Samvinnan - 01.12.1970, Side 24
Sveinn Björnsson:
Sögulegt ágrip
íslenzkrar iðnþróunnar
INNGANGUR
Markaður. Vinnuafl. Mennt-
un. Fjármagn. Orka. Hráefni.
Samgöngur. Veðrátta. Stefna
valdhafa.
Þetta eru nokkur lykilatriði,
sem efnahagsþróun byggist á,
bæði i tíma og rúmi. Hvort,
hvenær og hvernig þjóðfélag
er til þess fallið að iðnvæðast,
byggist á innbyrðis afstöðum
þessara þátta. í eðli sinu eru
þeir breytilegir frá einu landi
til annars og frá einum tíma
til annars.
Fyrr á öldum, þegar sam-
göngur leyfðu ekki verulega
verkaskiptingu milli landa eða
landsvæða, varð hvert byggð-
arlag að búa meira og minna
að sínu, og afkoma ibúanna
var meira og minna háð glím-
unni við náttúruöflin. Þá sögu
þekkja íslendingar e. t. v.
þjóða bezt.
Á þessari öld hafa áður-
nefndar afstöður tekið algjör-
um stakkaskiptum víða um
lönd, og er ísland þar engin
undantekning. Miðað við legu
landsins, veðráttu og landsgæði
var ekki annars að vænta, að
óbreyttum atvinnuháttum, en
að þjóðin mundi um ófyrir-
sjáanlega framtið verða að
sætta sig við kröpp lífskjör á
hrjóstrugu, einangruðu eylandi.
Svo mjög hefur þetta breytzt,
að ekki einasta á þjóðin í dag
að búa við lifskjör sambæri-
leg því sem bezt gerist annars
staðar, heldur lita íslendingar
á sitt eigið land sem land
hinna ótæmandi tækifæra.
Á sama tima og alþjóðleg
tækniþróun hefur leitt til
bættra lífsskilyrða fyrir hundr-
uð milljóna fólks í mörgum
löndum, hefur þessi sama
tækniþróun endurmótað is-
lenzkt þjóðfélag og atvinnu-
hætti þess, rétt eins og þjóðin
byggi nú i nýju landi. Og allt
þetta hefur skeð á einum
mannsaldri eða svo.
SÖGULEGT ÁGRIP
í töflunni hér á eftir sést,
hvernig skipting íbúanna á at-
vinnuvegi eftir framfærslu
hefur breytzt á íslandi á árun-
um 1860—1960.
fót verksmiðjuiðnaði. Þannig
var t. d. eftir miðja átjándu
öld stofnað til ullarverksmiðju,
sútunar og kaðlagerðar. En
þessi viðleitni rann út í sand-
inn innan tveggja áratuga,
fyrst og fremst vegna þess að
landsmenn urðu að lúta boði
og banni erlendra hagsmuna-
aðila á sviði verzlunar.
Á fyrri hluta nitjándu aldar
mótast fyrsti vísirinn að var-
anlegri verkaskiptingu í þjóð-
félaginu, með því að þá varð til
lítil stétt handiðnaðarmanna.
Komu þeir sér upp verkstæð-
um á sviði trésmiða, málm-
smíða, skinnaiðnaðar, skógerð-
ar, brauðgerðar og fleiri greina,
og á siðari hluta aldarinnar
kemur svo til skjalanna úr-
smiði, húsamálning, ljós-
myndagerð, og enn aðrar þeg-
ar kemur fram á þessa öld.
Þegar á árinu 1867 er stofnað
og atvinnuháttum. Þjóðin fær
heimastjórn 1904; fyrsta raf-
stöð til almenningsafnota tek-
ur til starfa 1904; byrjað er að
setja hreyfla í fiskibáta
skömmu eftir aldamót; og ís-
lendingar eignast fyrsta togar-
ann 1905. Talsímastrengur er
lagður til meginlandsins 1906,
og svo mætti áfram telja. Um
aldamótin eignast íslendingar
fyrstu verkfræðinga sína, sem
flytja heim með sér frá námi
erlendis þekkingu og nýjungar,
sem örva landsmenn til að til-
einka sér tækniþekkingu í end-
ursköpun atvinnulifsins.
Þrátt fyrir þetta er ekki um
að ræða neinar stökkbreyting-
ar í tæknilegum efnum, enda
er vélvæðing lengi vel framan
af þessari öld að mestu tak-
mörkuð við aflvélar fiskiskipa.
Árið 1921 er tekin í notkun
fyrsta rafstöðin í Reykjavík.
Skipting ibúa eftir atvinnuframfærslu á íslandi 1860—1960 (í hundraðshlutum)
Frumframleiðsla 1860 1880 1890 1910 1920 1930 1940 1950 1960
Landbúnaður 79,5 73,9 65,5 51,0 42,9 35,8 30,6 19,9 14,0
Fiskveiðar 9,4 12,4 18,1 18,7 18,9 16,7 15,9 10,8 8,7
Iðnaður 1,1 2,2 2,9 8,3 11,3 18,9 21,3 32,5 36,2
Þjónustustarfsemi 5,5 5,8 7,1 18,3 22,6 24,7 27,0 29,5 32,8
Lífeyrisþegar 4,5 5,7 6,4 3,7 4,3 3,9 5,2 7,3 8,3
Rétt er að hafa í huga, að
tölfræðilega getur þessi skipt-
ing ekki talizt örugg. Engu að
siður varpar hún ljósi á þær
stórkostlegu breytingar, sem
eiga sér stað í íslenzku þjóð-
félagi á þessum hundrað árum.
Forsaga þess iðnaðar, sem er
að finna í landinu í dag, er til-
tölulega stutt. Að vísu hefur
margs konar heimilisiðnaður
þróazt í landinu frá fyrstu tíð,
þar sem landsmenn þurftu að
vera sjálfum sér nógir meira
og minna um framleiðslu fatn-
aðar, matvæla, verkfæra, hús-
búnaðar o. s. frv. öldum saman.
Á átjándu og nítjándu öld áttu
sér stað nokkrar tilraunir tii
þess að auka fjölbreytni í at-
vinnulifinu með því að koma á
iðnaðarmannafélag í Reykja-
vík, og fyrsti formlegi iðnskól-
inn er stofnaður í Reykjavik
árið 1904.
Eins og vænta mátti, beind-
ist fyrsta viðleitni til iðnaðar-
framleiðslu einkum að því að
vinna afurðir hinna hefð-
bundnu atvinnugreina, fyrst
og fremst landbúnaðar, en
einnig sj ávarútvegs. Þannig
hófst vélræn vinnsla í ullar-
og mjólkuriðnaði þegar um eða
fyrir aldamótin siðustu, en á
sviði fiskiðnaðar rúmum tíu
árum seinna með framleiðslu
fiskmjöls og lýsis.
Þegar kemur fram á tuttug-
ustu öldina rekur hver atburð-
urinn annan, sem leggur
grundvöll að nýjum þjóðfélags-
Voru þá þegar komnar raf-
stöðvar í tólf kaupstöðum og
kauptúnum víðs vegar um
landið, og 1934, þrjátíu árum
eftir byggingu fyrstu rafstöðv-
arinnar (í Hafnarfirði), voru
slíkar rafveitur orðnar 38 að
tölu með 5000 kW afl samtals.
Þótt í smáum stil væri, örvaði
þetta mjög notkun aflknúinna
véla og verkfæra.
Á áratugnum 1920—1930
hafði skeð sú breyting, að
meirihluti þjóðarinnar átti
orðið heima í bæjum og þorp-
um (með yfir 300 ibúum), og
leiddi þessi breyting fljótlega
af sér stóraukna verkaskipt-
ingu í þjóðfélaginu og skilyrði
til betri nýtingar vinnuafls og
tækniframfara, enda eykst
24