Samvinnan - 01.12.1969, Page 61

Samvinnan - 01.12.1969, Page 61
7/> wV SAMVINNA Guðjón B. Ólafsson: Þankar um f ræöslu- kerfi og atvinnulíf Það er eitt af séreinkennum ís- lendinga að samræður manna snúast gjarnan um að leita að lausn á öllum vandamálum þjóð- ar sinnar. Umræður um eitt á- kveðið vandamál standa sjaldan lengi; óðar en varir er horfið að hinu stærra verkefni. Flestir hafa þar til málanna að leggja, og þeir munu tæpast margir sem ekki hafa sína útgáfu á taktein- um. Þetta er ef til vill ekki und- arlegt, því sjálfstæð íslenzk þjóð er ung og fámenn og mjög í mót- un. Allir hljóta að hafa áhuga á að leggja sitt af mörkum til uppbyggingar, og er gott eitt um þennan almenna áhuga að segja. En kannski er það einn af veik- leikum íslenzks þjóðfélags, að svo virðist sem mikið skorti á, að hinum áhugasömu kröftum sé beint að raunhæfri lausn vanda- málanna. Börn söguþjóðarinnar hafa um of látið sér nægja hug- myndasmíði og umræður, en svo virðist sem skilning og kunnáttu vanti oft á tíðum til þess að koma hinni hugrænu framleiðslu í framkvæmd. Á síðari áru m er að koma æ betur í ljós, að einmitt þetta á sinn rika þátt í að upp- bygging atvinnulífs á íslandi og þar með lífskjör alls almennings eru óðfluga að dragast aftur úr því sem gerist í nágrannalönd- unum. Rúmlega þúsund ára saga þjóð- arinnar greinir frá fjölmörgum staðreyndum um andlegt atgjörvi. Líka er þess getið að forfeðurn- ir hafi „höggvið mann og annan“ eftir þörfum, að talið var. Fátt er þar um afrek í verklegum efn- um, og lítt er getið um viðskipti við aðrar þjóðir sem hagur var að, nema e. t. v. vopnaviðskipti af og til á fyrri tímum. Sögu- og skáldskapardýrkun er íslending- um í blóð borin og hefur vafa- laust átt ríkan þátt í að fleyta þjóðinni í gegnum mestu harð- inda- og örbirgðartímabilin. Þessi áhrif eru enn sterk með þjóðinni og skýra ef til vill að nokkru leyti það ástand sem ríkir í dag. Það er ómótmælanleg stað- reynd að menntun á íslandi hef- ur hvergi nærri þróazt eðlilega með hraðfara auknum kröfum síðari tíma. Á þetta við allt frá barnaskólum og upp í hina æðri skóla, að minnsta kosti hvað snertir hagnýt fræði. Sem dæmi má nefna byrjunaraldur í barna- skólum, sem hér er tveimur ár- um hærri en víðast hvar erlend- is, lengd skólatíma og kennslu- aðferðir, en allt þetta hefur höf- uðþýðingu fyrir það sem á eftir kemur. Því miður er ekki rúm í stuttri grein til að gera þessum málum skil, en til gamans má geta þess að orðið námsleiði, sem oft er nefnt hér á landi, mun ekki vera til á öðrum tungumálum. Þegar lengra er litið upp eftir í skólakerfinu, blasir við sú stað- reynd, að ísland framleiðir ár- lega slíkan aragrúa af allskonar fræðimönnum, lögfræðingum og læknum, að okkar litla land legg- ur til myndarlegan skerf til þess- ara starfshópa hjá skandinavísku frændþjóðunum, sem væntanlega eru uppteknar við að mennta þegnana til annarra hluta. Hins vegar munu ekki dæmi um raun- hæfa og gagnlega menntun á ís- landi í verzlunarfræðum, á borð við það sem gerist með þeim þjóðum sem við eigum helzt sam- leið með, að ekki sé minnzt á þá furðulegu staðreynd að hér finnst enginn vottur að stofnun sem kenni eitthvað sem lúti að höf- uðatvinnuvegi þjóðarinnar. Hér er enginn skóli sem kennir með- ferð veiðarfæra, notkun fiskileit- artækja, fiskverkun (utan 3ja vikna námskeið af og til) eða verkstjórn og framkvæmdastjórn fiskvinnslufyrirtækja. íslenzkt þjóðfélag virðist enn leggja meira upp úr því, að þegnarnir geti lært utanað sögu eða kvæði, eða lesið latínu, heldur en að þeir kunni nægilega til verka, þann- ig að þjóðin geti verið sjálfbjarga í sívaxandi samkeppni heimsvið- skiptanna. Andlegu málin skulu hér á engan hátt löstuð, en það hlýtur að vera löngu kominn tími til að allt fræðslukerfi þjóðarinn- ar verði endurskipulagt, og þá verði haft í huga að þjóðin verð- ur að geta haft ofan af fyrir sér með framleiðslu og viðskipta- starfsemi. Það er undirstaða þess að kvæðamennirnir geti haft möguleika til sinnar iðju og feng- ið tros í askinn um leið. Ekki er hægt að gera ráð fyrir að slík stefna í menntamálum verki örvandi á atvinnulífið í landinu. Forráðamenn fyrirtækja þekkja mætavel hin margvíslegu vandamál sem stafa af því hve erfitt er að fá fólk með sérþjálf- aða verkkunnáttu til starfa. Það eru ekki aðeins hinar miklu sveiflur í hagkerfi veiðimanna- þjóðfélagsins sem torveldað hafa uppbyggingu sterkra og myndar- legra atvinnufyrirtækja í land- inu. Fræðslukerfið á stærri þátt í því en mörgum kann að virðast við fyrstu umhugsun. Annað áberandi íslenzkt ein- kenni er það, hve erfitt er að finna ábyrga aðila í stjórnkerfi landsins. Flestir atvinnurekendur þekkja vel hina óendanlegu löngu leið og tímafreku, sem flest mál verða að fara unz lausn er hægt að finna. Enginn einn maður eða stofnun eða ráðuneyti eða banki getur tekið ákvörðun, fyrr en svo og svo margir aðilar hafa fjallað um málið. Sækja verður fast á alla viðkomandi til að koma mál- inu áleiðis, og ef á leiðarenda verður komizt, er venjulega úti- lokað að vita hver ber ábyrgð á afgreiðslu þess. Sama gildir ef málið hlýtur ekki afgreiðslu. í báðum tilfellum eiga viðkomandi ótal útgönguleiðir samkvæmt kerfinu. Afleiðing þessa verður að sjálfsögðu tímasóun hjá at- vinnurekendum, sem óhætt er að fullyrða að hafi leitt til verulega lakari stjórnunar fyrirtækja á undanförnum árum en ella hefði orðið. Hér kemur vafalaust fram ein afleiðing þess stjórnkerfis, kjördæmaskipunar og flokkaskip- unar, sem íslendingar hafa valið sér, en ekki er hægt að víkja nán- ar að þeim málum hér. Það er þá kannski ekki svo undarlegt að umræður manna beinist gjarnan að hinu stærra verkefni. Þegar undirstaðan er ótraust, verður að gera ráð fyrir margs konar brestum í því sem ofan á hvílir. Svo virðist sem fræðslu- og stjórnunarkerfi lands- ins hafi átt verulegan þátt í að tefja fyrir nauðsynlegri þróun atvinnulífs í landinu. Hér verður að eiga sér stað skjót breyting til batnaðar. Al- varlega er nú rætt um að ís- lendingar tengist öðrum þjóðum í verzlunarbandalögum. Það er öllum ljóst, að stóraukin útflutn- ingsframleiðsla er undirstaða þess að lífskjör þjóðarinnar geti orðið í nokkru samræmi við það sem gerist með nágrannaþjóðun- um í framtíðinni. Það mikla átak, sem óhjákvæmilega verður að gera hér á landi á næstu árum, verður ekki framkvæmt með kvæðalestri í frystihúsum og öðr- um framleiðslufyrirtækjum, né heldur ef forráðamenn fyrirtækja eiga að halda áfram að reka sín mál með tímafrekum glímum við úrelt kerfi. Nýir tímar krefjast þess að íslenzkt þjóðfélag skapi þegnum sínum skilyrði og veiti hvatningu til að hin mikla gnægð hugrænnar framleiðslu fái útrás í verki. ♦ ÁLYKTUN UM FRIÐ 24. þing Alþjóðasamvinnusambandsins, sem er í fyrirsvari fyrir 230 milljónir samvinnumanna í sambandsfélögunum, minnir á þ-ær ályktanir sem samþykktar hafa verið á fyrri þingum; staðfestir þá sannfæringu sína, að brýnasta vandamál heimsins sé að koma á friði, því án hans er mannlífi á jörðinni ógnað og efnahagsþróun og félagslegar framfarir hindraðar; ítrekar vilja sinn til að stuðla að eindrægni milli allra kynþátta og þjóða, og að standa vörð um rétt þjóða til sjálfsákvörðunar, en á því sviði getur samvinnuhreyfingin lagt fram krafta sína með sérstökum hætti; viðurkennir þakklátlega það starf sem Sameinuðu þjóðirnar hafa innt af höndum á þessum vettvangi; heitir á ríkisstjórnir að láta af einhliða aðgerðum, sem eru líklegar til að stofna friðinum í hættu, en styðja og efla í þess stað Sam- einuðu þjóðirnar og viðleitni þeirra til að draga úr viðsjám; og biður sambandsfélögin að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að hafa áhrif á ríkisstjórnir sínar í þá átt, að þær styðji lausn al- þjóðlegra deilumála með samningsgerð og hvers konar aðgerðum sem stuðla að afvopnun, þannig að skapa megi aðstæður, sem geri öllum mönnum kleift að vinna í friði að bættum lífskjörum og útrýmingu hungurs og efnahagslegs öryggisleysis. 61

x

Samvinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.