Samvinnan - 01.12.1970, Qupperneq 47

Samvinnan - 01.12.1970, Qupperneq 47
lenzkri smámynt að halda. Þeir þarfnast annars — þeir þarfn- ast ódýrra vinnustunda, ágætra landsgæða og flaðrandi þýlyndis. Allt þetta hafa þeir hingað til fengið eftirtölulítið. Vinnsla hins létta málms, alúmíns, þykir erlendis enginn aufúsugestur í þéttbýli. Vinnslustöðvar hans eru ó- hugnanleg skrímsli að stærð og útliti, spúandi reyk- og ryk- efnum yfir nágrennið. Það er ekki lengur siður að byggja slíkar smiðjur inni í stórborg- um, svo mikið hafa menn þó lært af þeirri dapurlegu sögu sem gengur af samskiptum stóriðju og borgarsamfélags. En hér kemur fleira til. Vinnsl- unni fylgir það að eiturefnið flúor (flúorvetni) losnar í tals- verðu magni og fer út í um- hverfið ýmist í ræstilofti eða hreinsivatni. Flúorinn er hættulegur plöntugróðri og dýralífi, og einnig fólki ýmist beinlínis eða óbeinlínis gegn- um fæðukeðjuna. Af þessum sökum hefur hvarvetna verið lögð áherzla á að setja ál- bræðslur sem fjærst þéttri byggð og hafa útbúnað þeirra sem tryggastan gegn flúor- mengun — hvarvetna nema á fslandi. Hér er verksmiðjan sett þétt við einu stórborg landsins, ofnar hennar eru opnir en ekki lokaðir eins og víða tíðkast, og hreinsibúnaður er enginn. Allar aðrar bræðslur auðhringsins eru með hreinsi- búnaði; íslendingar einir þjóða sætta sig við óhindraða flúor- mengun. Auðvitað er rangt að skella skuldinni á íslendinga alla án aðgreiningar. Sökin liggur hjá örfáum ofsatrúarmönnum auð- hyggjunnar. Þeir gátu ekki hugsað sér að fá auðhringnum einhver annes til bólfestu því það hefði orðið honum dýrara. (Umhyggja fyrir strjálbýlinu er ekki umræðuverð!). Og hreinsitæki — þau eru líka allt of dýr fyrir erlendan auðhring! Fregnir hafa borizt um að út- búnaður til að minnka flúor í ræstilofti frá tiltekinni ál- bræðslu í Noregi kosti sem svarar 100 milljónum króna á hvert kíló flúors á klukkustund. Hvað skyldi þá kosta hér að leiða burt þau 50—60 kíló sem eru umfram hið norska há- mark? Gaman væri ef áhugamenn um félagsfræðilegar athuganir gerðu vísindalega úttekt á valdastöðu álbræðslunnar í þjóðfélaginu. Mér kæmi ekki á óvart þó í ljós kæmi, að for- stjóri ÍSALs reyndist nú þegar hafa meiri völd heldur en hver einn meðalstór þingflokkur í stjórnarandstöðu. Það kynni meira að segja að vera, að í ýmsum greinum réði hann meiru heldur en æðstu valda- stofnanir ríkisins. Og ígrund- um það með hverjum hætti þessi einstaklingur hefur feng- ið allt sitt vald. Það fór ekki fram neitt lýðræðislegt kjör, ekki neins konar könnun á meirihlutavilja almennings. Hann þáði það úr hendi er- lends aðila, sem þótti langtíma þjálfun hans í þjónustu banda- rikjahers einkar ákjósanleg. En hinn erlendi aðili fékk ráð- stöfun á þessu valdi i krafti fjármagns sins. Það var gerð- ur við hann samningur, samn- ingurinn heimilar honum gríð- armikla fjárfestingu, fjárfest- ingin gefur afl og aðstöðu til alls kyns ákvarðana sem ýmist eru samningsbundnar eða ekki. Fjármagnið sjálft, atvinnu- reksturinn, útflutningurinn, peningaveltan veitir vald sem er sterkara kjósendavaldi tug- þúsunda manna. Og það er ákveðinn einstaklingur sem nú hefur umboð til að fara með þetta vald. Forsætisráðherra íslands segir: Ég get látið þá i Straumsvík setja uþp hreinsi- tæki þegar ég vil (á Alþingi í október). Forstjóri ÍSALs segir: Mér dettur ekki í hug að setja upp hreinsitæki (á mengunar- fundi í nóvember). Hvor ætli sé nú valdameiri í þessu máli þeg- ar til kastanna kemur? En þó eru úrslit i einvígi þessara stór- menna ekkert aðalatriði. Kjarni málsins er sá að stór- iðja nútímans rekin á kapítal- iskum grundvelli hefur kanní- balískar tilhneigingar og tekur tilfinnanlegan toll af mannlíf- inu í hamingju og vellíðan, en einnig í holdi og blóði. Álbræðslan er nú þegar orð- in stórveldi í efnahagslífi þjóð- arinnar. Hjá henni vinna fleiri menn en flestum fyrirtækjum öðrum i landinu, og hún er langstærsti útf ly tj andinn að undanskildum sölusamtökum útvegsins. Við núverandi afköst koma 13% útflutnings frá Straumsvík að því er viðskipta- málaráðherra skýrði frá fagn- andi á aðalfundi Verzlunarráðs í haust. En er álbræðslan að sama skapi hagkvæmt fyrir- tæki fyrir íslenzkan þjóðarbú- skap? Til að finna svar við því verður að athuga hvaða efna- hagsþætti íslendingar leggja bræðslunni til. Upptalningin er stutt: raforka og vinnuafl. Raf- orkan er seld með tapi, vinnu- aflið á gangverði í landinu. Auk þess koma ríkinu skatt- tekjur, áætlaðar 3 milljarðar króna á samningstímabilinu (25 árum). Til samanburðar má geta þess að allar gjaldeyr- istekjur í ár verða aldrei undir 20 milljörðum króna. Niður- staðan er því sú að þjóðarbú- skapurinn fær útúr álbræðsl- unni aðeins vinnutekjur þeirra sem vinna þar. Það er óhag- kvæmasta form útflutnings sem völ er á, líklega þó aðeins skárra en senda menn í vinnu til Sviþjóðar. íslendingar hafa þó haft eitt sambærilegt fyrir- tæki og álbræðsluna að efna- hagslegum áhrifum og það er Keflavíkurflugvöllur. Þegar vinnan þar var mest verkaði hún lamandi á íslenzkt at- vinnulíf, og Völlurinn hefur alltaf verið þjóðhagslegt tap- Albrœðslan og höjnin í Straumsvílc.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Samvinnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.