Samvinnan - 01.12.1970, Síða 41

Samvinnan - 01.12.1970, Síða 41
JARÐSJOR SJÓR JARÐGUFA salt EFNI UR SJO SALT KALÍ KALSÍUM KLÓRIB BROM LITHIUM SAMB. raforka]*. 2. salt NATRÍUM MÁLMUR NATRIUM KLÓR klór natrium SKELJASANDUR OLÍA JARÐGUFA MAGNESIUM KLÓRIB -»Hsódi magnesium- kloríd raforka]-*- TÍTANSANDUR RAF0RKA salt RAFORKA JARÐGUFA RAFGREINING Á SALTI TITAN- MÁLMUR TITAN MAGNESIUM MÁLMUR KLOR MAGNESÍUM HRÁOLÍA OLIU - HREINSUN- AR STÖÐ naptha RAFORKA HRÁOLIA ETHYLEN KLJÚFUR ASETYLEN KLJÚFUR I—* VITISSODI KLÓR VETNI SALTSÝRA NATRIUM KLORAT klór KLOR- SAMBÖND HRAEFNI FYRIR PLAST PLASTEFNI KLÓR UPPLEYSIEFNI SKIPULAG SJÓEFNAIÐJU liggi fyrir fljótlega á árinu 1971. Við framleiðslu á magnesí- um-klóriði fæst mikið af sóda, sem ætti að vera vel seljanleg- ur, og við framleiðsluna á magnesíum-málmi fæst jafn- framt klór, sem er eins og fyrr segir mjög mikilvægt í margs konar efnaiðnaði. Þvi verður jafnframt að athuga á hvern hátt má losna við það. Þetta er eitruð lofttegund og afar erfið í flutningi. Því virðist álitlegra að koma á fót iðnaði hér á landi, sem nýtir það. Þannig leiðir eitt af öðru í sjóefnaiðj- unni. Gert er ráð fyrir þvi að skýrslur og tillögur Rann- sóknaráðs um alla þá þætti, sem nú er verið að athuga, liggi fyrir í lok ársins 1971. Ef nið- urstöður verða jákvæðar, er þó engu að síður ljóst, að ýmsum verkefnum er ólokið, t. d. at- hugun á annarri leiðinni, framleiðslu á títanium-málmi, sem getur verið álitleg. 2. Álbræðsla er orðin að raunveruleika hér á landi. Þetta er mjög orkufrekur iðn- aður og hefur víða riðið á vað- ið við nýtingu raforkunnar. Verið er að stækka álbræðsl- una i Straumsvik upp í nálægt því 80 þús. tonn. í töflunni er markmiðið hins vegar sett við 240 þús. tonna ársframleiðslu. Það virðist ekki óeðlilegur vöxtur á t. d. einum áratug, ef miðað er við þróun þessarar framleiðslu í Noregi og viðar. Þetta gætu vitanlega verið fleiri en ein álbræðsla. Ánægjulegt væri, ef sú næsta yrði að verulegum hluta íslenzk eign. Álbræðsla er tiltölulega sjálf- stæð atvinnugrein að þvi leyti, að hún er í litlum tengslum við annan iðnað, nema vitan- lega álvinnslu. Því miður er ég þó ekki bjartsýnn á verulega vinnslu hérlendis úr hrááli. Til þess er okkar markaður of litill og tollar og flutningskostnaður of hár á erlendan markað. 3. Silisíum-málmur er til- tölulega nýr málmur, en notk- un hans hefur aukizt verulega á siðustu árum, sérstaklega í rafmagnsiðnaðinum. Silisíum- bræðslur eru tiltölulega litlar, en framleiðslan er orkufrek. Hráefnið er einkum kvartz- sandur, sem er ekki til hér á landi, en honum mætti dæla upp af botni Norðursjávar og flytja hingað. Það yrði tiltölu- lega lítill kostnaðarauki. Þetta er framleiðsla, sem vert er að athuga. 4. Fosfór er framleiddur úr fosfórgrjóti. Það er flutt lang- ar leiðir, þangað sem ódýr raf- orka er fyrir hendi, því þetta er orkufrekur iðnaður. Við þessa framleiðslu þarf að gæta mikillar varúðar vegna mengunarhættu. 5. Þungavatn er notað sem hægir í ákveðinni gerð af kjarnaofnum við raforkufram- leiðslu. Framleiðslan krefst mikillar hita- og raforku. Framtíð þungavatnsins er mjög háð áframhaldandi þró- un á sviði raforkuframleiðslu með kjarnorku. Framleiðslunni fylgja heldur engar hliðar- greinar, en f j árf estingin er mjög mikil og atvinnuaukning lítil. Þungavatnsframleiðsla var i athugun fyrir nokkrum árum og á síðastliðnu ári að nýju hjá Rannsóknaráði ríkisins. Aðstaða hér á landi er góð. Nauðsynlegt er þó að athuga vel, hvort jarðhitinn verður ekki notaður á annan máta betur. 6. Olíuhreinsunarstöð hefur verið á dagskrá hér á landi í nokkur ár. Um það mál mætti fara mörgum orðum. Hér verð- ur að nægja að geta þess, að þær tillögur, sem borizt hafa frá erlendum aðilum um bygg- ingu olíuhreinsunarstöðvar, hafa allar verið miðaðar að- eins við innlendan markað. Því hafa þær gert ráð fyrir litlum stöðvum, eða innan við einnar milljón tonna framleiðslu á ári. Olíuhreinsunarstöðvar hafa hins vegar, eins og flestar aðrar stóriðjugreinar, stækkað mikið á undanförnum árum. Er nú yfirleitt talið, að tveggja til þriggja milljón tonna stöð sé lágmarksstærð, ef hún á að vera samkeppnisfær. Lítil stöð getur að vísu þrifizt, ef henni eru skapaðar sérstaklega hag- stæðar aðstæður. Ýmislegt bendir til þess, að komið geti til greina að byggja hér á landi stóra olíuhreinsun- arstöð. Slikur iðnaður er ekki orkufrekur, en landið liggur vel við siglingum á milli Norð- ur-Ameríku og Evrópu og sér- staklega við ýmsum olíulindum, sem taldar eru vera á norður- hveli jarðar. Hér eru hafnar- skilyrði góð til umskipunar, og fleira mætti telja. Töluverð mengunarhætta getur fylgt olíuhreinsunar- stöðvum. Á síðustu árum hefur hins vegar tekizt að þróa hreinsunartækni, sem er afar árangursrík. Má jafnvel vinna úr úrganginum verðmæt efni. Slík hreinsun er hins vegar ekki hagkvæm á mjög litlum stöðvum. Einnig er rétt að hafa i huga,. að aðeins sæmilega stór olíu- hreinsunarstöð getur orðið mikilvægur þáttur í víðtækum efnaiðnaði, eins og áður er minnzt á. Sérstaklega ber að varast að 4L
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Samvinnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.