Samvinnan - 01.12.1970, Side 48

Samvinnan - 01.12.1970, Side 48
fyrirtæki. Sá einn útflutningur er hagkvæniur þar sem seld er vinnsla á afurðum, sem inn- lendir aðilar eiga alla fram- leiðsluþætti í. Alúminvinnsla er einhver fjármagnsfrekasta atvinnu- grein sem um getur. Lausleg athugun leiðir í ljós að heild- arkostnaður við byggingu ál- bræðslunnar (að meðtöldum eðlilegum tollum og sölu- skatti), Straumsvíkurhafnar og Búrfellsvirkjunar að þeim hluta sem hún þjónar undir bræðsluna i núverandi stærð, hlýtur að nema 7—8 millj- örðum króna á núverandi verðlagi hið minnsta. En þetta kombínat fullbyggt veitir ekki nema rúmlega 400 manns at- vinnu. Allt bendir því til að á bakvið hvern starfsmann sé fjárfesting uppá nær 20 millj- ónir króna, ef ekki meira. Fjölgun atvinnufólks í land- inu hefur nú um margra ára skeið numið um og yfir 1500 manns á ári. Fram á siðustu ár hefur tekizt að tryggja þessu fólki atvinnu hér innanlands. Hefur það kostað andvirði 3— 4ra „ála“, 20—25 milljarða króna fjárfestingu? Þvi fer fjarri. Enda er heildarfjár- munamyndun í þjóðarbú- skapnum i ár áætluð 9,3 millj- arðar króna, og eru þá íbúðar- húsabyggingar meðtaldar og margt annað sem ekki getur talizt fjárfesting í atvinnu- tækjum. Sannleikurinn er sá að 2—3 skuttogarar ásamt tilheyrandi frystihúsi mundu veita jafn mörgum atvinnu og álbræðslan gerir nú. En stofnkostnaður er liklega ekki nema svo sem einn fimmtándi eða einn tuttugasti hluti af þvi sem bygging ál- bræðslu, raforkuvers og skyldra mannvirkja kostar. III. Hefur fólkið í landinu beðið um álbræðslu? Ég kinoka mér við að setja á pappírinn jafn fáránlega spurningu. Fólkið hefur beðið um allt annað. Og margt. Það hefur beðið um skuttogara, en árum saman hefur það verið dregið á asna- eyrum og svikið um þessi sjálf- sögðu veiðitæki. Fremsta fisk- veiðiþjóð heims hefði vist ekk- ert með slík tæki að gera. Nú er von til þess að fyrsti skut- togarinn smiðaður fyrir okkur komi seint á næsta ári, eða verður hann ekki tilbúinn fyrr en 1972? Það hefur verið beðið um fiskiðnskóla. Áætlun um slíkan skóla hefur legið tilbúin niðrí skúffu í stjórnarráðinu um margra ára bil. En eftir því sem sjávarútvegsmálaráðherra sagði um daginn á LÍÚ-fundi er ekki ætlunin að stofna þennan skóia á næstu árum. Þetta hefur draslazt einhvern veginn hingað til án sérmennt- unar. Það er annað sem á að ganga fyrir. Virkjunarmálin hafa tví- mælaiausan forgang framyfir sjávarútveg. Þar stendur mikið til. Það þarf nefnilega að selja orkuna útlendingum á meðan þeir kæra sig um orku af svo ómerkilegum uppruna, því eftir 10—15 ár vilja þeir ekki lita við öðru rafuimagni en kjarnorku- framleiddu. Þetta hefur seðla- bankastjórinn prédikað árum saman af jafn mikilli einlægni og dómprófasturinn fram- haldslífið. Menn hafa látið sér detta í hug stórvirkj anir sem gæfu samanlagt allt að 20 sinnum meiri orku en fyrri áfangi Búrfellsvirkjunar. Það er því kannske engin tilviljun að einhver íhaldsmaður glopr- aði þvi útúr sér að hér ættu eftir að rísa 20 álverksmiðjur með Straumsvíkursniði. Þetta hefur verið undirbúið með margvíslegum hætti. Veigamesti þáttur undirbún- ingsins er vitanlega suður í Straumsvík. Iðnaðarmálaráð- heriann og undirkokkar hans geta með stolti bent erlendum auðhringum á fyrirmyndina og sagt: Þið getið fengið alveg eins góð kjör. Rafurmagn eins- og þið viljið, jafnvel með meö- gjöf. Vinnukraft með hagstæð- um kjörum, og framkvæmda- stjóri Alþýðusambandsins set- ur sjálfan sig að veði fyrir því að ekki sé farið í verkfall. Vinnustundin kostar aðeins einn dollara, það er ekki víða billegra í Evrópu. Og ekki nefna hreinsitæki, loftið hjá okkur þolir svo mikla mengun og fólkið er svo hraust. Annar þáttur undirbúnings- ins er sá að setja rétta menn á rétta staði. Til dæmis í iðn- aðarmálaráðuneytið nýja þar sem hjarta „framfaranna“ slær. Þar skulu sitja djarfir menn sem kunna að semja af sér við útlendinga og halda reisn sinni samt. Gjaldþrot koma ekki við þá frekar en sálmakveðskapur liðinnar ald- ar. Þeir skulu temja sér valds- mannslega umgengni við vís- indamenn, einkum þá náttúru- skoðara sem hafa uppi ótima- bært mengunarhjal. Og þeir skulu finna aðferðir til að kné- setja þrasgjarna búandkarla sem ekki una þeim framförum að dalirnir hjá þeim fyllist af vatni. Þá er ekki rétt að vanmeta þann undirbúning er felst í því að gera ísland gjaldgengt í „al- þjóðasamstarfi“. Atlantshafs- bandalagið og hernámið voru að vísu mikils virði en helzti einhæf, það þarf líka að sanna fórnfýsi á markaðssviðinu. Þess vegna var landið drifið inn í Fríverzlunarbandalagið án þess að almenningur vissi hvað um var að vera, og án nokkurs sýnilegs ávinnings fyrir efna- hagslífið nema víðtækar strúktúrbreytingar komi til. Nú er ætlunin að tengjast Efna- hagsbandalaginu smátt og smátt svo að litt sé eftir tek- ið. Viðskiptamálaráðherrann, staddur i útlöndum, segir hug sinna manna nógu skýrt i til- efni af viðræðum við Efna- hagsbandalagið: „. . . kærkom- ið tilefni til þess að lýsa áhuga okkar á þvi að geta tekið áfram þátt í efnahagssamstarfi Vest- ur-Evrópurikja og haldið þannig áfram á þeirri braut, sem við fórum inn á með inn- göngu okkar í EFTA“ (á ráð- herrafundi EFTA i nóvember). Það telst einnig til heppilegs undirbúnings að þaggað sé nið- ur i þeim sérfræðingum sem hafa aðiar skoðanir en þær löggiltu á leiðum til iðnvæð- ingar og atvinnuþróunar í landinu. Það má til að mynda finna þeim störf erlendis. í þessu sambandi vil ég vitna til tveggja manna. Annar þeirra iét uppi álit sitt fyrir nokkrum árum, en hinn tiltölulega ný- lega. Á ráðstefnu islenzkra verk- fræðinga 1960 flutti hinn kunni vísindamaður dr. Gunnar Böðvarsson erindi er hann nefndi Fjárfesting og þróun. Þar sýnir hann fram á hvar íslendingar standa í fjárfest- ingarmálum miðað við önnur lönd. í lok greinarinnar segir hann: „í bili virðist nær að stefna að meiri hagræðingu og gernýtingu í sjávarútvegi og innlendum iðnaði. Hag- kvæman iðnað má og auka. Yfirleitt virðist rétt að benda á, að kunnátta og þekking verða æ meir und- irstaða allrar efnahagslegr- ar framvindu. Þannig hefur þjóðum eins og Dönum og Hollendingum tekizt að lifa góðu lífi enda þótt þeir lifi í algerlega hráefnasnauðum löndum. Undirstaða efna- hags þessara landa er fyrst og fremst kunnátta og leikni á iðnaðarsviðinu." Á verkfræðingaráðstefnu tveimur árum síðar segir sami maður í lok erindis um Orku- notkun og þjóðarhag: „Eins og málum er nú háttað er augljóst, að ís- lendingar geta ekki tekið að sér uppbyggingu stóriðnað- ar.Og þótt nokkuð fjármagn væri fyrir hendi verður að spyrja, hvort þessi stofn- fjárþungu fyrirtæki væru eðlilegur liður í islenzku at- hafnalífi. Uppbygging stór- iðnaðar á íslandi verður að verulegu leyti að vera í höndum útlendinga, a. m. k. um sinn. Við þessar aðstæð- ur getur hann ekki orðið nein meginstoð athafnalífs landsmanna. Slíkan iðnað, eða öllu heldur þær orku- lindir, sem hann byggði á, yrði frekar að telja til landshlunninda en til þýð- ingarmeiri þátta athafna- lífsins. Að minnsta kosti fyrst um sinn verða íslend- ingar að byggja búskap sinn á annarri stoð. — Við upp- byggingu athafnalífs fram- tíðarinnar virðist íslending- um frekar nauðsyn að fylgja almennri tækniþróun og byggja fyrst og fremst á eig- in tækniþekkingu og getu. Leita ber að stofnfjárléttum atvinnu- og þjónustugrein- um og stuðla sem bezt að framvindu þeirra með rann- sóknum og þjálfun“. Árið 1968 birti ungur maður, Þórarinn Stefánsson eðlisverk- fræðingur, „Hugleiðingar um gildi íslenzkra náttúruvísinda“ í Tímariti Verkfræðingafélags- ins. Inntak greinarinnar kem- ur vel fram í einni undirfyrir- sögninni: „íslendingar van- meta gildi tækniþekkingar en ofmeta gildi orkulinda og hrá- efnis". Höfundi er einkum hug- leikið að Háskóli íslands sé efldur í þágu þess lífs sem lifað er í landinu og undirstöðu þess, íslenzks landbúnaðar og sjáv- arútvegs. Þessari eflingu fylgi auðvitað rannsóknarstofnanir: „Brýnust er nauðsynin í líf- fræði og umhverfisvísindum“, segir hann. Undir lok greinar- innar skrifar hann: „Nú er liðin sú tíð, að ó- dýrar orkulindir geri þjóðir að iðnaðarþjóðum. Það er fyrst og fremst hugkvæmni og menntun þeirra, sem ræður úrslitum. Tækni- menntun er undirstaða iðn- aðar. Náttúruvísindarann- sóknir eru undirstaða tæknimenntunar. Tækni- menntun er ekki til sölu er- lendis. Hún verður að skap- ast í landinu og búa í þjóð- inni“. IV. Sá valdahópur úr tveim stjórnmálaflokkum sem setið hefur í ríkisstjórn og í öðrum

x

Samvinnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.