Samvinnan - 01.12.1970, Side 68

Samvinnan - 01.12.1970, Side 68
Halldór Sigurðsson: Kynþáttaátök í sunnanveröri Afríku III: ÞRENGINGAR ANGÓLA SkæruliHar MPLA á eftirlitsferð í Austur-Angóla. Angóla er ákaflega náttúrufagurt land. Það er rúmlega tvisvar sinnum stærra en Frakkland og ris uppfrá strönd Atlantsliafsins í jarðfræðilegum þrepum. Skömmu eftir að ferðalangurinn hefur sagt skilið við mollulegt hitabeltisloftslag strandsvæðanna, er hann kominn uppá hásléttuna. Mikill meinhluti landsins liggur i 1000 metra hæð eða þar yfir, og gerir það loftslagið þolanlegt evrópskum innflytjendum, þó það sé kannski ekki beinlínis þægilegt. Á hásléttunni, þar sem stórfengleg imbondeiro-tré gnæfa yfir landslagið, má heyra öskur og ýlfur villidýranna á næturþeli — hýenur og sjakalar, ljón og pardusdýr. Mikilfenglegust er senniiega hin tröllvaxna „sverðs-antilópa“ með nálega tveggja metra löng horn — „þjóðartákn“ Angóla. Og hér er það sem annað mesta herveldi á meginlandi Afríku heyr stríð sem staðið hefur i hartnær áratug — stríð sem háð er af þrjózku og þolgæði án nokkurra sigurvona. Þegar uppreisn innfæddra Angólabúa brauzt út 1961 — eink- anlega í héruðunum kringum höfuðborgina, Lúanda, og fyrir norðan hana — sagði þáverandi forsætisráðherra Portúgals, dr. António Salazar, í blaðaviðtali: „Hver sem ræðst á okkur skal fá tvö högg fyrir hvert eitt, sem hann greiðir okkur.“ í marz 1963 sendi hermálaráðherra Portúgals herafla til Angóla með þessum orðum: „Þið eigið eftir að berjast við villimenn. Við skuium fást við þessa hermdarverkamenn einsog við mundum fást við óargadýr!" í Lúanda var elskuleg gömul kona meðal þeirra fyrstu sem ég hitti, og hún sagði við mig: „Við megum til með að drepa alla þessa negra — losa okkur við þá alla. Við fáum aldrei flóar- frið fyrr en við erum búin að því.“ Þessi ummæli í höfuðborg Angóla komu einsog af sjálfu sér — við vorum að tala um allt önnur efni. Þau sýna hve djúpstæð- ur er ótti margra Portúgala i Angóla við það sem morgundagur- inn kann að bera í skauti sér. Því þessi viðhorf við blökkumönn- um — þó þau séu ekki nærri alltaf tjáð svo afdráttarlaust — eru hreint ekki óalgeng meðal hvíta minnihlutans. Af þeim 5 nrilljón- um manna, sem búa í Angóla, eru einungis 200.000 af evrópskum uppruna. Óttinn leynist nreð fólki, og það er ofurskiljanlegt. Uppreisnin 1961 leiddi til blóðugustu átaka sem nokkurntíma hafa átt sér stað milli hvitra manna og svartra sunnan Sahara. Portúgalar, sem á 15. öld höfðu kannað alla strandlengjuna frá Marokkó suðurfyrir Góðrarvonarhöfða og norður til Rauðahafs, stóðu alltieinu — 500 árum síðar — gagnvart alvarlegustu blökku- mannauppreisn sem nokkurntíma hafði verið gerð gegn evrópsku nýlenduveldi. Samkvæmt opinberum tölum létu 1300 portúgalskir karlmenn, konur og börn lífið, auk 6000 „löghlýðinna og dyggra“ innfæddra verkamanna. Á hinn bóginn gera stjórnvöldin alls enga grein fyrir tölu þeirra sem féllu í hefndaraðgerðum Portú- gala — sem þeir nefndu „friðunaraðgerðir“ — á tveimur mán- uðum eftir uppreisnina. Mat manna á tölu fallinna Angólabúa á þessu skeiði hefur sveiflazt milli 25.000 og 60.000. Og hvað hefur gerzt í Angóla eftir hina blóðugu uppreisn 1961? Heilmikið, hér og þar. Lúanda er orðin álitleg borg með 400.000 ibúa, stórfenglega strandgötu jaðraða pálmatrjám — „Via Marginal“ sem minnir á Copacabana i Rio de Janeiro — og talsverðan fjölda himinhárra skrifstofubygginga. Fáar borgir í Afríku geta státað af jafnfögru umhverfi og Lúanda. Á þessu strandsvæði er elzta þéttbýli Evrópumanna fyrir sunnan Sahara. Á fjallshrygg fyrir ofan flóann við enda strandgötunnar stendur virki sem var reist á 16. öld. Það hefur nú verið tekið í þjónustu hersins og er lokað almennum borgurum. Skammt frá þessu virki eru aðalstöðvar portúgölsku leynilög- reglunnar, PIDE, i Angóla, en hennar verður maður var hvar sem farið er. Ekki alls fyrir löngu voru sérstakar „stormsveitir“ frá PIDE sendar gegn herafla þjóðfrelsisaflanna. Leynilögreglumenn frá PIDE stóðu við hliðið, þegar ég kom til flugvallarins í Lúanda, og gerðu sér það ómak að taka af mér vegabréfið til geymslu, „svo það týnist ekki“ — en þann vináttuvott sýna þeir öllum erlendum gestum. Angóla er þriðji stærsti útflytjandi kaffis i heiminum, en kaffi er önnur helzta verzlunarvara á alþjóðamarkaði næst á eftir hráolíu. Meðan ég dvaldist í Norður-Angóla fór velmenntaður, portúgalskur embættismaður með mig i skoðunarferð um miðbik 68

x

Samvinnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.