Samvinnan - 01.12.1969, Page 50

Samvinnan - 01.12.1969, Page 50
EEfcQ l ERLEND VÍÐSJÁ Magnús Torfi Ólafsson: Byltingarafmæli I útsogi menningarbyltingar Flugliðar veifa kveri Maós og sverja föðurlandi og foringja hollustu að loknu flokksþinginu. Stórafmæli kínversku byltingarinnar ber nú í annað skipti upp á tímabil umskipta og óvissu í þróun fjölmennasta þjóðfélags heimsbyggðarinnar. Haustið 1959, þegar ára- tugur var liðinn frá því stofnun Kínverska alþýðulýðveldisins var lýst yfir í Peking, stóð svo á að ljóst var að verða að stefnan í efnahagsmálum, sem kölluð var „Stóra stökkið fram á við“, hafði mistekizt að verulegu leyti. Hafnar voru í miðstjórn Kommúnistaflokks Kína deilur út af því sem miður hafði farið, og þær áttu eftir að draga langan slóða og ná hámarki í menn- ingarbyltingu allra síðustu ára. Á tuttugu ára afmælinu síðastliðið haust var svo menningarbyltingin það nýlega af- staðin, að eftirhreytur hennar setja mun meiri svip á atburði líðandi stundar í Kína en nokkuð annað. Einkenni undanfarinna umrótsára víkja af sviðinu smátt og smátt, en óljóst er enn hvað við tekur. Opinberlega var menningarbyltingin lýst á enda kljáð, þegar níunda þing Kommún- istaflokks Kína kom saman í Peking í vor. Þar var lýst yfir sigri stefnu Maó Tsetúngs formanns, andstæðingar hans reknir úr for- ustunni og síðast en ekki sízt komið á nokk- urs konar ríkiserfðum, með þeim hætti að þingið lagði blessun sína yfir val hans á Lin Piaó landvarnaráðherra sem eftirmanni sínum. Það er mjög kínverskt hjá Maó að meistar- inn skuli í lifanda lífi velja eftirmann sinn úr hópi lærisveinanna, í stað þess að láta flokkinn velja sér nýjan foringja þegar þar að kemur. Þar með er staðfest að úrslita- valdið sé í höndum foringjans en ekki flokksins, en um það snerist menningar- byltingin í raun og veru. Þar notaði Maó tök sín á fjöldanum, einkum æskunni, til að brjóta niður flokkskerfið, og þar sem hætta þótti á að maósinnar færu halloka var herinn látinn koma til skjalanna og rétta hlut þeirra. Menningarbyltingunni var svo lýst lokið á þingi flokksins sem var helzta fórnarlamb hennar og reyndar ekki til nema að nafn- inu, þegar þingið var haldið. í stað valda- stofnana flokksins í fylkjum og borgum voru komnar byltingarnefndir, skipaðar fulltrúum byltingarsamtaka fjöldans, flokks- starfsmönnum sem taldir eru hafa bætt ráð sitt og foringjum úr hernum. Starfshæfni nefndanna er mjög mismunandi. Sumstað- ar eimir enn eftir af ríg og illindum milli mismunandi samtaka menningarbyltingar- manna, sem hver um sig þykjast vera hinir einu, sönnu fulltrúar hugsunar Maó á staðn- um. Hefur það hvað eftir annað komið í hlut hersins að stilla til friðar í átökum milli slíkra hópa. Afleiðingin er að víða hefur herinn fengið úrslitavöld. Þótt Lin Piaó sé yfirboðari hersins, er öðru nær en yfirmenn allra herstjórnarsvæða geti talizt ákafir maóistar. Herforingjarnir hafa að jafnaði tilhneigingu til að láta reglubundna starfsemi stjórnarstofnana og atvinnuvega sitja fyrir menningarbyltingu ákafamann- anna. Herforingjar af þessu sauðahúsi hafa náð höndum saman við Sjá Enlæ forsætis- ráðherra, sem af fádæma lagni hefur siglt milli skers og báru í róti menningarbylting- arinnar, tekizt að halda trausti Maó en jafnframt komið í veg fyrir að byltingar- menn umturnuðu embættiskerfi ríkisins og 50

x

Samvinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.