Samvinnan - 01.12.1969, Qupperneq 56

Samvinnan - 01.12.1969, Qupperneq 56
Hrafn Gunnlaugsson: MERKASTA SKÓLASKÁLDIÐ Æskuljóð Jóhanns Sigurjónssonar og nokkur kunningjabréf Teikning eftir Harald Slott Möller af Jóhanni Sigurjónssyni árið 1918. Þórður Sveinsson árið 1907. Veturinn 1967—68, er ég sat í 5. bekk í Menntaskólanum í Reykjavík, færðu nokkr- ir framámenn í félagslífi nemenda það í tal við mig, að ég tæki saman grein um skóla- skáldskap Jóhanns Sigurjónssonar, til birt- ingar í Skólablaðinu eða öðru riti á vegum skólans. Ég féllst á að athuga málið, en sló þann varnagla að slíka athugun mætti ekki taka sem loforð um að ég skrifaði greinina. Síðar kom í ljós að þessi varnagli var ekki sleginn að ástæðulausu, því mér varð ekki meira úr verki en að safna saman og skrifa upp örfá ljóð eftir Jóhann, auk úrdráttar úr grein Lárusar Halldórssonar, Um verð- launaveitingu „Framtíðarinnar" (Framtíðin var málfunda- og listafélag skólasveina). Ekki var það efnisskortur sem réð því að ég lauk aldrei við greinina, heldur hitt að efnið reyndist svo viðamikið, að ónógur tími minn hefði ekki hrokkið til að gera því viðunandi skil. Auk fjölda ljóða, sem ég rakst á eftir Jóhann í handskrifuðum skóla- og bekkjarblöðum, rak ég augun í tvær smásögur, fjölda ritgerða og úrdrátt úr nokkrum ræðum sem Jóhann flutti á mál- kvöldum í skólanum og eru skráðar í fund- argerðarbókum Framtíðarinnar. Þetta litla efni sem ég hafði uppskrifað gleymdist síðan með öðru dóti, og hugaði ég ekki að því fyrr en á síðastliðnum vetri, er mér bárust upp í hendurnar nokkur sendi- bréf úr bréiasafni afa míns heitins, Þórðar Eveinssonar læknis. Reyndust sex þessara bréfa vera frá Jóhanni Sigurjónssyni, en Þórður og hann urðu miklir mátar é skóla- árum Jóhanns í Reykjavík. Á liðnu sumri bar þessi bréf frá Jóhanni á góma í samræðum sem ég átti við Sigurð A. Magnússon. Bað hann um að fá að líta á þau og var það auðsótt. Eftir að hafa lesið bréfin vandlega stakk hann upp á þvi að birta bréfin í Samvinnunni. Að gaum- gæfilega íhuguðu máli féllst ég á þessa bón Sigurðar, og vorum við sammála um, að þó bréfin væru ekki í innbyrðis samhengi, geymdu þau skemmtilega mynd af Jóhanni sem góðum kunningja og skáldbróður sem ekki mætti glatast. Ég lét síðan fyrmefndan skólakveðskap fljóta með, vegna þess að hann dregur á engan hátt skugga á glæsi- 56
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Samvinnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.