Samvinnan - 01.12.1969, Qupperneq 59
legt tákn framleitt af mjög margbreittri sam-
setning efnisins og lífsins, sem líka verður
þá að álítast bundið vissri samanblöndun
ótaldra atóma?
Halló Þórður! lífsgleði njóttu svo lengi
kostur er, fríða les blómrós fyr en hún þver.
Meðan jeg er ennþá ungur
œskunnar jeg draumlaust nýt,
allt sem mjer i vegi verður
vœgðarlaust jeg sundur brýt.
Æji jæja, jeg tók heldur gott próf í vor
eins og jeg sennilega skrifaði þjer (nei) og
var þó latur, þessvegna er jeg latur ennþá við
mín fög, les það helzta, er ekki nærri alltaf
á skólanum. í guðs nafni lestu Ibsen og
Georg Brandes, þeir eru indælir, málið fellur
eins og bráðið gull í mótið og hugsanirnar
það eru listaverkin steypt úr gullinu. Troels
Lund er góður, einkum Livs Belysning.
Jeg vonast eptir brjefi, löngu brjefi, þetta
sem jeg skrifa nú eru augnablikshugsanir,
ekki fastar grunnmúraðar lífsskoðanir, þær
hefi jeg fáar. En eitt langar mig til og það
er að opna einhverntíma á mjer kjaptinn
áður en forsjónin treður uppí hann moldinni
og maðkarnir jeta úr mjer tunguna.
Vertu blessaður Þórður minn.
Þinn einlægur Jóhann Sigurjónsson.
Villemosg. 58 , 26/2 1901.
Þórður minn sæll.
Sit þú heill jafnan og haf þökk mína fyrir
gamlan tíma og góð brjef.
Erfið er gáta þín, Gestur inn blindi, og má
Heiðrekur trauðla ráða, en þó skal nú freist-
að verða.
Mjer er eigi fullkunnugt um hvað mikið
yndi þú hefur af því að mála myndir með
(hljóm)fögrum orðum eða rekja tilfinning-
arnar upp í frumþætti sína, ekki veit jeg
heldur með vissu hvað vel þjer er þetta starf
lagið og verð jeg því að byggja dóm á til-
gátum einum. Það er hyggja mín að fáum
sje hent að verða „litteratar" af þeim er ís-
land byggja, en eigi þori jeg að segja um
það, hvort þú ert einn af þeim fáu (ef þeir
annars eru nokkrir); dugnað hefur þú meiri
en allir aðrir námsmenn sem jeg hefi komist
í kynni við, en gáfaðri menn þekki jeg og
ræð jeg þjer að velja eigi þennan þyrniveg
nema löngun þín sje svo áköf að fullnæging
hennar sje það eina er má þjer varanlegt
yndi veita. Hitt hygg jeg að þú megnir eigi
að spyrna á móti broddunum og þjer auðnist
aldrei að sætta þig við það að láta ekki blekið
draga skuggamyndir af hugsunum þínum og
þá er leitt að mega ekki setja skugga og ljós
eptir geðþótta og þessvegna skaltu aldrei
prestur verða, auk þess hjelt jeg að þjer
veitti erfitt að lifa af því að hræsna. Jeg
skal ekki fullyrða að það sje algjörlega rangt,
ef sá sem hræsnar getur bæit niður sann-
leikstilfinningu þá, sem flestum var gefið frá
æsku, en jeg hygg það muni erfitt og and-
legan þroska hlýtur það að kefja að miklum
mun. Það skilst mjer að þú getir ekki lesið
nægilegt til þess að taka gott próf á vana-
legum tíma á læknaskólanum og gefið þig þó
að mun við ritstörfum, svo greindan álít jeg þig
að slíkt mætti þjer vel takast og hygg jeg að
það sje fyrirsláttur einn, mun eitthvað annað
undir búa en þú lætur í ljósi, ef til vill ertu
trúlofaður og vilt sem fyrst njóta ástarinn-
ar í fullum mæli en tryggja þó sem bezt
stöðu þína í mannfjelaginu.
Þú fyrirgefur mjer getgáturnar og jeg held
áfram að ræða um þær sem væru þær sann-
leikur.
O nei annars.
Hugsaðu þjer að prjedika um syndafall og
endurreisn, skenkja af bikurum hið dýra vín
drottins og baða höfuð ómálganna í hinu
helga vatni. Það er þreytandi held jeg. Jeg
ræð þjer að lesa læknisfræði.
Jeg bið þig að fyrirgefa allt ruglið; af mjer
er ekkert að segja annað en skap mitt og
líðan breytist eins og ský í lopti. Jeg kveð við
og við.
1. Exempel:
f sporvagninum
Mjer virtust sem stórhýsin jlygju mér frá,
jeg fann hvernig rimlarnir titruðu
við hringsnúin rafljósin rúðunum á
rósir af kristöllum glitruðu.
Þá stansaði vagninn og stássbúin mœr
steig inn og settist hjá glugganum,
jeg fœrði mig ósjálfrátt örlítið nær
og aðgœtti hvikið á skugganum.
Jeg sá hana einungis svolitla stund
en samt er jeg veikur i taugunum
að við þennan einasta vetrarkvöldsfund
vann hún mitt hjarta með augunum.
2. Ex.
Staka
Hörð og köld er freðin fold
frœin sofa í dökkri mold,
sérhver hrísla silfri grœtur
um sólarlausar vetrarnœtur.
3. levende Billede:
Strax eða aldrei
Mig langar sem örninn í loptinu að fljúga,
mér leiðist sem maðkur í duptinu að smjúga,
mitt hjarta frá œsku af ákafa brann,
úr glófögrum marmata vildi ég vinna
á vetfangi líkneskjur hugmynda minna,
hið skapandi afl er það eina er jeg ann.
Með stjórnlausri áfergju eg áfram vil þjóta
á örskammri stund vil jeg lifa og njóta,
jeg get ekki mjakað mjer fet fyrir fet,
jeg vil hvorki lœra að bogna né bíða,
betra er að stökkva og falla en að skriða,
því gullroðna líkkistu lítils jeg met.
4. útgáfa:
Staka
Jeg œtti ekki að lifa í þjer útlenda borg,
jeg eflaust í glötun mjer steypi,
því sjái jeg maðkinn á svikulli dorg
þá samstundis agnið jeg gleypi.
Nóg, nóg, nóg af svo góðu. Líði þjer vel.
Jóhann Sigurjónsson.
1/12 1908, Niels Hemmingsensgade 16.
Kæri vin.
Hvernig get jeg afsakað mína yfirsjón,
hvernig mildað þína reiði, þó að jeg hefði
heila nótt til þess að verja fyrir þjer málið
þá gæti jeg það ekki því að jeg get ekki varið
það fyrir mjer sjálfum. Fyrstu dagana sem
jeg var hjer lifði jeg í gleði og gleimsku,
næstu daga á eptir píndi það mig að fara
með myndirnar til unnustu þinnar* og þann-
ig dróst það og dróst það, nú hefi jeg engin
önnur ráð en að bíða jólanna, þá ætla jeg
að koma eins og engill guðs af himnum með
óvænta jólagjöf.
Jeg á í bölvuðu basli, Dagmarleikhúsið
brást mjer illa, það lofaði að leika leikritið í
október en nú verður það ekki leikið fyr en
eptir nýjár, jeg held að jeg endi eins og
bóndinn á Hrauni undir rústunum af því
húsi, sem jeg hefi sjálfur byggt — en sleppum
því, það var ekki efni brjefsins. Eins og þú
vissir skrifaði Ágúst Bjarnason upp á tvö
þúsund krónu víxil, jeg minntist á við þig í
sumar hvort þú vildir framlengja hann með
Ágústi ef jeg þyrfti á að halda og þú tókst
vel í það, nú bið jeg þig um að gjöra það.
Síðan hefur hraungjá minnar gleimsku opn-
*) Ellen sem síðar varð eiginkona Þórðar.
ast á milli okkar en jeg bið þig að stökkva
yfir hana og vera mjer sami vinur og áður.
Viljir þú ekki gjöra það fyrir þessi fáu orð,
gagna ekki fleiri.
Ástarþökk fyrir þessa stuttu stund, sem
við lifðum saman í sumar, og beztu óskir fyrir
framtíðina.
Þinn einlægur vinur.
Jóhann Sigurjónsson.
Charlottenlund Johannesvej 3, 2/6—14.
Kæri gamli vinur.
Þakka þjer fyrir síðustu góðu viðtökurnar
heima hjá þjer, fyrir að þú rjettir mjer hjálp-
arhönd þegar mjer lá hvað mest á og fyrir
allt annað gamalt og gott. Þú hefur sannar-
lega beðið lengi eptir að minna mig á mína
skuld og hefði jeg ekki átt í eins árans mörg
horn að líta (9 ára skuldaforða) þá hefðir
þú ekki þurft að minna mig á, en eins og
þú þekkir verður flestum það á að níðast
hvað helzt á vinum sínum. Þú skrifar mjer
að jeg skuldi ykkur Ágústi 270 kr, jeg sje
á þvi að þú hefur ekki minnst á málið við
Ágúst, eins og þú manst töluðum við um
skuldina þegar jeg var seinast í Vík, þá
skuldaði jeg hverjum ykkar 125 kr, þar af
hef jeg borgað fyrir Ágúst í Höfn til þess
sem prentaði Doktorsdisputasiu hans 100 kr,
svo honum skulda jeg nú um 30. Þjer skulda
jeg 135 kr. Ef jeg hefði fje á milli handa
skyldi jeg senda þjer þá samstundis með
þökk fyrir lánið, en því er fjandans ver að
það hef jeg ekki, jeg hef komið mjer vel
fyrir að mörgu leyti og grinnkað afarmikið
á skuldum en í svip hef jeg aðeins svo að
jeg get lifað. Nú ætla jeg að biðja þig stórrar
bónar og hún er sú að reyna að ná í peninga
sem jeg á og þykist eiga til góða í Reykjavík
og taka þar af það sem þú átt hjá mjer, þú
skilur að jeg bið þig að gjöra mjer þetta sem
vinargreiða og ef jeg gæti sendi jeg þjer
helzt peningana beina leið hjeðan. Svo er
mál með vexti að þegar Lögrjetta keypti Ey-
vind sem neðanmálssögu, enginn bókaútgef-
andi vildi hafa hann, voru þeir samningar að
jeg fengi 100 kr, sem jeg fjekk straks, og 200
kr seinna ef salan gengi vel, þegar jeg talaði
við Þorstein sumarið, sem jeg var heima,
sagði hann skýlaust að jeg myndi fá þessar
200 kr, síðan hef jeg skrifað og skrifað og
aldrei fengið svar, jeg veit að Eyvindur er
uppseldur í Ameríku og þykist vita að eitt-
hvað hafi selst heima. Viltu tala við Þorstein
um þetta mál? Heppnist þjer að fá peningana
tekur þú þitt, borgar Ágúst 30 kr. og sendir
mjer afganginn 35. Fáir þú ekki fje er önnur
krafa á leikhúsið, þeir lofuðu mjer 15 kr á
kvöldi; í fyrra vetur ljeku þeir hann nokkr-
um sinnum, jeg held 4—5; það er þó 60 a 75,
þær tækir þú auðvitaö allar, jeg hef skrifaö
5 a 6 brjef en aldrei verið virtur svars. Mis-
heppnist þetta hvortveggja skal jeg gjalda
þjer mína skuld eins fljótt og mjer er auðið
en jeg sje enga möguleika fyr en einhvern
tíma á miðjum vetri sem kemur og vona jeg
að þú berir það af þínu langlundargeði. Vænst
af öllu þætti mjer auðvitað um að þú gætir
náð peningunum inn í Reykjavik, þó að al-
þingi á sínum tíma dæmdi mig ljelegastan
allra islenskra rithöfunda og neitaði mjer
einum styrk af rithöfundum sem sóttu á því
þingi, finnst mjer ekki að Fjallaeyvindur
verðskuldi þrefalt lægri ritlaun en flestar
aðrar frumsamdar og þýddar íslenskar bæk-
ur. Jæja Þórður minn jeg vona að þú takir
vel í þetta og jeg fái línu frá þjer með góðum
frjettum. Jeg bið að heilsa konunni þinni og
sameiginlegum kunningjum sem verða á vegi
þínum.
Þjer sjálfum sendi jeg kveðjur og heilla-
óskir.
Þinn einlægur
Jóhann Sigurjónsson.
59