um ýmis efni, og gefur nafn bókar- innar raunar nokkra hugmynd um innihald hennar, því að þar er í verulegum mæli fengizt við nóttina og öræfaógnirnar í marg- víslegum og yfirfærðum myndum. Karl- mennskuboðskapur kemur m. a. fram í ljóð- inu Biskupsbrekka, þar sem höfðað er til Jóns biskups Vídalíns, einnig í ljóðinu Hellismenn, en ekki sízt í minningarljóð- inu Ari, sem felur í sér meitlaða og snilldar- góða mynd af baráttumanninum. í ljóða- flokknum Ármannskvæði er fjallað af hug- kvæmni um vætta-, útlaga- eða huldumanna- trú þjóðarinnar, og boðskapurinn um sjálf- stæði einstaklingsins er uppistaðan í ljóð- inu Komið út undir bert loft. Dulrænu og innhverfu gætir þarna í ýmsum verkum, svo sem Meðan þið sofið, Ljóð og Félagi, lífsbaráttan er viðfangsefnið í ljóðinu Gánga, og hugleiðingar um raungildi lífsins koma fram í ljóðunum Bakþánki, Smán og Vökur. Tregi kemur fram í erindinu Landlaus, fjallað er um hið upprunalega í manninum í erindinu Enn er ég dýrið, örvun til átaka kemur fram í ljóðinu í teignum, og verk hinna smáu og lítils metnu eru lofuð í erindinu Fenja og Menja. Vínið og ástin fá og sinn hlut goldinn í ljóðunum Ölvísur og Mansaungs- vísa. Yrkisefni Þorsteins eru því nokkuð margbreytileg í þessari bók, en heildarsvip- mót hennar mótast þó af dulúðgum og innhverfum myndum, höfundurinn fæst við manninn sjálfan og hinar ýmsu hliðar á eðli hans, og boðskapurinn, þar sem hann á annað borð kemur fram, er um nauðsyn þess að halda óspilltu hinu sanna í eðli sínu og mæta erfiðleikum með karlmennsku. Veruleg áherzla er og greinilega á það lögð að vanda form ljóðanna sem mest, og aug- ljóst er, að höfundur hefur áunnið sér næma tilfinningu fyrir nauðsyn þess, að hvert orð gegni jafnan hlutverki sínu við uppbyggingu ljóðsins til sem mestrar fulln- ustu. Af þessum fjórum ljóðabókum má því sjá, að Þorsteinn hefur verið leitandi á þroska- ferli sínum og jafnan sótt fram á við. Með Ijóðabókinni Jórvík hefur hann á hinn bóg- inn haslað sér þann völl innan íslenzkrar nútímaljóðagerðar, að hiklaust má telja hann í hópi fremstu yngri skálda þjóðarinn- ar. Hann hefur ótvíræða hæfileika til ljóða- gerðar, og honum hefur tekizt að skapa sér persónulegan og sérstæðan stíl, sem einkum er fólginn í knappri orðanotkun, mikilli fágun og vandvirkni og glöggum skilningi á nauðsyn þess að halda efninu innan tak- marka afmarkaðra mynda. Hann hefur einnig gott auga fyrir mismunandi þung- vægi einstakra orða í uppbyggingu ljóða, og gefur þetta hvort tveggja verkum hans oft á tíðum dulrætt svipmót og gerir þau jafnvel torskilin á yfirborðinu. Verk hans bera það með sér, að hann stendur föstum fótum í innlendri ljóða- og sagnahefð, en er þó ekki háðari henni en svo, að þann efnivið, sem hann sækir þangað, tekst hon- um að færa í nútímalegan búning. í yrkis- efnavali sækir hann mest til mannsins sjálfs og hinna margvíslegu þátta í eðli hans, og ádeilur hans eru hógværar og leiðbeinandi. Jafnframt því sem hann tengir saman gam- alt og nýtt í íslenzkum bókmenntum og þjóð- menningu, fæst hann við efni, sem varða okkur öll á yfirstandandi ólgu- og umbrota- tímum. ♦ 49
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.