Samvinnan - 01.12.1970, Blaðsíða 43

Samvinnan - 01.12.1970, Blaðsíða 43
gerð úr islenzkum grastrefjum. í fyrstu lotu var kannað, hvaða grös kæmu helzt til greina. At- hygli beindist fyrst að fjölær- um grösum, og þá helzt að há- liðagrasi, vallarfoxgrasi, lúpínu og mel. Álitið var, að þau myndu vera ódýrara hráefni en einær grös, svo sem hafra- og bygggrös eða hálmur þeirra. Sumarið 1969 var leitað til rannsóknastofnana i Þýzka- landi, Belgíu og Tékkóslóvakiu varðandi þetta mál. Þessar rannsóknastofnanir höfðu all- ar áður hannað aðferðir og vélakost til þess að framleiða þilplötur úr hörhálmi, bagasse, sykurreyr og ýmsum grasteg- undum í Asíu og einnig á Ok- inawa í Kyrrahafi. Sérfræðing- ar þessara stofnana töldu sig ekki geta svarað erindi okkar, nema með þvi að gera fyrst til- raunir með það hráefni, sem við hefðum, og buðust þeir til að framkvæma þær gegn venjulegri þóknun. Áður en til þess kæmi, birtist grein í danska verkfræðinga- blaðinu Ingeniprens Ugeblad um tilraunir með spónaplötu- gerð úr hafra- og bygghálmi, en þær voru gerðar hjá Forsk- ningsinstitutet for Handels- og Industriplanter í Kolding i Danmörku. Okkur varð strax ljóst, að þarna var búið að framkvæma þær rannsóknir, sem við hugð- umst láta gera í Þýzkalandi. Var strax leitað samvinnu við rannsóknastofnunina i Kolding um athuganir á hafra- og bygghálmi okkar til slikrar framleiðslu. Var Finn Rexen verkfræðingi rannsóknastofn- unarinnar boðið til íslands í febrúar 1970 til þess að ræða framkvæmd þessara athugana og gera áætlun um hana. Hér skal sérstaklega tekið fram, að samvinnan við þessa rannsóknastofnun hefur verið með ágætum, og Rexen verk- fræðingur og stofnunin ávallt verið reiðubúin að veita okkur alla aðstoð, sem hægt var að láta i té. Rexen átti einnig frumkvæði að þvi að fá héðan vikur til tilrauna með hafra- hálminum, og gerði hann frumtillögu að kassariti því, sem siðar verður rætt, en þær tillögur miða að því að lengja nýtingartíma verksmiðjuein- inga. Að sögn Rexens verkfræðings hafði þeim tekizt að gera mörg góð plötusýni úr hafrahálmi, en bygghálmurinn gaf ekki eins góðan árangur. Helzta vandamálið var að fjarlægja gljáhúð af trefjum hálmsins, en það tókst þó með einskonar slipun trefjanna í þar til gerðu, einkaleyfisvernduðu tæki. Af- not af þessu einkaleyfi hafa okkur verið boðin ókeypis. Einnig tókst að finna hentuga límblöndu úr ureaformaldehydi með isetningu af isocyanati, sem gaf mjög góða limingu. Þá reyndust trefjaþræðir hafra- hálms sterkari heldur en trefj- ar bygghálms. Eftir viðræður við Rexen verkfræðing var nokkurt magn af hafra- og bygghálmi sent héðan til rannsókna og allmörg plötusýni gerð, með mismun- andi þykktum. Prófanir þeirra gáfu mjög góðar niðurstöður, og voru gæði sýnanna langt yfir lágmarks gæðakröfum þýzkra staðla um slikar plötur úr timbri og hörhálmi. Einnig voru gerð plötusýni af lúpínu, og voru þau enn betri en hafrahálmssýnin. Bygghálms- sýnin voru lakari að gæðum. Þá var gert eitt sýni af vegg- einingaplötu, þar sem hafra- hálmi og vikri i baunastærð var blandað til helminga, og er það sýni kannski einna athygl- isverðast, ásamt öðru sýni úr vikurdufti, límdu með sama limi. Margt bendir til, að vikur- hafra-platan i 4—5 cm þykkt og húðuð með vikurduftslagi gæti verið ákjósanleg veggein- ingarplata í íslenzkum húsum. Prófanir þessar, sem fram fóru siðastliðið sumar, ber þó aðeins að skoða sem frumat- huganir. í kjölfar þeirra þarf augljóslega að framkvæma kerfisbundnar prófanir á miklu fleiri íslenzkum grösum eða jurtum, til þess að finna ódýr- asta og æskilegasta hráefnið. Hinsvegar eru niðurstöður þær, sem þegar liggja fyrir, svo já- kvæðar, að ekki þarf að efa, að tækniþekking nútimans muni leysa þau vandamál, sem enn kunna að koma upp varð- andi stórframleiðslu á þilplöt- um úr grastrefjum. Allar tilraunir Dana hingað til hafa verið gerðar í rann- sóknastofu. Jafnan verður að prófa í tilraunaverksmiðju (pilot plant), hvort slíkan framleiðsluferil megi einnig framkvæma i verksmiðju- rekstri í stórum stíl. Danska stórfyrirtækið Korn- og Foder- stof-Kompagniet hefur tekið að sér að kanna þetta og hefur látið hanna sérvélar, einkum að því er varðar slípun trefj- anna og límblöndun, og látið smíða þessar vélar i Þýzka- landi. Nú i nóvember 1970 er prufuframleiðsla þeirra á þil- plötum úr dönskum hafrahálmi í verksmiðjustíl að hefjast, og fæst þá svar við þessu atriði. Jafnvel þó það mistakist að einhverju leyti, má ávallt end- urbæta vélakost til þess að ná settu marki, ef annmarkar koma í Ijós. Iðnaðarmálastofnun íslands fékk heimild til að láta rækta hafra og bygg á um 10—12 hekturum lands á Sámsstöðum i Fljótshlíð og á Hvolsvelli sið- astliðið sumar. Sýni voru tekin af þessum grösum á viku fresti eftir grænþroskun, eða frá i oiðjum ágúst til september- loia. Um 200 kg af þessum sýn- um voru nýlega send til rann- si jkna, og munu niðurstöður li ggja fyrir eftir næstu áramót. Þú voru einnig 11 tonn af sól- hijfrum, ræktuðum á Hvolsvelli, send til prufuframleiðslu í verksmiðjustil á sama hátt og Danir ætla að prófa sinn Ixafrahálm. Niðurstöður munu liggja fyrir síðari hluta vetrar. FRAMTÍÐARMÖGULEIKAR Af framangreindri frásögn er Ijóst, að íslenzkur jarðargróði getur orðið mikilvægt hráefni til ýmissar iðnaðarframleiðslu. Auk þilplatna af ýmsum gerð- um, t. d. með vikurblöndun, mætti einnig framleiða græn- Framleiðslumöguleikar í stórverksmiðju Hráefni Verksmiðjueiningar Framleiðsla Vikur — Uppskeru- Þurrkunareining Plötugerðar- Hálmur, lúpína o. fl. —?- eining eining Gras Kögglunarr eining Mulning areining Steypustöð Einangrunarplötur Þilplötur almennt Múrhúðunarplötur Mótaplötur Veggeiningar Graskögglar Grasmjöl Vikurduft Vikurbaunir Vikurhnetur Léttsteypueiningar af ýmsu tagi Léttar veggeiningar 43
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.