Samvinnan - 01.12.1970, Qupperneq 35

Samvinnan - 01.12.1970, Qupperneq 35
Þórir Einarsson: Skipulagsbygging íslenzks iðnaðar HVAÐ ER SKIPULAGSBYGGING? Orðið skipulagsbygging hefur að undanförnu verið notað yf- ir erlenda orðið „struktur“, er lýsa skal stærð og fjölda fyrir- tækja i einstökum atvinnu- greinum. Skipulagsbyggingu einstakra iðngreina og þá sér- staklega þess hluta íslenzks iðnaðar, sem framleitt hefur á heimamarkað, hefur verið gef- inn sérstakur gaumur að und- anförnu. Urðu umræðurnar um inngöngu i EFTA framar öðru til að setja i sviðsljósið vanda- mál skipulagsbyggingar þeirra iðngreina, sem helzt máttu bú- ast við aukinni samkeppni. Samanburður við önnur Norð- urlönd sýnir, að miðað við fjölda starfsmanna eru fyrir- tæki hérlendis smærri. Meðal- stærð íslenzkra iðnfyrirtækja er í mörgum greinum aðeins Ms af meðalstærð í samsvarandi greinum i nágrannalöndunum. Skipulagsbygging atvinnu- greina, sem einkennist af mörgum og smáum fyrirtækj- um, er talin merki um minni samkeppnishæfni. Önnur Norðurlönd hafa þó talið sinn vanda einnig mikinn i sam- bandi við skipulagsbyggingu sinna atvinnugreina. Norð- menn og Danir hafa borið sig saman við Svía og talið sig standa illa að vígi í þessum málum, og Svíar hafa borið sig saman við stærri iðnaðarþjóðir Vestur-Evrópu og Bandaríkin og komizt að álika niðurstöðu um skipulagsbyggingu sinna atvinnuvega. Nú er hugtakið smáfyrirtæki afstætt og hefur reyndar verið skilgreint mjög mismunandi i einstökum iönd- urn. í Bandaríkjunum er mark- ið oft við 500 starfsmenn, í öðr- um löndum liggur það neðar. í Svíþjóð og Noregi liggur markið oftast við 50 starfs- menn. í Noregi eru um 38% af öllu vinnuafli í iðnaði í fyrir- tækjum með minna en 50 starfsmenn; samsvarandi tala fyrir Stóra-Bretland er 12%. Trúlega er samsvarandi tala fyrir ísland 80—90%. UPPBYGGING SMÁIÐNAÐAR Smáiðnaðurinn á íslandi er nokkurs annars eðlis en i iðn- aðarlöndunum og er helzt að likja við ástandið í Noregi fyrir 1960. Að visu hefur smáiðnað- urinn erlendis engan veginn þurrkazt út, heldur eru enn mörg eðlileg svið fyrir hann, eins og framleiðsla á vörum sem hafa háan flutningskostn- að eða vörum sem þurfa að komast fljótt og í fersku ástandi til neytenda. En að öðru leyti hefur ástandið færzt í það horf í iðnaðarlöndunum, að smáfyrirtæki eru mjög sér- hæfð, og oft i undirverktaka- tengslum við stærri fyrirtæki, og framleiða því ekki endan- lega neyzluvöru, heldur hálf- unna vöru og hluti til frekari vinnslu eða samsetningar ann- ars staðar. Mörg af hinum smáu fyrirtækjum okkar eru hins vegar oft á tíðum vasa- útgáfa af stórfyrirtækjum er- lendis að þvi leyti, að þau hafa mjög breitt vöruúrval. Fram- leiðsluraðir (seríur) verða litl- ar og framleiðslukostnaður því tiltölulega hár. Hvert og eitt fyrirtæki getur ekki staðið að stórátaki á einhverjum rekstr- ar- eða stjórnunarsviðum fyr- irtækjanna, þegar samkeppni harðnar á heimamarkaði eða fyrirtæki leitar út fyrir heima- maikað. Sem dæmi má taka \örusköpun, sem skiptir stöð- ugt meira máli, þegar nýjar og endurbættar vörutegundir skjóta upp kollinum og lifa í fá ár. Annað dæmi er söluátak, sem krefst mikilla umsvifa og sérþjálfaðs starfsfólks. Þá er hagræðingar- og tæknistigi framleiðslunnar oft og tíðum ábótavant, og fyrirtækin hafa að sjálfsögðu á engan hátt get- að fylgzt með i þeirri þróun til sjálfvirkni, sem átt hefur sér stað í framleiðslutækni erlend- is á síðustu árum. Niðurstaðan er sú, að skipu- lagsbygging, sem einkennist af mörgum og smáum fyrirtækj- um, sé fjötur á samkeppnis- hæfni þeirra. Með því að stækka fyrirtæki og fækka þeim sé stuðlað að aukinni samkeppnishæfni á innlendum eða erlendum samkeppnis- markaði. Með stækkun rekstr- areininga við þessar aðstæður á ekki að vera hætta á einka- sölumyndun, því að markaðs- svæðin hafa raunar stækkað líka og eru forsenda þróunar- innar. Fyrirtækin eru því hlut- fallslega að reyna að standa i stað, ef þau stækka samfara stækkuðu markaðssvæði. HVAÐ RÆÐUR SKIPULAGS- BYGGINGUNNI? En hvers vegna hefur þróun- in orðið sú í íslenzkum iðnaði, að fyrirtækin hafa alla jafna orðið lítil og mörg, en ekki fá og stór í hverri grein? Það eru margir þættir, sem áhrif hafa á vöxt og fjölda fyr- irtækja innan einnar greinar. Verður nú leitazt við að nefna þá helztu: í fyrsta lagi ber að nefna stærð og vöxt markaðs- svæðis. Þetta er það atriði, sem menn koma fyrst auga á. ís- lenzki heimaftiarkaðu_inn fyrir iðnað er takmarkaður, t. d. tuttugu sinnum minni en heimamarkaður Noregs, og þótt fóiksfjölgun hafi hérna verið ör á undanförnum áratugum, hefur vöxturinn þó ekki verið nægilegur. Annað atriði er, að til séu nægilega margir at- vinnuiekendur eða menn, sem vilja verða atvinnurekendur og notfæra sér þau tækifæri, sem bjóðast þar hverju sinni. Á þetta viiðist ekki hafa skort í iðnaðinum. í þriðja lagi ber að nefna tæknistigið. Það hef- ur alla jafna verið þannig í flestum greinum, að stórar tæknieiningar hefur ekki þurft til. Þó hefur vélakostur oftast verið búinn það miklum af- köstum, að hann hefur engan veginn verið nýttur fullkom- lega. Arðsemi fyrirtækjanna hefur því verið minni en ella. Sígildu dæmin frá siðustu ár- um um, að lágmarkstæknin sé það stór i hlutfalli við markað, að aðeins sé rúm fyrir eitt fyr- irtæki, eru Sementsverksmiðja ríkisins og Áburðarverksmiðj- an. Fjórða atriðið er fjár- magnsöflunin. Möguleikar til eigin fjáröflunar hafa oft verið skertir með verðlagsákvæðum, 35
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Samvinnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.