Samvinnan - 01.12.1970, Side 41

Samvinnan - 01.12.1970, Side 41
JARÐSJOR SJÓR JARÐGUFA salt EFNI UR SJO SALT KALÍ KALSÍUM KLÓRIB BROM LITHIUM SAMB. raforka]*. 2. salt NATRÍUM MÁLMUR NATRIUM KLÓR klór natrium SKELJASANDUR OLÍA JARÐGUFA MAGNESIUM KLÓRIB -»Hsódi magnesium- kloríd raforka]-*- TÍTANSANDUR RAF0RKA salt RAFORKA JARÐGUFA RAFGREINING Á SALTI TITAN- MÁLMUR TITAN MAGNESIUM MÁLMUR KLOR MAGNESÍUM HRÁOLÍA OLIU - HREINSUN- AR STÖÐ naptha RAFORKA HRÁOLIA ETHYLEN KLJÚFUR ASETYLEN KLJÚFUR I—* VITISSODI KLÓR VETNI SALTSÝRA NATRIUM KLORAT klór KLOR- SAMBÖND HRAEFNI FYRIR PLAST PLASTEFNI KLÓR UPPLEYSIEFNI SKIPULAG SJÓEFNAIÐJU liggi fyrir fljótlega á árinu 1971. Við framleiðslu á magnesí- um-klóriði fæst mikið af sóda, sem ætti að vera vel seljanleg- ur, og við framleiðsluna á magnesíum-málmi fæst jafn- framt klór, sem er eins og fyrr segir mjög mikilvægt í margs konar efnaiðnaði. Þvi verður jafnframt að athuga á hvern hátt má losna við það. Þetta er eitruð lofttegund og afar erfið í flutningi. Því virðist álitlegra að koma á fót iðnaði hér á landi, sem nýtir það. Þannig leiðir eitt af öðru í sjóefnaiðj- unni. Gert er ráð fyrir þvi að skýrslur og tillögur Rann- sóknaráðs um alla þá þætti, sem nú er verið að athuga, liggi fyrir í lok ársins 1971. Ef nið- urstöður verða jákvæðar, er þó engu að síður ljóst, að ýmsum verkefnum er ólokið, t. d. at- hugun á annarri leiðinni, framleiðslu á títanium-málmi, sem getur verið álitleg. 2. Álbræðsla er orðin að raunveruleika hér á landi. Þetta er mjög orkufrekur iðn- aður og hefur víða riðið á vað- ið við nýtingu raforkunnar. Verið er að stækka álbræðsl- una i Straumsvik upp í nálægt því 80 þús. tonn. í töflunni er markmiðið hins vegar sett við 240 þús. tonna ársframleiðslu. Það virðist ekki óeðlilegur vöxtur á t. d. einum áratug, ef miðað er við þróun þessarar framleiðslu í Noregi og viðar. Þetta gætu vitanlega verið fleiri en ein álbræðsla. Ánægjulegt væri, ef sú næsta yrði að verulegum hluta íslenzk eign. Álbræðsla er tiltölulega sjálf- stæð atvinnugrein að þvi leyti, að hún er í litlum tengslum við annan iðnað, nema vitan- lega álvinnslu. Því miður er ég þó ekki bjartsýnn á verulega vinnslu hérlendis úr hrááli. Til þess er okkar markaður of litill og tollar og flutningskostnaður of hár á erlendan markað. 3. Silisíum-málmur er til- tölulega nýr málmur, en notk- un hans hefur aukizt verulega á siðustu árum, sérstaklega í rafmagnsiðnaðinum. Silisíum- bræðslur eru tiltölulega litlar, en framleiðslan er orkufrek. Hráefnið er einkum kvartz- sandur, sem er ekki til hér á landi, en honum mætti dæla upp af botni Norðursjávar og flytja hingað. Það yrði tiltölu- lega lítill kostnaðarauki. Þetta er framleiðsla, sem vert er að athuga. 4. Fosfór er framleiddur úr fosfórgrjóti. Það er flutt lang- ar leiðir, þangað sem ódýr raf- orka er fyrir hendi, því þetta er orkufrekur iðnaður. Við þessa framleiðslu þarf að gæta mikillar varúðar vegna mengunarhættu. 5. Þungavatn er notað sem hægir í ákveðinni gerð af kjarnaofnum við raforkufram- leiðslu. Framleiðslan krefst mikillar hita- og raforku. Framtíð þungavatnsins er mjög háð áframhaldandi þró- un á sviði raforkuframleiðslu með kjarnorku. Framleiðslunni fylgja heldur engar hliðar- greinar, en f j árf estingin er mjög mikil og atvinnuaukning lítil. Þungavatnsframleiðsla var i athugun fyrir nokkrum árum og á síðastliðnu ári að nýju hjá Rannsóknaráði ríkisins. Aðstaða hér á landi er góð. Nauðsynlegt er þó að athuga vel, hvort jarðhitinn verður ekki notaður á annan máta betur. 6. Olíuhreinsunarstöð hefur verið á dagskrá hér á landi í nokkur ár. Um það mál mætti fara mörgum orðum. Hér verð- ur að nægja að geta þess, að þær tillögur, sem borizt hafa frá erlendum aðilum um bygg- ingu olíuhreinsunarstöðvar, hafa allar verið miðaðar að- eins við innlendan markað. Því hafa þær gert ráð fyrir litlum stöðvum, eða innan við einnar milljón tonna framleiðslu á ári. Olíuhreinsunarstöðvar hafa hins vegar, eins og flestar aðrar stóriðjugreinar, stækkað mikið á undanförnum árum. Er nú yfirleitt talið, að tveggja til þriggja milljón tonna stöð sé lágmarksstærð, ef hún á að vera samkeppnisfær. Lítil stöð getur að vísu þrifizt, ef henni eru skapaðar sérstaklega hag- stæðar aðstæður. Ýmislegt bendir til þess, að komið geti til greina að byggja hér á landi stóra olíuhreinsun- arstöð. Slikur iðnaður er ekki orkufrekur, en landið liggur vel við siglingum á milli Norð- ur-Ameríku og Evrópu og sér- staklega við ýmsum olíulindum, sem taldar eru vera á norður- hveli jarðar. Hér eru hafnar- skilyrði góð til umskipunar, og fleira mætti telja. Töluverð mengunarhætta getur fylgt olíuhreinsunar- stöðvum. Á síðustu árum hefur hins vegar tekizt að þróa hreinsunartækni, sem er afar árangursrík. Má jafnvel vinna úr úrganginum verðmæt efni. Slík hreinsun er hins vegar ekki hagkvæm á mjög litlum stöðvum. Einnig er rétt að hafa i huga,. að aðeins sæmilega stór olíu- hreinsunarstöð getur orðið mikilvægur þáttur í víðtækum efnaiðnaði, eins og áður er minnzt á. Sérstaklega ber að varast að 4L

x

Samvinnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.