Samvinnan - 01.12.1970, Side 27

Samvinnan - 01.12.1970, Side 27
aðurinn er, þeim mun hærri verður þessi upþhæð. Má í því sambandi nefna, að láta mun nærri að átta milljón króna fjárfesting sé á bak við hvern vinnandi mann i álverinu í Straumsvík. Hin stöðuga verð- bólga hefur haft þau áhrif á íslendinga, að þeir vilja helzt eiga fé sitt í fasteignum eða öðru þvi sem heldur verðgildi sinu, og hefur það þvi reynzt miklum örðugleikum bundið að ná saman nógu fjármagni, þegar hrinda skal af stað eða stækka þarf iðnfyrirtæki. Æskilegt er talið að framlag eigenda fyrirtækis sé ekki minna en og skuli helzt vera V3 hluti stofnkostnaðar. Eins og fyrr segir, hefur þetta oft reynzt erfitt og orðið til þess, að einatt hefur farið illa. Ef allur meiriháttar rekstur í iðn- aði á ekki að vera í höndum opinberra aðila, er nauðsynlegt að skapa hér grundvöll fyrir þvi að almenningur leggi fé. sitt í atvinnurekstur. Það hlýt- ur alltaf að fylgja því meiri áhætta að leggja fé sitt í at- vinnufyrirtæki en að leggja það á banka eða kaupa fyrir það vísitölutryggð ríkisskulda- bréf, og er því eðlilegt að ábatavonin af því sé meiri. Hér á landi er farið þveröfugt að. Sá sem leggur fé sitt í banka eða kaupir vísitölutryggt ríkis- skuldabréf greiðir engan eignaskatt af þessari eign sinni, og tekjur af henni, þ. e. a. s. vaxtatekjur, eru einn- ig skattfrjálsar. En sá sem leggur fé sitt í fyrirtæki, t. d. með því að kaupa hlutabréf, verður árlega að borga 2% í eignaskatt af bréfum sínum, og fái hann hins vegar greiddan arð, segjum 10 af hundraði, sem er svipað og sparisjóðs- vextir, og þær tekjur bætast við laun hans, er líklegt að hann þurfi að borga helming af þessum tekjum í skatt og útsvar. Voru nettó-tekjur hans af þessum bréfum því aðeins 3%. Af þessu dæmi ætti öllum að vera ljóst, hve gifurleg mis- munun á sér hér stað. Eins og fyrr er getið, þarf mikið fjár- magn ef stofnsetja á nútíma iðnfyrirtæki, og mun það í fæstum tilfellum vera á færi einstaklinga að leggja fram það fé. Mun því yfirleitt koma til félagsrekstur, og þá helzt í formi hlutafélaga. Það er því knýjandi nauðsyn fyrir iðnað- inn að þátttaka í slikum fé- lagsrekstri sé gerð aðgengileg og eftirsóknarverð. Einnig er rétt að benda á, að nauðsynlegt er að breyta skattalögum þannig að þau hvetji til sam- runa smærri fyrirtækj a i stærri heildir, sem þar af leiðandi hafi meiri möguleika til verka- skiptingar og hagkvæmni í rekstri. MENNTUN OG ÞJÁLFUN Skortur á menntuðu og þjálfuðu fólki hefur verið vandamál í íslenzkum iðnaði, og má í þvi sambandi minna á, að aðeins eru örfá ár síðan Tækniskóli íslands tók til starfa. Almenna menntun þarf að miða meira við þarfir nú- tíma þjóðfélags en nú er gert, og er nauðsynlegt, að skólarnir séu í nánari tengslum við at- vinnuvegina, og á ég þar bæði við æðri og lægri skóla. Skól- arnir eiga að standa öllum opnir, og aðgang að þeim má ekki takmarka eins og nú á sér stað við iðnnám. Þá er orðin brýn nauðsyn á framhaldsskól- un eða endurskólun fyrir fólk í starfi, og á ég þar jafnt við forstjórana sem aðra. Þetta er nauðsynlegt vegna hinnar hröðu þróunar í tækni og vís- indum, sem gerir það, sem áður hefur verið lært, oft úrelt á skömmum tíma. Það þarf að auka skilning á því, að námi sé aldrei lokið, og að þeir, sem eldri eru, hafi sama rétt til Orkuinntak BúrfeUsvirkjunar i smíðum. 27

x

Samvinnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.