Samvinnan - 01.12.1970, Qupperneq 67
legi og mönnum við slíkar aðstæður? Það
var sannarlega ekki tekið út með sæld-
inni að fjárfesta um 240 milljarða dollara
á árunum 1952—1967, en á næstu 15 ár-
um er ætlunin að fjárfesta níu sinnum
hærri upphæð!
Drukknar ekki allt í hávaða, mengun
og mannlegri eymd, þráttfyrir peninga-
gæfu og viðskiptaveltu? Þetta er hin
brennandi spurning í Japan samtímans
og þá jafnframt spurning allra þjóða
sem leggja einhliða áherzlu á iðnþróun
og hagvöxt.
VÍTIN
Vítin úr reynslu Japana eru sannarlega
mörg og verð fyllstu íhugunar — einnig
fyrir okkur íslendinga sem enn eigum
tiltölulega hreint loft og vatn og ekki
mjög spillta náttúru.
Japanir festu 30 milljarða dollara í vél-
um og verksmiðjum á árinu 1969 á sama
tima og Bandaríkin vörðu 70 milljörðum
dollara i sama skyni. Á hvern ferkíló-
metra er því fjárfesting í vélum og verk-
smiðjum 23 sinnum meiri en í Bandaríkj-
unum, eða 258.000 dollarar móti 11.000
dollurum. Þetta er ein helzta orsök meng-
unar lofts og lagar, og hún er margfalt
verri í Japan en nokkurntíma í Banda-
ríkjunum, sem þó eru nógu illa á vegi
stödd.
Japanir reistu fleiri íbúðir í landi sinu
árið 1968 en byggðar voru í Bandaríkjun-
um öllum sama ár. Þeir byggðu m. ö. o.
55 sinnum fleiri íbúðir á ferkílómetra en
Bandaríkjamenn. Á þessu eina ári voru
byggðar 1,6 milljón íbúðir. En það hefur
gengið verr að láta heilbrigðismálin hald-
ast í hendur við framkvæmdaþróunina.
Til dæmis eru stór svæði í Tokíó og öllum
borgum öðrum ofurseld opnum skólpræs-
um og margskyns óþrifum af völdum
alltof örrar þéttbýlisþróunar.
Bílaumferð í Japan er orðin meirihátt-
ar vandamál. Þar eru rúmlega helmingi
fleiri bílar á hvern ferkilómetra en í
Bandaríkjunum (21,6 á móti 9,9), og af
þessu leiðir ógrynni eiturefna í loftinu. í
sumar leið urðu borgaryfirvöld í Tókíó
að grípa til þess bragðs að banna alla
bílaumferð á tilteknum svæðum um skeið.
Árið 1969 slasaðist ein milljón Japana í
umferðarslysum, en í Bandarikjunum
öllum var talan tvær milljónir. í Svíþjóð
deyja 900 manns í bílslysum árlega, en í
Japan 16 sinnum fleiri, endaþótt Japanir
telji einungis með í þessum hópi þá sem
láta lífið innan 24 tíma frá slysinu. Japan
á heimsmet í dauðaslysum á hverja þús-
und bila.
Ein ástæða hinna tíðu dauðaslysa er
sú, að gangstéttir eru varla til nema í
miðborgum. „Lóðir eru of dýrar til að við
höfum ráð á að gera gangstéttir við göt-
umar“, segja yfirvöldin. Ef ekki verður
að gert, munu 20 til 25 milljónir Japana
slasast í umferðarslysum á næstu 15 ár-
um — eða um fjórðungur núverandi
íbúatölu. Bílafjöldinn í Tókíó hefur
fimmfaldazt á einum áratug, en götur
einungis aukizt um 6%.
í Japan hófust umræður um náttúru-
vernd ekki að verulegu ráði fyrr en árið
1969, endaþótt komið hefði í ljós þegar
árið 1962, að sót- og öskuúrfellið yfir
Tókió var 50% meira en yfir Lundúnum
(15 á móti 10 tonnum á hvern ferkiló-
metra). Lög gegn „reyk og eiturefnum“
voru sett árið 1962, en reykur og eiturefni
voru ekki skilgreind í lögum fyrr en 1966.
Löggjöf um þessi efni er sögð vera slöpp
í Japan ekki síður en á íslandi, því i báð-
um löndum er stjórnvöldum meir i mun
að vernda hagsmuni iðnaðarins en
manneskjunnar. Japanskir neytendur eru
umburðarlyndir og láta bjóða sér ýmis-
legt einsog neytendur á íslandi, en þegar
í ljós kom i júni í fyrra, að á götum
landsins ók hálf þriðja milljón lélegra
og hættulegra japanskra bíla, með galla
sem framleiðendur reyndu að leyna, þá
brást almenningur reiður við og jafnvel
þingmennirnir vöknuðu. Og meðan eitur-
þokurnar héldu áfram að þéttast yfir
japanska undralandinu, fóru leiðarahöf-
undar dagblaðanna að varpa fram spurn-
ingunni „Hverskonar þjóðfélag er það
sem við lifum í?“ Sú spurning verður æ
brýnni og knýr æ fastar á með tilliti til
eftirfarandi staðreynda:
• S;ö prósent allra japanskra karl-
manna milli fertugs og fimmtugs sýna
sjúkdómseinkenni, fyrst og fremst
hósta.
• Fimmti hver Tókíó-búi á aldrinum
milli fertugs og fimmtugs er með ein-
kenni þráláts lungnakvefs, sem stafar
af eitrun andrúmsloftsins. í tveimur
hverfum í bæjarfélaginu ítabasji í
Tókió kvarta 65% íbúanna yfir ólofti
og ólykt, 57% þjást af ertingu í hálsi
og 29% eru með stöðugan hósta.
• Um 40% af skólabörnunum í Jokka-
itsjí, sem er ein af miðstöðvum olíu-
iðnaðarins, kvarta yfir höfuðverk,
hóstaköstum og sárindum í hálsi.
• „Við syndum í óþverra" sagði stór-
blaðið Asahí Sjímbún eftir að heil-
brigðiseftirlitið hafði kannað allmörg
fljót, sjávarstrendur og sundlaugar.
Eðlilegt magn kólí-sýkla á hverja 100
rúmsentímetra er 10.000, og birt er að-
vörun þegar magnið fer yfir 50.000 —
en við hina vinsælu Enósjíma-bað-
strönd eru 350.000 sýklar í hverjum 100
rúmsentímetrum vatns, og í Tama-
fljótinu er magnið 1,6 milljón. Sam-
tals 60% af fljótum og sundstöðum í
Tókíó voru dæmd eitruð og óhæf til
notkunar. Blaðið sagði að Tókíó-flói
væri pestarbæli.
• Rúmlega 100 manns veiktust alvarlega
og 42 létu lífið vegna kvikasilfurseitr-
unar af völdum verksmiðjuúrgangs í
fljóti nokkru í Kúmamótó-héraði á
árunum 1953—1960, og önnur bylgja
þessa svonefnda „Mínamata-sjúk-
dóms“ lagði 30 manns í rúmið á árun-
um 1964—1965, og af þeim létust
fimm. Kvikasilfrið barst með fisk-
meti inní mannslíkamann og hlóðst
þar upp smámsaman.
• Alstaðar í Japan kvarta skólar yfir
vaxandi heyrnarskaða og öðrum mein-
semdum meðal barna af völdum
hávaða, og allmargir skólar hafa gefið
þær óhugnanlegu upplýsingar, að börn
vaxi hægar á þeim svæðum sem lengst
eru komin í iðnvæðingu.
• Kadmíum-úrgangur frá verksmiðjum
á stóru svæði í Tójama-héraði leiddi
af sér ítaí-ítaí-sjúkdóminn („ítaí-
ítaí“ merkir „mikill sársauki“), sem
lagði hundruð manna að velli.
HREINSITÆKJAFRAMLEIÐSLA
Formælendur iðnaðarins' halda þvi
gjarna fram, að iðnrekendur hafi ekki
ráð á að láta setja upp nauðsynleg
hreinsitæki eða nota þá brennisteins-
snauðu olíu, sem kostar þrefalt meira en
olían sem nú er notuð, en leiðarahöfund-
ar dagblaðanna benda á, að slíkar rök-
semdir fái ekki staðizt meðan atvinnu-
rekendur verji árlega tveimur milljörðum
dollara til risnu. Þolinmæðin er tekin að
þverra.
Borgarstjórinn í Tókíó heldur því fram,
að það muni taka tíu ár að koma út-
blæstri úr verksmiðjum í viðunanlegt
horf. En flestir iðnrekendur veigra sér
við að koma til móts við kröfur borgar-
stjórans — og í Tókíó eru rúmlega 90.000
iðnfyrirtæki, þeirra á meðal 8.000 spúandi
verksmiðjureykháfar. „Við eigum ekki
annars kost en halda niðri i okkur and-
anum í tíu ár og lifa i voninni, þó hún
sé hverfandi lítil," sagði blaðið Jómíúrí
Sjímbún.
Stóru iðnfyrirtækin leggja sig þó fram
um að draga úr menguninni. Það viður-
kenna jafnvel hörðustu gagnrýnendur.
Það eru smáfyrirtækin sem syndga mest.
Hreinsitæknin er á hærra stigi í Japan
en í nokkru öðru landi, og mælitækninni
fleygir ört fram. En á fjárlögum rikisins
fyrir fjárhagsárið 1969—70 er einungis
varið 6 milljónum dollara til að berjast
gegn mengun og óþrifum, á sama tíma
og einkafyrirtækin hafa varið 300 millj-
ónum dollara einungis til hreinsitækja.
Áhuginn á þessum málum eykst jafn-
framt vegna þess að hér sjá menn nýja
markaðsmöguleika. Tækjabúnaður til
varnar gegn mengun verður æ stærri
þáttur í útbúnaði iðnfyrirtækja. Gert er
ráð fyrir að aukningin verði sem hér seg-
ir: árið 1965 um 1% af tækjakaupum
einkafyrirtækj a, árið 1968 um 1,3% og
árið 1975 um 2,5% — en það felur í sér
aukningu úr 0,2 uppí 1,9 milljarða dollara
árið 1975.
Japanir hafa að yfirlögðu ráði gengið
í berhögg við kenningu J. K. Galbraiths
um „félagslegt jafnvægi“, en samkvæmt
henni rotnar þjóðfélag í allsnægtum sín-
um, ef ekki er skynsamlegt jafnvægi milli
einkaneyzlu og sameiginlegrar neyzlu,
milli einkafjárfestingar og opinberrar
fjárfestingar. í seinna tilvikinu er hlut-
fallið í Japan 65% á móti 35%. Galbraith
er sennilega meira lesinn í Japan en
Bandaríkjunum og einnig meira virtur,
en Japanir eru svo heillaðir af sjálfum
efnahagsvextinum, vaxtarhraðanum, að
þeir vilja ekki horfast í augu við afleið-
ingar hans, að minnstakosti ekki enn sem
komið er. En brátt verða þeir að leggja
fyrir sjálfa sig þá örlagaríku spurningu:
Hve mikil auðæfi þolir land á hvern fer-
kílómetra? Svarið við henni kann að
skipta sköpum fyrir framtíð fólksins i
landinu. 4
67