Samvinnan - 01.12.1970, Page 22
lönþróunin virðist vera mál
málanna á íslandi þessa
stundina einsog hún var
draumsýn vestrænna auðjöfra og stjórnmálamanna fyrr á þessari öld,
þegar menn héldu að hagvöxtur væri lykillinn að llfshamingjunni. Nú er
hugsandi mönnum hinsvegar orðið Ijóst að hömlulaus hagvöxtur og iðn-
væðing er einn mesti bölvaldur mannkyns. Þarfyrir er full ástæða til, að
Islendingar taki að huga að innlendum iðnaði og veita honum sömu að-
stöðu til vaxtar og samkeþpni einsog öðrum atvinnugreinum landsmanna.
I þvf sambandi er höfuðatriði að gera sér Ijóst, hvaða iðngreinar hæfa
hérlendum staðháttum, viðkvæmri náttúru landsins og fámenni þjóðar-
innar. Kemur þá vitanlega fyrst í hugann sú ósvinna, að fiskiðnaður skuli
vera svo báglega á vegi staddur, að ekki er einu sinni til fiskiðnskóli I
landinu, enda talinn óþarfur af þeim mönnum sem með völdin fara.
Meðan fiskvinnsla er látin sitja á hakanum og falin erlendum fyrirtækjum,
sýnist harla lltil von til þess að íslendingar láti að sér kveða á öðrum
sviðum iðnaðar.
Það vandamál verður brýnast á íslandi næstu áratugi að sjá nýju
og ört vaxandi vinnuafli fyrir atvinnu. Á árunum 1969—1985 er gert ráð
fyrlr, að 26.500 manns bætist við vinnandi mannafla (slendinga, sé reikn-
að með óbreyttu atvinnuhlutfalli kvenna. Einsog stendur vinna 36%
kvenna á aldrinum 15—69 ára á hinum almenna vinnumarkaði. Ef helm-
ingur kvenna á þessum aldri ynni úti árið 1985, sem væri alls ekki óeðli-
legt, næmi fjölgunin á vinnumarkaðinum 38.000 manns.
Það sem er kannski athugaverðast við allar áætlanir um stóriðju á
(slandi er sú afdrifaríka staðreynd, að hún leysir alls ekki þann vanda,
sem ör fólksfjölgun á vinnumarkaði skapar, auk þess sem verulegar
stóriðjuframkvæmdir í likingu við álverið I Straumsvik eru liklegar til að
færa okkur meira böl I mynd mengunar og náttúruspjalla en nemur þeirri
fjárhagslegu blessun sem svo mjög er gumað af, þó hún sé raunar af
harla skornum skammti þegar grannt er skoðað. Með hliðsjón af reynslu
háþróaðra iðnaðarþjóða af stóriðju ættu (slendingar að fara varlega I
að gína við þessu agni, ekki sízt þegar það er á snærum erlendra auð-
hringa. Kannski er enn meiri ástæða til að gæta fyllstu varúðar, eftir
að þjóðin hefur orðið vitni að þeim þjóðvillta undiriægjuhætti, sem kom
fram í sambandi við mengunina I nágrenni Straumsvikur. Sú ráðstöfun að
láta launaða og heilaþvegna trúnaðarmenn fyrirtækisins skera úr um,
hvort setja bæri hreinsitæki I álverið, er vitaskuld fyrir neðan allar hellur.
Og þegar heilaþvegnir trúnaðarmenn erlendra hagsmuna I landinu veita
í ofanálag forstöðu innlendum rannsóknastofnunum, má segja að taki I
hnúana. Mengunarrannsóknir á fortakslaust að fela óháðum visinda-
mðnnum, sem eiga engra persónulegra eða hugsjónalegra hagsmuna að
gæta gagnvart þeim fyrirtækjum sem tekin eru fyrir, og þar eiga að
sjálfsögðu liffræðingar og aðrir náttúrufræðingar að standa fremstir I
flokki. Annarskonar fyrirkomulag er einber skripaleikur einsog „rann-
sóknin" f Straumsvikurmálinu hefur leitt I Ijós.
En mengun felur fleira í sér en fiúor og önnur eiturefni frá verksmiðj-
um. Mengun er i stuttu máli ailt sem raskar eðlilegu jafnvægl náttúrunn-
ar og rýfur þau iögmál sem viðhalda lifi á jörðinni. Mengun er til dæmis
rányrkja til sjávar og sveita, svosem ofveiði ákveðinna fiskstofna, veiðar
á hrygningar- og uppeldisstöðvum fiskstofnanna, ágangur búfjár sem of-
býður beitarþoli landsins, og þannig mætti lengi telja. Hér ber ailt að
sama brunni: Vandamál þjóðfélagsins, og þá um leið atvinnuvega og
efnahags, verða ekki leyst af neinu viti nema þau séu skoðuð i samhengi.
Það er einmitt þessa heildarsýn á þörfum og kostum íslendinga sem
vantar svo tilfinnanlega, og þessvegna er svo mikið af viðleitni okkar
eintómt fálm útí loftið eða hrein ævintýramennska.
Þau fáheyrðu tíðindi gerðust í sambandi við inngöngu íslands i EFTA
og fyrirhugaða iðnþróun, að settur var á laggirnar sórstakur sjóður, að
mestu fjármagnaður af hinum Norðurlandaþjóðunum, sem leggur fram
hvorki meira né minna en 1230 milljónir króna til að stuðla að tækni- og
iðnþróun á Islandi og auðvelda aðlögun islenzks iðnaðar að breyttum
markaðsaðstæðum vegna EFTA-aðildar. Iðnþróunarsjóður er þegar tek-
inn til starfa og farinn að veita lán, en það sem veidur mönnum einna
mestum áhyggjum er hugmyndafátækt landsmanna: það virðast ekki
vakna neinar nýjar hugmyndir um iðnaðarframleiðslu, og ekkl verður
heidur vart fyrirætlana um ný iðnfyrirtæki. Hinsvegar eiga sér stað um-
fangsmiklar breytingar á framleiðsluháttum í nokkrum greinum iðnaðar-
ins, svosem skipasmíðum, plastframleiðslu og leirmunaiðnaði. Eitt heizta
nýmælið I iðnþróunarmálum er kannski samþykkt sfðasta alþlngis á
heimildarlögum um stofnun útflutningslánasjóðs, sem á að hafa það
hlutverk að veita lán vegna útfiutnings véla og tækja, svosem skipa og
annars fjárfestingarvarnings, sem framleiddur er hérlendis, og jafnframt
veita samkeppnislán til innlendra aðilja sem kaupa vélar og tæki sem
framleidd eru innanlands. Þessi ián eru fyrst og fremst til þess ætluð
að veita islenzkum iðnfyrirtækjum sömu aðstöðu til að lána hluta af
söluverði framleiðslu sinnar og erlend samkeppnisfyrirtæki hafa f krafti
meira fjármagns og veltu.
Að þvi er varðar skipasmíðar, mun vera ætlunin að auka lánafyrir-
greiðslu til smíði fiskiskipa og eins að gera skipasmfðastöðvum kleift
að smlða skip án þess að eiga trygga kaupendur fyrirfram. Áhugi á tll-
tölulega smáum bátum, 15—30 lesta, mun hafa aukizt verulega með
stórauknum rækjuveiðum.
Eitt helzta vandamál íslenzks iðnaðar er tvimælalaust I þvi fólgið, að
hér eru svo fáar iðngreinar sem njóta hefðbundinnar verkmenningar,
og stendur það okkur vitaskuld mjög fyrir þrlfum I alþjóðlegri samkeppni.
Menn hafa látið sér koma tii hugar, að ein leið til að bæta úr þessu
væri innflutningur erlendrar þekkingar, sem sé mun auðveidari eftir EFTA-
aðild. I þvi sambandi er einkum höfð I huga sú leið að taka upp sam-
starf við fyrirtæki I löndum utan EFTA-svæðisins, sem gætu notið EFTA-
kjara með þvi að láta meira en helming verðmætasköpunar I einhverri
framleiðslugrein eiga sér stað á Islandi eða i öðru EFTA-riki, og ætti
slíkt samstarf i öliu að hlita innlendum lögum um elgnaraðild og fleira.
Hvort þessi leið sé vænleg til eflingar iðnaði f landinu, skal ósagt látlð,
en vissulega feiur hún einnig í sér hættur sem ekki er vfst að Islend-
ingar séu menn til að varast.
Það hijóta fyrst og fremst að verða einhverjar hinna hefðbundnu iðn-
greina sem Ieysa munu mannaflavanda næstu áratuga, og þessvegna ber
að leggja höfuðáherzlu á þróun þeirra. Þar hlýtur fiskiðnaður að verða
efst á blaði, en þróun hans helzt vitanlega i hendur við aukna menntun
og þjálfun Islendinga bæði I sjálfri iðngreininni og einnig f markaðs-
könnun og sölutækni. Margt virðist benda til þess, að okkur sé orðlð
tamast að láta aðra hugsa og vinna fyrir okkur, en þvi aðeins eigum við
nokkra framtið I þessu landi, að við förum sjálfir að hugsa um okkar
vandamál og vinna þau verk sem skyldug eru frjálsri og fullvalda þjóð.
a-a-m