Samvinnan - 01.12.1970, Blaðsíða 26
vinnuafl, skattlagningu, tolla-
pólitík o. þ. h., þróast þær at-
vinnugreinar að öðru jöfnu
bezt, sem mestan arð gefa og
veita landsins börnum bezta
afkomu. Að ganga i berhögg
við þessa meginstefnu til
lengdar getur aðeins leitt til
ófarnaðar og verri afkomu
þegnanna en efni standa til.
Ástæðurnar fyrir þvi, að
menn deila ógjarnan lengur
um tilverurétt iðnaðarins, eru
einkum tvær. Annars vegar
liggja orðið fyrir, gagnstætt
því sem áður var, sæmilega
haldgóðar upplýsingar um
hlutdeild iðnaðarins í þjóðar-
búinu. Þannig voru t. d. 15,6%
vinnuaflsins 1968 starfandi i
framleiðsluiðnaði öðrum en
fiskiðnaði, sem var með 7,1%.
Til samans verða þetta 22,7%.
Eru byggingarstarfsemi og
mannvirkjagerð að sjálfsögðu
ótaldar, en þær greinar voru
með 13,4%.
Til glöggvunar fylgir hér
geirarit, sem sýnir hlutfallslega
skiptingu vinnuafls þjóðarinn-
ar 1968. Er þar byggt á upp-
lýsingum um slysatryggðar
vinnuvikur.
Svipaðar hlutfallstölur verða
uppi á teningnum, sé litið á
hlutdeild iðnaðarins í þjóðar-
framleiðsluverðmætinu.
Þannig sýna staðreyndir, að
iðnaðurinn er orðinn stærsti
atvinnuvegurinn.
Hin ástæðan fyrir því, að
landsmenn skynja orðið betur
gildi iðnaðarins fyrir þjóðar-
búið, eru skakkaföll þau, sem
sj ávarútvegurinn og þjóðar-
skútan urðu fyrir 1967 og 1968
vegna aflabrests og verðfalls
sjávarafurða á erlendum mörk-
uðum. Fyrir þjóð, sem er svo
háð utanrikisviðskiptum sem
íslendingar, er vissulega hæpið
að bera öll eggin í einni körfu,
að treysta eingöngu á sjávar-
afurðir til gjaldeyrisöflunar.
Þetta er öllu atvinnulífi stór-
hættulegt, og sjávarútveginum
ekki sízt.
Og þess vegna er það, að
menn lita nú til iðnaðarins og
spyrja: Hvaða bolmagn hefur
iðnaðurinn til að ryðja sér
braut inn á erlenda markaði
og verða þannig til að axla
byrðina á móti sjávarútvegin-
um við að afla erlends gjald-
eyris i þjóðarbúið?
Staðreyndin er sú, að iðnað-
urinn hefur til skamms tíma
byggzt eingöngu á innanlands-
markaðinum. Það er því ekki
lítið færzt í fang, þegar iðn-
fyrirtæki hefja viðleitni til
að hasla sér völl á erlendum
mörkuðum með takmarkaða
þekkingu og reynslu á þvi sviði.
BRÝNAR SPURNINGAR
Að afla markaða er veiga-
mikið atriði, þegar hefja á út-
flutning iðnaðarvöru, en margt
fleira kemur til. Er varningur
samkeppnishæfur að gæðum
og verði; eru rekstrareining-
arnar nægilega stórar til að
geta framleitt í verulegu
magni; eru fyrirtækin nægi-
lega vel búin að fag- og rekstr-
artæknikunnáttu; eru þau
nógu vel búin að vélum og
verkfærum; hafa þau aðgang
að fjármagni; hvað um þjálf-
un vinnuafls; búa íslenzk iðn-
fyrirtæki við sambærileg kjör
af hálfu hins opinbera og
keppinautar þeirra erlendis?
Og svo mætti áfram telja.
Sumum þessara spurninga
verður væntanlega svarað af
höfundum annarra greina í
þessu hefti.
Gjaldeyristekjur af útflutn-
ingi áls til septemberloka voru
þegar orðnar nálega 1300 millj.
kr. i ár, og þær fara vaxandi.
Sama gildir um kísilgúr, þótt
í smærri stíl sé. Til fróðleiks
má geta þess, að til loka ágúst-
mánaðar nam útflutningur
iðnaðarvara, annarra en fisk-
afurða, 17% heildarútflutn-
ingsverðmætisins. Enda þótt
álverksmiðjan hafi átt bróður-
partinn, má segja að brotið
hafi verið blað í útflutnings-
þróuninni, þar sem sjávaraf-
urðir hafa um árabil numið
um 95% útflutningsins.
Af því, sem hér hefur verið
sagt, er augljóst að ný stefna
hefur verið mörkuð í málefn-
um iðnaðarins og að ný viðhorf
blasa við.
Stefnt er að því að efla þann
iðnað, sem fyrir er, og gera
hann samkeppnishæfan á al-
þjóðamarkaði. Þetta kostar að
sjálfsögðu mikið átak, og ef-
laust verður einhver breyting
á verkefnavali óhjákvæmileg.
Lagt er kapp á að efla nýt-
ingu þeirra náttúruauðlinda,
sem við höfum yfir að ráða,
með aðstoð erlends fjármagns
og tækniþekkingar, ef þörf
krefur.
ísland er staðsett mitt á
meðal þróuðustu landa heims.
Virðist eðlilegt, að íslendingar
lagi sig að þvi viðskipta- og
tækniumhverfi, sem þeir eru
staddir í.
Samfara aukinni og bættri
menntun og hraðfara tækni-
þróun vegnar íslendingum sí-
fellt betur í landi sinu. Grund-
völlurinn hefur verið lagður að
stórstígari framförum en
nokkru sinni fyrr. Vegvísirinn
bendir á IÐNÞRÓUN.
Sveinn Björnsson.
Gunnar J. Friðriksson:
Vandamál
iðnaðarins
Flestum íslendingum er það
ljóst, hversu erfitt er að reka
nútima velferðarþjóðfélag við
þær aðstæður, sem einhæfur
útflutningur og óstöðug fram-
leiðsla skapa. Reynslan sýnir,
að það er ekki nema meðal iðn-
aðarþjóða, sem tekizt hefur að
skapa það jafnvægi og þá vel-
megun, sem flestar þjóðir vilja
ná. Hefur því á seinni árum
skapazt aukinn skilningur á
því, að við þurfum að auka
fjölbreytni framleiðslu okkar
og gera ísland liðtækt meðal
þróaðra iðnaðarþjóða. Til þess
að ná þessu marki þarf að
skapa í landinu hagstæð skil-
yrði til uppbyggingar og þró-
unar i iðnaði.
Til þess að reyna að glöggva
sig nokkuð á, hvaða skilyrði
það eru, sem þarf til að skapa
hér grundvöll fyrir þróun iðn-
aðar, er rétt að leitast við að
gera sér grein fyrir helztu
vandamálum íslenzks iðnaðar
eins og þau blasa við í dag.
Jafnframt er rétt að reyna að
gera sér grein fyrir, hvernig
megi úr bæta.
Vissulega blasa mörg vanda-
mál við, þegar smáþjóð eins og
við vill hasla sér völl meðal
þróaðra iðnaðarþjóða og brúa
þarf margra áratuga bil i þró-
un iðnaðar á sem allra
skemmstum tima.
JAFNVÆGISLEYSIÐ
Það vandamál, sem verður
fyrst á vegi okkar, er það jafn-
vægisleysi i efnahagsmálum
sem óhjákvæmilega fylgir því
að vera að verulegu leyti háður
svo óstöðugum atvinnuvegi sem
sjávarútvegur er, þar sem afla-
brögð og verðsveiflur geta og
hafa haft úrslitaáhrif á af-
komu þjóðarinnar. En afleið-
ingar þess eru óstöðugt verðlag
og kaupgjald innanlands og
sveiflukennt framboð á vinnu-
afli. Af þessu hefur svo stefnan
og aðgerðir i efnahagsmálum
þjóðarinnar mótazt. Oft hefur
þar þá gætt verulegs mismunar
á milli iðnaðar annars vegar og
landbúnaðar og sjávarútvegs
hins vegar. Þetta á sér að visu
skiljanlegar orsakir, þar sem
landbúnaður og sjávarútvegur
eru hinir hefðbundnu atvinnu-
vegir okkar og skilningur á
vandamálum þeirra þess vegna
almennari meðal stjórnmála-
manna og almennings. Þessa
gætti meðal annars mjög
greinilega á haftaárunum og
einnig i sambandi við uppbæt-
ur, styrki, skatta, vexti og fyr-
irgreiðslu í fjármálum. Önnur
afleiðing óstöðugs efnahagslífs
hefur verið, að mjög örðugt
hefur reynzt að beita skynsam-
legri fjármálastjórn við rekst-
ur fyrirtækja, þar sem áætlan-
ir fram í tímann hafa reynzt
haldlitlar.
Ef takast á uppbygging iðn-
aðar á íslandi, er eitt megin-
skilyrðið, að fylgt sé markvissri
stefnu í efnahagsmálum, þar
sem meginsjónarmiðið á að
vera að viðhalda jafnvægi og
halda verðbólgu innan þeirra
marka sem atvinnuvegirnir
þola.
FJÁRMÁLIN
Fjármál hafa verið mikið
vandamál fyrir iðnaðinn. Verð-
bólga, skattalög sem í gildi
voru til skamms tima, svo og
óraunhæf verðlagsákvæði hafa
haft þau áhrif, að fyrirtæki
hafa ekki getað eignazt nauð-
synlega sjóði til endurnýjunar
og nýrra framkvæmda, og af
sömu ástæðum hefur almenn-
ingur ekki séð ástæðu til að
leggja nema að mjög takmörk-
uðu leyti peninga í atvinnu-
rekstur. Önnur ástæða er sú,
að þeim er verulega mismunað
sem leggja fé sitt i atvinnu-
rekstur og á sparisjóð. Þeir
fyrrnefndu verða að greiða
fulla skatta af eign sinni, en
hinir síðarnefndu eru skatt-
frjálsir. Þá hefur gætt sam-
keppni um fjármagnið af hálfu
ríkissjóðs, sem boðið hefur til
sölu vísitölutryggð skuldabréf.
Úr þessu er nauðsynlegt að
bæta. Skattar og tollar þurfa
að vera þannig, að þeir verki
hvetjandi en ekki letjandi. Af-
skriftarreglur þurfa að vera
þannig, að þær hvetji til fram-
kvæmda, og afnema þarf toll
og söluskatt af þeim vélum,
sem eru nauðsynlegar til end-
urnýjunar og áframhaldandi
uppbyggingar. Ef byggja á upp
iðnað, þarf mikið fjármagn.
Algengt mun, að um einnar
milljón króna fjárfestingu
þurfi á bak við hvern vinnandi
mann í iðnaði. Þetta fer að
sjálfsögðu mikið eftir iðngrein-
um, og því háþróaðri sem iðn-
26