Samvinnan - 01.12.1969, Blaðsíða 68

Samvinnan - 01.12.1969, Blaðsíða 68
borg. Þá bætir fiotamálaráðherrann við, að Þýzkaland verði að fá ríflegar stríðsskaða- bætur, að öðrum kosti skorti ríkið fé til að smíða herskip fyrir næsta strið. Foringjar landhers og flota heimta rússneska stríðs fanga til að vinna í hergagnaverksmiðjum Þýzkalands meðan á styrjöldinni stendur. Samband þýzkra járn- og stáliðjuhölda skrifar Hindenburg beina boðleið og biður um að tryggja járnmálm Úkraínu og mang- anmálm Kákasíu þýzkri iðju. Þjóðverjar verði að fá óskorað frelsi til atvinnurekst- urs í Rússlandi; sér í lagi skuli þeim heimilt að eignast námur sem áður voru rússnesk ríkiseign. Iðjuhöldasamtök Þýzkalands krefj- ast án allrar blygðunar, að erlendum þjóð- um verði meinað að stunda atvinnurekstur í Rússlandi, svo landið verði aðeins nýtt til framleiðslu hráefna Þýzkalandi til fram- dráttar. Þýzka verzlunarráðið (Deutscher Handels tag) tilkynnir hinni nýju stjórnardeild þá skoðun sína, að fyrst þurfi að innlima Pól- land, Finnland og Eystrasaltslöndin, síðan megi nýta leifarnar af Rússlandi með „heppilegum efnahagssamningum." Stálsamsteypa Thyssens útlistaði óskir sínar ýtarlega fyrir Helfferich um miðjan desember 1917, og nofndi þá sérstaklega hinar járnauðugu námur í Krivoi Rog. Vegna málmauðæfa í Kákasus þyrftu Þjóð- verjar að fá ítök og hlunnindi í Potihöfn. Þetta úrval úr kröfum hers og stóriðju, sem hér hefur verið tínt til, er æði fróðlegt um það andrúmsloft, sem ríkti í heimi þýzkra valdhafa í byrjun árs 1918. Það er eins og þeir séu í sömu sigurvímunni, haldnir sömu sigurvissunni og í upphafi styrjaldarinnar 1914. En einkum eru þeir drukknir af valds- mennskunni er sú stund rann upp, að þeir gátu setzt við samningaborðið og sett hinum sigraða friðarkostina. Hinn 22. des. 1917 hófust friðarumleit- anir Rússa og Þjóðverja í Brest-Litovsk. Friðurinn í Brest-Litovsk hefur verið kall- aður „gleymdi friðurinn“, kannski með nokkrum rétti, því að það fennti fljótlega yfir hann: að hausti ársins 1918 var hann úr sögunni. Og þó er sögulegt mikilvægi hans ekki lítið: hann sýnir stríðsmarkmið Þýzkalands í sigri og framkvæmd. Síðar var hans stundum minnzt þegar Þjóðverjar kvörtuðu sjálfir undan svokölluðum hlekkj- um Versalafriðarins. í fyrstu leit út fyrir, að friðarumræður ætluðu að fara fram með mikilli kurteisi og sanngirni. Hinir sovézku fulltrúar höfðu krafizt þess, að viðræðurnar færu fram fyr- ir opnum tjöldum, blaðamenn fylgdust með öllu, hin diplomatíska leynd horfin, sam kvæmt kröfu, sem bæði Lenín og Wilson höfðu borið fram. Joffe, formaður hinnar rússnesku sendinefndar, las upp stefnuskrá fyrir friðarfundinn, og pólitískar siðgæðis- reglur hennar hefðu ekki getað verið hrein- skiptnari, þótt komið hefðu úr penna Banda- ríkjaforseta. Farið var fram á frið án landa- innlimunar og skaðabóta. Brottflutningur herja úr hersetnum héruðum. Þjóðarat- kvæði um pólitíska framtíð þjóðarbrota, sem vilja segja skilið við ríki, sem þau hafa áður lotið. Fulltrúar Miðveldanna, Czernin frá Austurríki og von Kiihlmann utanríkisráð- herra Þýzkalands, tóku vel í þessi stefnu- atriði rússnesku sendinefndarinnar, og allt virtist ætla að falla í ljúfa löð um grund- vallaratriði friðarumræðnanna. Rússneskti fulltrúarnir urðu gripnir mikilli bjartsýni, en þýzku samningamennirnir komu fljótlega vitinu fyrir þá: von Hoffmann hershöfðingi skýrði Rússunum frá því, að hann teldi þaö ekki innlimun þótt viss landsvæði yrðu skii in frá Rússlandi af fúsum og frjálsum vilja, nefnilega Pólland, Litháen, Kúrland og raunar einnig Lífland og Eistland. Rúss- neska nefndin var steini lostin, og sagn- fræðingurinn Pokrovski brast í grát. Sendi nefndin sleit friðarumræðunum og hélt heini til Pétursborgar til að bera ráð sín saman við byltingarstjórnina. Viðræðurnar hófust ekki aftur fyrr en 9. jan. 1918. Formaður hinnar rússnesku samn- inganefndar var nú enginn annar en Samningamenn Miðveldanna í Brest-Litovsk: Hoffmann, Czernin, Talaat Pasja, Kiihlmann. Trotskí, sem hafði tekið við stjórn utan- ríkisráðuneytisins. Við samningaborðið i Brest-Litovsk, sem nú var orðið eins og leiksvið með allan heiminn að áheyranda, beitti Trotskí öllum listbrögðum ræðu- snilldarinnar og rökræddi sjálfsákvörðunar- rétt og þjóðaratkvæði af slíkri leikni, að von Kuhlmann, þótt sleipur væri, komst oftast í þrot. Formaður hinnar rússnesku sendinefndar átti nú kost á að beita áróðri bolsévika á heimsmælikvarða, draga tímann á langinn, ef vera kynni að hinn þungsvævi öreigalýður Miðveldanna mundi vakna og taka við kyndli heimsbyltingarinnar. Þann- ig liðu dagarnir í látlausum rökræðum unz Trotskí sleit þeim 10. febrúar með þeim ummælum, að sovétstjórnin skrifaði ekki undir friðarskilmála Þjóðverja, en hún vildi í sama mund ekki taka þátt í þessari styrj- öld lengur. Síðan hélt sendinefnd Rússa heim til Pétursborgar. Daginn áður hafði þýzka samninganefndin samið frið við úkra- ínska leppstjórn sína og viðurkennt sjálf- stæði Úkraínu. Vesturhéruð Rússlands frá Eystrasalti til Svartahafs höfðu verið limuð af því, hið gamla stríðsmarkmið Þjóðverja að færa rússneska ríkið í þau landfræðilegu mót er voru fyrir daga Péturs mikla virtist færast nær. Hinn 17. febrúar átti vopna- hléssamningurinn að renna út, en þann 13. febrúar var haldinn fundur í krúnuráði Þýzkalands og þar var samþykkt að hefja sókn inn í Lífland og Eistland. Hinn 21. febrúar voru Rússum settir úrslitakostir, og var nú enn hert á friðarskilmálunum: afsal allra Eystrasaltslanda, viðurkenning sovét- stjórnarinnar á úkraínskri leppstjórn Þjóð- verja og afvopnun rússneska hersins strax. Með nærri ofurmannlegu átaki fékk Lenín flokk sinn og ríkisstjórn til að ganga að þessum kostum og beitti til þess hótun, sem hann hafði annars aldrei um hönd: að segja sig úr miðstjórn flokksins. Hinn 3. marz 1918 var nauðungarfriðurinn í Brest-Litovsk undirritaður. Það er til marks um þá friðarkosti sem gengið var að í Brest-Litovsk, að Rússland missti fjórða hluta sinna evrópsku land- svæða, fjórðung ræktanlegs akurlands og fjórðung járnbrautarkerfisins, þriðjung vefnaðariðnaðarins og nærri þrjá fjórðu hluta þungaiðju og námugraftar. Og til að bíta höfuðið af skömminni kúgaði þýzka yfirherstjórnin Rússland til að undirrita viðbótarsamninga í Brest-Litovsk hinn 28. ágúst: Því var gert að skyldu að láta af hendi við Miðveldin geysimikið hráefna- magn og 6 milljarða gullmarka í stríðsskatt. í ársbyrjun 1918 risu sigurvonir þýzkra valdhafa í her og ríkisstjórn svo hátt, að þeim fannst sér ekkert ofvaxið. Ríkiskansl- arinn skrifaði Hindenburg snemma á árinu og fagnaði þeirri stórsókn sem nú var í undirbúningi á vesturvígstöðvunum: Ef með guðs hjálp fer svo, að hin nýja sókn beri þann árangur, sem við vonum, fyrir sakir ágætrar herforustu yðar hágöfgi og hreysti og baráttuþreks hermanna okkar, þá ættum við kost á að setja Vesturveldunum slíka friðarkosti, sem nauðsynlegir eru öryggi landamæra okkar, atvinnulegum hagsmun- um okkar og stöðu okkar í heimsmálunum eftir stríðið. Um sama leyti skrifar Vilhjálm- ur keisari eina af sínum frægu utanmáls- athugasemdum: Sigur Þjóðverja á Rússum var frumskilyrði byltingarinnar, sem var skilyrði Leníns, sem var skilyrði Brest-samn- ingsins. Sama máli gegnir í vestri. Fyrst sigur í vestri og hrun Þríveldabandalagsins; þá skulum við setja þeim kostina, sem þeir verða að ganga að. Og þeir munu eingöngu gerðir í samræmi við hagsmuni okkar! Árangur samninganna í Brest-Litovsk steig ekki aðeins valdsmönnum Þýzkalands til höfuðs. Fjölmennir hópar áhrifamanna í stóriðju og háskólum fengu enn vakið þjóðernissinnaða múghreyfingu, sem taldi sigurinn bíða á næsta leiti. Hinum ævin- týralegustu stríðsmarkmiðum hafði verið náð í austri — hvers vegna þá ekki einnig í vestri? Hvers vegna að slaka á kröfunum, þegar sigur var í seilingarhæð? Stórsókn Ludendorffs á vesturvígstöðvun- um var rökrétt afleiðing hins mikla sigurs í austurvegi. Á þessum misserum flytur þýzka herstjórnin 52 herfylki þaðan til vest- urvígstöðvanna. Herfjötur Þýzkalands hafði verið höggvinn. Sóknin í vestri var hafin 21. marz 1918. Hún stóð með nokkrum hvíldum óslitið fram í lok júlímánaðar. Or- usturnar sem háðar voru 8. ágúst, á hinum svarta degi þýzka hersins, eins og Luden- dorff komst að orði, sýndu ljóslega, að von- in um þýzkan sigur var sjálfsblekking ein. Keisaraorustuna hafði Ludendorff kallað síórsókn sína — die Kaiserschlacht. Og nú skrifaði Vilhjálmur II í byrjun september þessi orð: Orustan er töpuð. Herir okkar geta einfaldlega ekki barizt lengur. Hinn fyrsta október játar Ludendorff, að nú sé leiknum lokið. Þremur dögum síðar biður þýzka stjórnin um vopnahlé á grund- velli hinna fyrirlitnu 14 atriða Wilsons. Og skýjaborgirnar hrundu yfir höfðum þeirra, sem höfðu reist þær af svo miklu oflæti. 4 68
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.