Samvinnan - 01.12.1969, Qupperneq 83
Þýzki sagnfræðingurinn
Theodor Mommsen var á
sínum tíma álitinn vera
heimsmethafi í því að vera
utan við sig, og eftirfarandi
saga staðfestir þá skoðun.
Dag nokkurn sat hann í
sporvagni og las í dagblaði.
Hann leit andartak upp úr
blaðinu og frá sér, og ýtti
þá gleraugunum, sem hann
hafði á nefinu, upp á enn-
ið. Þegar hann ætlaði að
halda áfram lestrinum, gat
hann hvergi fundið gler-
augun. Hann leitaði í öllum
vösum, en fann þau hvergi,
þangað til lítil stúlka, sem
sat við hlið hans, sagði við
hann:
— Gleraugun eru uppi á
enninu á þér.
Ánægður í bragði setti
Mommsen gleraugun á sinn
rétta stað og sagði vingjarn-
lega:
— Þakka þér fyrir, góða
mín, hvað heitir þú?
— Ebba Mommsen, pabbi,
var svarið.
★
Norski skáldsagnahöf-
undurinn Alexander Kiel-
land hafði um tíma engan
frið fyrir ungum manni,
sem hafði sett saman hand-
rit að ljóðabók og vildi endi-
lega fá hann til að lesa það
yfir. Loksins lét Kielland
undan, og þegar hann hafði
lokið lestrinum, sagði hann
við höfundinn:
— Vitið þér hvað, ungi
maður, ég er viss um, að
Henrik Ibsen myndi hafa
mikinn áhuga á þessum
ljóðum.
— Haldið þér það, svaraði
ungi maðurinn hrifinn, —
en ég hélt nú annars, að Ib-
sen væri þeirrar skoðunar,
að tími ljóðagerðar væri
liðinn.
—- Já, sagði Kielland og
kinkaði kolli, — það er ein-
mitt það sem hann heldur
fram, og ljóð yðar myndu
áreiðanlega styrkj a hann
mjög í þeirri trú.
★
Þegar Leo XIII, síðar
páfi undir því nafni, var
enn kardínáli, var hann eitt
sinn gestur í samkvæmi, þar
sem einnig voru nokkrir
ungir og kátir aðalsmenn.
Einn þeirra vildi skemmta
sér dálítið á kostnað hins
hreinlífa guðsmanns, tók
upp neftóbaksdósir, sem
mynd af nakinni konu hafði
verið greypt í lokið á, og
spurði, hvort hans heilag-
leika þætti hún ekki falleg.
— Jú, mjög, var svar
kardínálans. — Og þetta er
konan yðar, geri ég ráð
fyrir.
★
Umbúðadósir og kassar fyrir
allan matvælaiðnað.
B. SIGURÐSSON SF.
Bárugötu 15 — Sími 22716
83