Samvinnan - 01.12.1969, Blaðsíða 53

Samvinnan - 01.12.1969, Blaðsíða 53
1 Hugtakið fasismi skýtur æ oftar upp koll- inum þegar rætt er um stjórnmálaástandig í heiminum í dag. Menn koma nú auga á margar hliðstæður við það sem kallað var fasismi á fyrri helmingi aldarinnar. Styrjaldir, innrásir ríkja í önnur ríki, arð- rán, kynþáttaofsóknir og skepnuskapur vopn- aðrar lögreglu gagnvart stúdentum, allt er þetta daglegt brauð og vel til þess fallið að minna fólk á Hitler og Mussolini. Andlýð ræðislegar tilhneigingar láta víða á sér kræla, ekki síður í þeim ríkjum sem margur hefur álitið verndara lýðræðisins en þeim sem lengi hafa staðið höllum fæti í þessu tilliti. Þröngsýnni, valdsækinni þjóðernis- hyggju vex fiskur um hrygg í hverju land- inu á eftir öðru, ekki sízt meðal stórþjóða. Ríki heimurinn notar stöðugt tæknilegri og áhrifameiri aðferðir til að halda fátæka heiminum í skefjum. Vígbúnaðurinn eykst með hverjum degi, og menn ræða með stó- ískri ró hvort þau vopn sem til eru nægi til að útrýma mannkyninu hundrað eða þús- und sinnum. Áhrif hergagnaframleiðenda á stjórnarvöld eru víða orðin lýðum ljós. Stór- veldin tvö skipta heiminum í áhrifasvæði og virða þar hvort um sig ekki annan rétt en sinn eigin. Það er alls ekki að undra þó menn grípi til hugtaka einsog fasisma. Það er nauðsynlegt að gera sér grein fyrir merkingu hugtaka sem notuð eru til að lýsa algengu pólitísku ástandi. Það getur verið lífsnauðsynlegt að gera sér grein fyrir merkingu hugtaks sem notað er yfir marg- þættar þjóðfélagslegar og pólitískar hrær- ingar. Því orð eru ekki bara orð. Á bakvið flest pólitísk hugtök felst ákveðinn raun- veruleiki. Hugtakið er eitt, en raunveruleik- inn á bakvið það getur verið margur. Að skilgreina hugtak getur því ekki aðeins komið í veg fyrir að við tölum framhjá hvort öðru með því að meina tvennt ólíkt með sama hugtakinu, heldur getur það líka hjálpað okkur til að átta okkur á þeim raun- veruleika sem hugtakinu er ætlað að ná yfir. ' • 11 Ég hef lengi verið á höttunum eftir skil- greiningu á hugtakinu fasismi. Eg gerði mér ljóst að ég notaði þetta hugtak yfir margskonar fyrirbrigði. Ég gerði mér ljóst að margir sem ég ræddi við lögðu í það aðra merkingu en ég. Mig grunaði að ég notaði það í óhófi. Þörf mín fyrir skilgrein- ingu óx í hvert skipti sem hugtakið skrapp útfyrir varirnar. Ég hóf leit í bókum, en fann fátt sem hald var í. Svo ég sá mér ekki annað fært en að setjast niður og reyna sjálfur að koma reglu á ruglinginn. En sem ég sat og rembdist og fann átakanlega til þekkingar- og hæfileikaskorts, þá bai-st mér uppí hendurnar blaðagrein eftir Harald Of- stad, prófessor í praktískri heimspeki við Stokkhólmsháskóla (sjá Dagens Nyheter 20/7 1969). í þessari grein, sem vakið hef- ur nokkra athygli, a. m. k. í Skandinavíu, tekur Ofstad sér fyrir hendur að skilgreina það fyrirbrigði sem ég nefni ávallt fasisma hér á eftir. Ofstad talar aftur á móti um nazisma og varpar fram þeirri spurningu, hvort það sé ekki í rauninni andi Hitlers sem ríki yfir Vesturlöndum í dag, aldarfjórð- ungi eftir heimsstyrjöldina síðari. Þó ég not- færi mér annars óspart ýmislegt af útlist- unum og hugmyndum Ofstads, þá kýs ég Vésteinn Lúðvíksson: FASISMI- HUGTAK , OG PÖLITÍSKT ASTAND samt heldur að nota annað hugtak en hann. Ég lít svo á að það geti verið villandi að tala um nazisma, ef við ætlum að átta okkur á ríkjandi ástandi í stórum hluta heims. Hugtakið nazismi er og verður um ófyrir- sjáanlega framtíð tengt þýzka nazismanum. Þó margt kunni að minna okkur í dag á Hitlers-tímabil Þýzkalands, þá er það af og frá að sagan sé í þann veginn að endurtaka sig. Sá fasismi sem nú er í örum vexti or- sakast í fæstum tilfellum, og alls ekki hjá stórveldunum tveimur, af þjóðernislegri minnimáttarkennd. Hann hefur heldur enga skýrt mótaða hugmyndafræði, sem þýzki nazisminn varð sér útum löngu áðuren Hitl- er komst til valda. Núverandi fasismi virðist líka alþjóðlegri í vissum skilningi, hann er tæknilegri og á yfirborðinu ekki eins brjál- æðiskenndur og þýzki nazisminn. En naz- isminn var fasismi engaðsíður. Allur fasismi er bara ekki nazismi (ef við höfum þýzka nazismann stöðugt í huga). Til að hugtakið fasismi geti fengið þá almennu merkingu sem ég ætla skilgrein- ingar-tilrauninni að veita hér á eftir, þá verðum við að endurskoða þá sögulegu merk- ingu sem hugtakið hefur víða fengið. Fas- isminn er ekkert tuttugustu-aldar fyrirbrigði. Fasisminn gengur einsog rauður þráður gegnum sögu a. m. k. flestra vestrænna þjóða. Júlíus Cæsar var engu minni fasisti Mynd úr bandarisku stúdentablaði, sem þarfnast varla frekari skýringa. en Mussolini. Ferdinand II engu minni fas- isti en Franco. Og það væri óraunsætt að halda því fram að dagar fasismans væru brátt taldir . 2 Til að hópur (ríki, þjóð, kynþáttur, stétt o. s. frv.) geti talizt fasískur verður hann að uppfylla þrjú skilyrði. Fyrsta skilyrðið er að hann álíti sig æðri og meiri í samanburði við aðra hópa. Og þarsem hann sé æðri hafi hann rétt til að skipta sér af högum annarra hópa í hags- munaskyni fyrir sjálfan sig. Fyrri hópinn getum við kallað æðri hóp, þann síðari óæðri hóp. Sá æðri þarf ekki endilega að vera ólýð- ræðislegur að því leyti að hann hafi svipt þann óæðri pólitísku frelsi og almennum réttindum. Hann getur hafa búið svo um hnútana að sá óæðri hafi enga möguleika til að krefjast réttar síns með aðgerðum sem gætu raskað valdahlutföllunum á kostnað þess æðri. Það er heldur enganveginn úti- lokað að mikill meirihluti æðri hópsins, sem í þessu tilliti yrði þá að vera fjölmennari en sá óæðri, sé á einu máli í fasískum viðhorf- um sínum til hins. Annað skilyrði er að hann (æðri hópur- inn) líti á ofbeldi sem jákvætt tæki í póli- tískri baráttu. Það ber að beita ofbeldi, m. a. vegna þess að ofbeldi sannar betur en nokkuð annað mátt þess æðri og máttleysi þess óæðri. Ofbeldi er ekki það að berja fólk, skjóta það og útrýma því í gasklefum. Það er líka ofbeldi að halda óæðri hópnum á lágu efna- hags- og menningarstigi, sjá til að hann geti ekki gert margt annað en að þræla fyrir nauðþurftum, fái litla menntun og fá tæki- færi til aukins þroska af öðru tagi. Sömu- leiðis er það ofbeldi að innræta fólki að það sé á einhvern eða allan hátt óæðra en hinir, þannig að fólk fari að trúa því að lokum. Þriðja og síðasta skilyrðið til að hópur geti talizt fasískur er að hann álíti sig ekki hafa sömu siðferðisskyldum að gegna við einstaklinga óæðri hópsins og einstaklinga innan eigin vébanda. Honum er leyfilegt að gera ýmislegt, jafnvel hvaðeina, sem komið getur honum sjálfum að gagni. Hann getur sýnt óæðri hópnum dónaskap, kynt undir fordómum gagnvart honum, beitt hann rétt- arfarslegri rangsleitni, gert sér hann leiði- taman með því að innprenta honum heppi- lega hugmyndafræði, hann getur arðrænt hann, tvístrað honum og þegar eiginhags- munirnir hafa losað æðri hópinn við sér- hvern siðgæðisvott, útrýmt honum með öllu. Þegar þessir þrír þættir sameinast, hug- myndin um æðri og óæðri hópa, ofbeldis- dýrkun og hunzun siðferðisskyldu að einhverju eða öllu leyti ef óæðri hópar eiga í hlut, þá getum við talað um fasisma. Einn þessara þátta nægir ekki sem ástæða til að taka sér hugtakið í munn. Ofbeldisdýrkun getur t. d. skotið upp kollinum hiá hóp sem rís upp gegn kúgara sínum. Bandarískir svertingjar eru ekki fasistar þó þeir neyðist til að svara ofbeldi með ofbeldi. Andspyrnu- hreyfingarnar í portúgölsku nýlendunum í Afríku eru ekki fasískar þó þær sjái ekki 53
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.