Samvinnan - 01.12.1970, Blaðsíða 3
Kálfafellsstað 15. okt. 1970.
Herra ritstjóri.
Mig langar aðeins með þessu
stutta bréfi mínu, þó seint sé
á ferðinni, til að taka undir
með þeim konum, sem sjá ein-
hvern ljósan blett við heimilis-
störfin. En sumar virðast álíta,
að konan sé bara alveg búin að
vera, ef hún gerir ekkert annað
en að ala upp börnin sín og
vinna heimilisstörfin.
En eru öll þessi störf, sem
konur sækjast svo mjög eftir
að vinna utan heimilanna, það
merkileg, að þau taki fram
heimilisstörfunum? Hvernig er
það, vinnur konan ekki, þegar
öllu er á botninn hvolft, mest
gagn í þjóðfélaginu með þvi að
ala sjálf upp börnin sín, því
alltaf verða það þau, sem eiga
að erfa landið. Það kynnu að
koma þeir tímar, að konan yrði
launuð og hún metin meira
fyrir þau störf heldur en nú er
gert.
Eins er það, að ef konan er
bæði andlega og líkamlega
heilbrigð, þá getur hún haft
mörg áhugamál og látið til sin
taka á margan hátt, eins og
hefur líka komið í ljós, þrátt
fyrir það þó hún vinni heimil-
isstörfin.
En að ungmennunum sé hóp-
að saman í eina stofnunina
eftir aðra til að alast þar upp,
held ég að sé ekki spor í rétta
átt.
Allir ættu að hafa sömu rétt-
indi til menntunar og þeirra
starfa, sem hver og einn hefur
löngun til, og jafnrétti karla
og kvenna er sjálfsagt. Konan
þarf að fá meira vald í heimin-
um, svo mikið vald að hún geti
komið í veg fyrir það, að barn-
ið hennar, sem hún hefur alið
og fóstrað, verði hrifsað frá
henni og sent út á vígvöllinn
eða látið vinna að gerð ein-
hverra stríðsvéla, sem mestu
geta tortímt í þvi glæpsamlega
athæfi sem styrjaldir eru og
alltaf er yfirvofandi á þessari
jörð.
Beta Einarsdóttir,
Kálfafellsstað,
Suðursveit
FRÁ SAMVINNUBANKANUM
ARÐUR í STAÐ EYÐSLU
GEFIÐ BÖRNUNUM SPARIBAUK
3