Samvinnan - 01.12.1969, Side 63

Samvinnan - 01.12.1969, Side 63
Það væri synd að segja, að við værum soltin eftir þessa fyrstu máltíð í Úzbekistan. Sama má raunar segja um þorstann. Ræð'u- höld voru mikil við þessa fyrstu máltíð, og við komumst að raun um, að' hér austur i Asíu kunna þeir að halda snjallar skálaræður. Hún Natasja hafði nóg að gera frá morgni til kvölds. Að loknum hádegisverði ókum við um Tasjkent. Þegar Rússar stofnsettu Úzbek-lýð- veldið árið 1924, var Samarkand gerð að höf- uðborg. Nokkrum árum síðar var Tasjkent gerð að' höfuðborg ríkisins. íbúar Tasjkent (nafnið þýðir „steinborg") eru nú um 1.350.000. Borgin er ekki aðeins sú stærsta í Úzbekistan, heldur einnig stærsta sovétborg í Asíu. Borgin er staðsett í Tsjir- tsjik-dalnum um 500 metrum fyrir ofan sjávarmál. Tsjatkal-fjöllin eru ekki ýkjalangt frá borginni og snæviþaktir tindar þeirra sjást úr borginni í góðu skyggni. Beint í aust- urátt eru landamæri Kína. Þangað er um klukkustundarflug frá Tasjkent. Tasjkent varð mjög illa úti í jarðskjálftun- um miklu í apríl 1966, en þá misstu 75.000 fjölskyldur heimili sín. Síðan hefur átt sér stað mjög mikil uppbygging í borginni, og stendur þar öll Sovétþjóðin að' baki. Við skoðuðum líkan af framtíðarskipulagi borg- arinnar. Vakti það sérstaka athygli, hve allt skipulag er nýtízkulegt. Við' keyrðum eftir nýjum götum, þar sem var endalaus röð af þriggja og fjögurra hæða sambýlishúsum. Hús þessi voru til að sjá mjög nýtízkuleg, en það vakti nokkra furðu, hve gluggarnir voru stórir miðað við alla sól- ina sem skín á þessum hluta jarðkringlunnar. Við komum i höfuðstöðvar Samvinnusam- bands Úzbekistans. Stjórn sambandsins var þar mætt og félagi Kasanov flutti ítarlegt erindi um starfsemi neytenda-samvinnufélag- anna í Úzbekistan. Samvinnufélögin verzla í smærri bæjum og þorpum, en ríkisverzlanirnar eru í borgun- um. Kaupfélög innan hvers héraðs hafa með sér héraðssamband, og héraðssamböndin hafa svo svæðasambönd, sem eru aðilar að sam- vinnusambandi ríkisins. Ríkissamvinnusam- böndin eru svo aðilar að Samvinnusambandi Sovétríkjanna, Centrosoyus. Afurðasölusam- bönd starfa svo í nánum tengslum við neyt- endasamböndin og sjá um sölu á framleiðslu samyrkjubúanna í gegnum kaupfélögin. Það' kom fram, að samvinnusamböndin hafa fulltrúa á þingi ríkisins og einn fulltrúa í stjórnum borga og sveitarfélaga. Að öðru leyti var okkur sagt, að aðgangur væri frjáls að kaupfélögunum og hver félags- maður hefði eitt atkvæði, án tillits til eigna eða viðskipta í félaginu. Félagsfundir kysu stjórn og trúnaðarmenn. En það' kom greini- lega í ljós, að samvinnufélögin eru hluti af hinu sósíalíska skipulagi Sovétríkjanna. Þau starfa ekki á samkeppnisgrundvelli eins og á Vesturlöndum. Félögin hafa nú tekið upp launagreiðslukerfi, sem byggist að nokkru á ákvæðisvinnu. Þeir starfsmenn sem fara fram úr vissum afköstum fá launauppbót. Að loknum fundinum í samvinnusamband- inu var haldið áfram að sýna okkur Tasjkent. Tími vannst ekki til þess að skoða hin gömlu hverfi Múhameðstrúarmanna. Það virtist ekki fara á milli mála, að mjög mikil uppbygging hefur átt sér stað i Tasjkent síðan á dögum byltingarinnar 1917. Þá hafði Tasjkent ekki rennandi vatn í húsum og mjög lítið rafmagn. Aðeins ein gata var þá upplýst, Karl Marx- stræti (hét áður Kirkjustræti). Nú hefur borgin hins vegar fulla raflýsingu og full- kcmið frárennsliskerfi. Úzbekar voru fyrir byltinguna Múhameðs- trúarmenn og eru margir ennþá. í Tasjkent munu vera um 20 stórar moskur (bænhús) og nokkrar minni . Eitt af elztu eintökum Kóransins er varð- veitt í Tasjkent. Er eintak þetta þekkt undir nafninu Osman-Kóran. Sögur segja, að ara- bíski kalífinn Osman III, uppi fyrir 13 öld- um, hafi handritað þetta eintak. Á dögum Timúrs var eintak þetta geymt í Samarkand, en þegar ríkið féll undir Rússa- veldi var Kóraninn sendur til Pétursborgar árið 1869. Eftir byltinguna 1917 var Kóran- eintak þetta flutt til Tasjkent, þar sem það hefur verið síðan. Flestir Úzbekar tala úzbesku, en þeir læra einnig rússnesku í skólum. Úzbekar notuðu áður fyrr arabíska stafrófið, en nokkru eftir byltinguna, eða árið 1929, var rómverska staf- rófið tekið upp. Seinna var svo rússneska stafrófið tekið upp fyrir úzbesku, en einum eða tveimur sárstökum stöfum var bætt við. Eftir að Arabar höfðu náð Mið-Asíu á sitt vald á 8. öld var skrifað mál á arabísku lög- fest. Annars er úzbeska af tyrkneskum stofni, en sagan segir, að Tyrkir hafi upphaflega átt heimkynni austur í Mið-Asíu, en Mongólar hafi rekið þá vestur á bóginn. Fyrir byltinguna var almenn menntun mjög bágborin í Úzbekistan. Eftir því sem bezt verður séð, var þá aðeins um tíundi hluti íbúanna læs og skrifandi. Menntun er hins- vegar nú á háu stigi eins og í öðrum Sovét- ríkjum. Við skoðuðum mjög myndarlegt sögusafn í Tasjkent. Allstór hluti safnsins er tileinkaður Drukkið grœnt te í Samarkand. skáldinu Alisjer Navoí, sem uppi var 1441— 1501, en ljóð hans eru talin til heimsbók- mennta. Navoí var húmanískt skáld, lista- maður, hugsuður og stjórnvitringm-. Hann beitti sér fyrir framförum í menningar-, heil- brigðis- og samgöngumálum í Úzbekistan. Sem heimspekingur barðist hann á móti kreddukenningum miðalda og harðstjórninni sem þá ríkti. Hann var góður málfræðingur og átti ríkan þátt í því að fornúzbeska öðlað- ist meiri ítök með þjóðinni, en persneska var á þeim tíma orðin bókmennatmál Mið-Asíu. í ljóðum sínum og ritum túlkar Navoí virð- ingu fyrir vinnu, föðurlandi og kærleika. Ljóð hans eru full af spakmælum. Ég hef lesið enska þýðingu á einu ljóði hans mér til mik- illar ánægju. Það vakti athygli okkar, hve mikið er um trjágróður í Tasjkent. Menn tala þar austur frá um það, að borgir séu misjafnlega mikið grænar, eftir þvi hve mikið er um trjágróður og garða í borgunum. Tasjkent er talin mjög græn borg, og má það með nokkrum sanni segja. Meðfram sumum götunum eru allt upp í þrefaldar trjáraðir. Við héldum heim á hótel, þegar við höfð- um ekið um borgina og skoðað m. a. stóra sýningu, sem sýnir sögu og efnahagslega upp- byggingu Úzbekistans. Þvi verður ekki neit- að, að við vorum orðin nokkuð dösuð, ekki sízt þau sem ekki höfðu sofið neitt í 30 klukkustundir. Við lögðum okkur í klukku- tíma á hótelinu, en lítið varð um svefn. Að því búnu skyldi halda til kvöldverðar. Við ókum út úr borginni nokkurn spöl og komum í lítið sveitaþorp. Þar skyldi snæða kvöldverð. Á ein allstór rann við þorpið og mun hafa sameinazt Sýr-Darja-stóránni skammt neðar í dalnum. Við komum inn í húsagarð allstóran á árbakkanum. Hér var útiveitingahús Úzbeka. Pallar voru reistir á súlum og náð'i hluti þeirra út i ána. Á hverj- um palli er borð, cg sitja menn flötum bein- um við borðið eða halla sér að grindunum, sem voru umhverfis pallinn. Hér sátu Úzbek- arnir og snæddu kvöldverð. Það var komið sólsetur og byrjað að bregða birtu. Ljósmæl- irinn á myndavélinni minni sýndi, að það var orðið of skuggsýnt til að ná litmynd af þessu sérstæða umhverfi. Einn meiriháttar pallur var ætlaður okk- ur gestunum. Úzbesk kona, sem var stjórnar- formaður héraðssamvinnusambandsins, var hér gestgjafi. Okkur var boðið á pallinn og við drógum skó af fótum okkar. Pallurinn var klæddur teppum og púðar við grindum- ar til að styðja við bök eða handleggi. Við sátum þama átta að snæðingi og var 63

x

Samvinnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.