Samvinnan - 01.12.1970, Blaðsíða 35
Þórir Einarsson:
Skipulagsbygging
íslenzks iðnaðar
HVAÐ ER
SKIPULAGSBYGGING?
Orðið skipulagsbygging hefur
að undanförnu verið notað yf-
ir erlenda orðið „struktur“, er
lýsa skal stærð og fjölda fyrir-
tækja i einstökum atvinnu-
greinum. Skipulagsbyggingu
einstakra iðngreina og þá sér-
staklega þess hluta íslenzks
iðnaðar, sem framleitt hefur á
heimamarkað, hefur verið gef-
inn sérstakur gaumur að und-
anförnu. Urðu umræðurnar um
inngöngu i EFTA framar öðru
til að setja i sviðsljósið vanda-
mál skipulagsbyggingar þeirra
iðngreina, sem helzt máttu bú-
ast við aukinni samkeppni.
Samanburður við önnur Norð-
urlönd sýnir, að miðað við
fjölda starfsmanna eru fyrir-
tæki hérlendis smærri. Meðal-
stærð íslenzkra iðnfyrirtækja
er í mörgum greinum aðeins Ms
af meðalstærð í samsvarandi
greinum i nágrannalöndunum.
Skipulagsbygging atvinnu-
greina, sem einkennist af
mörgum og smáum fyrirtækj-
um, er talin merki um minni
samkeppnishæfni. Önnur
Norðurlönd hafa þó talið sinn
vanda einnig mikinn i sam-
bandi við skipulagsbyggingu
sinna atvinnugreina. Norð-
menn og Danir hafa borið sig
saman við Svía og talið sig
standa illa að vígi í þessum
málum, og Svíar hafa borið sig
saman við stærri iðnaðarþjóðir
Vestur-Evrópu og Bandaríkin
og komizt að álika niðurstöðu
um skipulagsbyggingu sinna
atvinnuvega. Nú er hugtakið
smáfyrirtæki afstætt og hefur
reyndar verið skilgreint mjög
mismunandi i einstökum iönd-
urn. í Bandaríkjunum er mark-
ið oft við 500 starfsmenn, í öðr-
um löndum liggur það neðar.
í Svíþjóð og Noregi liggur
markið oftast við 50 starfs-
menn. í Noregi eru um 38% af
öllu vinnuafli í iðnaði í fyrir-
tækjum með minna en 50
starfsmenn; samsvarandi tala
fyrir Stóra-Bretland er 12%.
Trúlega er samsvarandi tala
fyrir ísland 80—90%.
UPPBYGGING
SMÁIÐNAÐAR
Smáiðnaðurinn á íslandi er
nokkurs annars eðlis en i iðn-
aðarlöndunum og er helzt að
likja við ástandið í Noregi fyrir
1960. Að visu hefur smáiðnað-
urinn erlendis engan veginn
þurrkazt út, heldur eru enn
mörg eðlileg svið fyrir hann,
eins og framleiðsla á vörum
sem hafa háan flutningskostn-
að eða vörum sem þurfa að
komast fljótt og í fersku
ástandi til neytenda. En að
öðru leyti hefur ástandið færzt
í það horf í iðnaðarlöndunum,
að smáfyrirtæki eru mjög sér-
hæfð, og oft i undirverktaka-
tengslum við stærri fyrirtæki,
og framleiða því ekki endan-
lega neyzluvöru, heldur hálf-
unna vöru og hluti til frekari
vinnslu eða samsetningar ann-
ars staðar. Mörg af hinum
smáu fyrirtækjum okkar eru
hins vegar oft á tíðum vasa-
útgáfa af stórfyrirtækjum er-
lendis að þvi leyti, að þau hafa
mjög breitt vöruúrval. Fram-
leiðsluraðir (seríur) verða litl-
ar og framleiðslukostnaður því
tiltölulega hár. Hvert og eitt
fyrirtæki getur ekki staðið að
stórátaki á einhverjum rekstr-
ar- eða stjórnunarsviðum fyr-
irtækjanna, þegar samkeppni
harðnar á heimamarkaði eða
fyrirtæki leitar út fyrir heima-
maikað. Sem dæmi má taka
\örusköpun, sem skiptir stöð-
ugt meira máli, þegar nýjar og
endurbættar vörutegundir
skjóta upp kollinum og lifa í
fá ár. Annað dæmi er söluátak,
sem krefst mikilla umsvifa og
sérþjálfaðs starfsfólks. Þá er
hagræðingar- og tæknistigi
framleiðslunnar oft og tíðum
ábótavant, og fyrirtækin hafa
að sjálfsögðu á engan hátt get-
að fylgzt með i þeirri þróun til
sjálfvirkni, sem átt hefur sér
stað í framleiðslutækni erlend-
is á síðustu árum.
Niðurstaðan er sú, að skipu-
lagsbygging, sem einkennist af
mörgum og smáum fyrirtækj-
um, sé fjötur á samkeppnis-
hæfni þeirra. Með því að
stækka fyrirtæki og fækka
þeim sé stuðlað að aukinni
samkeppnishæfni á innlendum
eða erlendum samkeppnis-
markaði. Með stækkun rekstr-
areininga við þessar aðstæður
á ekki að vera hætta á einka-
sölumyndun, því að markaðs-
svæðin hafa raunar stækkað
líka og eru forsenda þróunar-
innar. Fyrirtækin eru því hlut-
fallslega að reyna að standa i
stað, ef þau stækka samfara
stækkuðu markaðssvæði.
HVAÐ RÆÐUR SKIPULAGS-
BYGGINGUNNI?
En hvers vegna hefur þróun-
in orðið sú í íslenzkum iðnaði,
að fyrirtækin hafa alla jafna
orðið lítil og mörg, en ekki fá
og stór í hverri grein?
Það eru margir þættir, sem
áhrif hafa á vöxt og fjölda fyr-
irtækja innan einnar greinar.
Verður nú leitazt við að nefna
þá helztu: í fyrsta lagi ber að
nefna stærð og vöxt markaðs-
svæðis. Þetta er það atriði, sem
menn koma fyrst auga á. ís-
lenzki heimaftiarkaðu_inn fyrir
iðnað er takmarkaður, t. d.
tuttugu sinnum minni en
heimamarkaður Noregs, og þótt
fóiksfjölgun hafi hérna verið
ör á undanförnum áratugum,
hefur vöxturinn þó ekki verið
nægilegur. Annað atriði er, að
til séu nægilega margir at-
vinnuiekendur eða menn, sem
vilja verða atvinnurekendur og
notfæra sér þau tækifæri, sem
bjóðast þar hverju sinni. Á
þetta viiðist ekki hafa skort
í iðnaðinum. í þriðja lagi ber
að nefna tæknistigið. Það hef-
ur alla jafna verið þannig í
flestum greinum, að stórar
tæknieiningar hefur ekki þurft
til. Þó hefur vélakostur oftast
verið búinn það miklum af-
köstum, að hann hefur engan
veginn verið nýttur fullkom-
lega. Arðsemi fyrirtækjanna
hefur því verið minni en ella.
Sígildu dæmin frá siðustu ár-
um um, að lágmarkstæknin sé
það stór i hlutfalli við markað,
að aðeins sé rúm fyrir eitt fyr-
irtæki, eru Sementsverksmiðja
ríkisins og Áburðarverksmiðj-
an. Fjórða atriðið er fjár-
magnsöflunin. Möguleikar til
eigin fjáröflunar hafa oft verið
skertir með verðlagsákvæðum,
35