Samvinnan - 01.12.1970, Side 36

Samvinnan - 01.12.1970, Side 36
og lánsfé hefur verið skammt- að. Þetta hefur einnig gert það að verkum, að menn hafa ekki getað hagnýtt sér stórrekstur, jafnvel þótt i boði hefði verið. Þetta atriði er því nátengt því næsta, sem er hagstjórnunar- aðgerðir hins opinbera. Þær hafa einmitt gengið i þá átt að takmaika vöxt einstakra fyr- irtækja, svo sem með skatt- lagningu og einnig með skömmtun lánsfjár, þar sem iðnaðurinn hefur verið skör lægra settur en t. d. sjávarút- vegur, en jafnframt lokaður af með tolla- og haftavernd. Við þessar aðstæður hefur ekki verið nema eðlilegt að sið- asta atriðið, stjórnunarhæfnin innan fyrirtækjanna, hafi þróazt án sérhæfingar og mið- azt við alhliða og almenna hæfni. Hún hefur raunar eðli- lega takmarkazt við getu fyrir hið litla markaðssvæði og mót- að mjög sjóndeildarhring heill- ar kynslóðar stjórnenda. Sú sérhæfni á sviði stjórnunar, sem þó hefur þróazt, hefur verið fólgin í því að aðlagast hagsveiflum og hagstjórnarað- gerðum rikisvaldsins. Menn hafa læ.t að þrauka, þegar öldudalur hagsveiflunnar hefur gengið yfir, og reynt að hag- nýta sér uppgangstimann. Stórnendur hafa lært að taka þátt i skömmtunarleiknum og notfæra sér hverja aðstöðu til leyfisveitinga, minnugir þeirr- ar grundvallaneglu skömmt- unarleiksins, að hver skuli fá sinn skammt, eða minnsta kosti einhvern skammt, sem hefur að sjálfsögðu þýtt, að stórfyrirtæki fengi hlutfalls- lega minni skammt en smáfyr- irtæki. Fiestir stjórnendur hafa því unað við sitt og ekki keppt hærra til útvíkkunar, enda enginn g.undvöllur fyrir því. Þessi smákóngatilhögun hefur haft ótviræða félagslega kosti, en hefu • þó verið á kostnað samkeppnishæfni einstakra fyrirtækja og iðngreina í heild, eins og kemur berlegast í ljós, þegar markaðsaðstæður breyt- ast og vernd er felld niður. TEGUNDIR EÐLILEGS VAXTAR FYRIRTÆKJA Þegar fyrirtæki vaxa á þann hátt, að þau stækka markaðs- hlutdeild sína í þeirri grein, þar sem þau hafa þegar haslað sér völl, er talað um láréttan vöxt þeirra. Það er einmitt þessi vöxtur sem ekki hefur ve.ið grundvöllur fyrir nema að takmö.kuðu leyti hérlendis, vegna þess hve olnbogarými hefur verið hér þröngt og ytri aðstæður óhagstæðar slikunr vexti. Önnur leið til eðlilegs vaxtar fyrirtækja og eignaryfirráða er i lóðrétta átt. Með því er átt við, að fyrirtæki teygi sig til annarra framleiðslu- og dreif- ingarstiga en áður, bæði niður á við og upp á við, allt niður í hráefnisöflun og upp i frekari vinnslu. Af eðlilegum ástæðum hefur þessi leið ekki verið far- in svo neinu nemi hjá islenzk- um iðnaði, þar sem hann fram- leiðir yfirleitt vörur til endan- legs neytanda og hráefni eru alla jafna innflutt. Einungis þar sem hráefni eru íslenzk hefur þessi vaxtarleið verið farin, sbr. ullarvinnslu og sjávarútveg. Hins vegar hafa verið nokk- ur brögð að þvi, að fyrirtæki eða frekar einstaklingar að baki þeirra hafi leitað út í óskyldar greinar (ósamstæður vöxtur) og byggt upp vaxandi eignaryfirráð á þann hátt. LEIÐIR TIL HRAÐARI VAXTAR FYRIRTÆKJA Á ytri aðstæðum islenzkra iðnfyrirtækkja hafa nú orðið stökkbreytingar með tilkomu EFTA-aðildar. Þær stökkbreyt- ingar gera kröfur til, að fyrir- tæki stækki, svo að samkeppn- ismáttur aukist verulega frá þvi sem nú er. Um leið þurfa iðnfyrirtækin að skilgreina markmið sin fyrir næsta ára- tug. Takmarkast viðleitni þeirra við að halda velli á inn- anlandsmarkaði, eða er af- staða þeirra sóknarafstaða, vilja þau hagnýta tækifæri til útflutnings? Það er of tíma- frekt, sársaukafullt og þjóð- hagslega kostnaðarsamt að bíða eftir þvi að einhver af iðnfyrirtækjunum vaxi eðlileg- um útvikkunarvexti innanfrá á aðiögunartímaskeiðinu og önn- ur hrökkvi uppaf vegna and- varaleysis. Það þurfa þvi einn- ig að verða stökkbreytingar i vexti fyrirtækja. Öll fyrirtæki geta ekki vaxið í einu, og þær leiðir i breyttri skipulagsbyggingu, sem til greina koma, eru leiðir sam- starfs og samruna. Þannig er unnt að hagnýta ýmsa kosti stærri rekstrar, sem hefur verið lýst á einfaldastan hátt með því að segja, að 2 + 2 = 5. Með samruna tveggja fyrirtækja fáum við meira en sem nemur afköstum hvors fyrir sig. Kem- ur þar til greina ýmis hlut- fallsleg lækkun kostnaðar, möguleikar á betri nýtingu og stjórnun. Þá gefast loks tæki- færi til að hagnýta margt í hinni hraðfara tækniþróun, sem enn stendur að rniklu leyti utan dyra. Má nefna sem dæmi, að númeriskt stýrðar vélar þekkjast ekki enn hér- lendis, að ekki sé talað um hærri stig sjálfvirkni, þar sem töivur eru notaðar, og siðast en ekki sizt er gagnaúrvinnsla með tölvum enn á frumstigi, en hagnýting hennar er algert skilyrði fyrir bættri stjórnun á mörgum sviðum. Tækifæri verða til þess að sinna betur vörusköpun, sem krefst bæði rannsókna, prófana og betri hönnunar. Sérhvert söluátak, hvort sem er hérlendis eða er- lendis, er auðveldara fyrir stærri fyrirtæki en smærri. Enn sem komið er, er þessi þróun að mestu leyti ósk- hyggja, en ekki raunveruleiki. Við höfum að visu nokkur dærni um samstarf milli iðn- fyrirtækja, eins og Iðngarða h/f, og flestar tilraunir sölu- starfs á útflutningsmörkuðum hafa verið gerðar í samstarfi, en eðlileg afleiðing þess ætti i reynd að vera sú, að slikt sam- starf færi vaxandi og næði þá einnig til framleiðslu á þann hátt, að um sérhæfingu á milli fyrirtækja væri að ræða, t. d. á undirverktakagrundvelli, eins og mjög algengt er á Norður- löndum. Þessi þróun hefur þó ekki átt sér stað hingað til. Mörg önnur svið samstarfs eru algjörlega ónotuð, eins og sam- eiginleg innkaup og sameigin- leg dreifing eða samstarf við heildverzlanir um að reka þá starfsemi fyrir mörg iðnfyrir- tæki saman. Á sviði samruna milli fyrir- tækja er ástandið enn verra, því þar hefur ekki verið unnt að merkja neina jákvæða þró- un á undanförnum árum eða mánuðum. Uggvænlegast er þó, að í löndum keppinauta okkar og bræðraþjóða er þróun til frekara samstarfs og samruna ört vaxandi frá ári til árs. ÖRVUNARKERFI FYRIR SAMSTARF OG SAMRUNA Nú er eðlilegt að spyrja: Hvað er að, og hvað er hægt að gera til úrbóta? Svarið hlýtur að vera, að aðrar ytri aðstæður iðnfyrirtækja en markaðsað- stæðurnar hafi ekki breytzt nægilega mikið né innri að- stæður fyrirtækjanna sjálfra, þvi að á þessum sviðum þurfa einnig að verða stökkbreyting- ar. Stjórnunarhæfnin er enn takmörkuð við ástand liðinna áratuga, og of seint er að bíða eftir kynslóðaskiptum. Það er þó engin ástæða til að ætla, að stjórnunarhæfnin, þ. e. getan til að hagnýta sér kosti sam- starfs og samruna með breytt- um stjórnunaraðferðum, geti ekki tekiö stökkbreytingum, ef sköpuð er nógu mikil, sterk og augljós örvun tii þess. Þá erum við komnir að öðrum ytri að- stæðurn, sem ég hef kallað svo. Þar á ég við aðgerðir á sviði hagstjórnunar, þ. e. aðgerðir löggjafarvalds og fram- kvæmdavalds. Vissulega hafa þar á orðið talsverðar breyt- ingar i rétta átt, og aðrar eru i bígerð. Það er fyrst og fremst fjárhagsleg örvun, sem mest áhrif mundi hafa á stjórnun- arhæfnina til frekara sam- starfs og samruna. Samstarfs- verkefni þarf að styrkja ríflega og umfram allt fljótt og vel. Fyrirtæki, sem stofna vilja til samruna, þurfa einnig að geta gengið að fjárhagslegri fyrir- greiðslu, sem þarf að vera kröftuglega kynnt. Á siðasta alþingi var lagt fram frumvarp um breytingar á lögum um tekju- og eigna- skatt. Frumvarpið fékk ekki þá endanlega afgreiðslu, og er boðað, að það verði lagt fyrir yfirstandandi þing. Samkvæmt því verður rutt úr vegi þeim hindrunum, sem eru á þvi að slíta fyrirtækjum og selja til samruna, en þær stafa af því að gervihagnaður af völdum verðbólgu er skattlagður óhóf- lega. Þá má samkvæmt frumvarp- inu flytja tap fyrirtækja í samruna milli ára i fyrirtæk- inu, sem tekur við rekstrinum. Allt yrði þetta til bóta. Hindr- unum yrði rutt úr vegi, en örv- unina vantar eftir sem áður fyrir fyrirtæki í aðlögunar- greinum iðnaðarins til sam- runa. Auðveldasta aðferðin til að beita skattalegum örvunum eru heimildarákvæði fyrir framkvæmdavaldið til að fella alveg niður eða draga enn frekar úr skattgreiðslu vegna sölu eða slita á slikum fyrir- tækjum og jafnvel veita því fyrirtæki, sem heldur rekstrin- urn áfram, einhverjar skatt- ívilnanir fyrstu árin. Mönnum kann að þykja, að hér sé of frjálslega að farið, en hafa verður í huga, að aðrar aðferðir duga ekki ef kalla á fram bráðnauðsynlegar stökk- breytingar. Fyrir nokkrum ár- um varð fræg samlíkingin um að atvinnulífið væri eins og mjólkurkýr sem ekki mætti slátra. Þær hugmyndir, sem hér hefur verið lýst að framan, ganga i þá átt að koma kjarn- góðu fóðri ofan í mjólkurkúna, og ef engin önnur ráð duga, verður að bragðbæta fóðrið. Þórir Einarsson. 36

x

Samvinnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.