Samvinnan


Samvinnan - 01.09.1975, Blaðsíða 18

Samvinnan - 01.09.1975, Blaðsíða 18
• TVÖ ATRIÐI VIÐ FRAMKVÆMD FRIÐUNAR Fyrsta skrefið í skipulegri vernd íslenzkra votlenda hefur nú verið stigið með skráningu þeirra svæða sem merkust telj- ast og þýðingarmest fyrir fuglalíf landsins. Næsta skref hlýtur að verða frekari útfærsla þeirrar skrán- ingar sem þegar hefur farið fram og friðlýsingaraðgerðir. Er þá fyrst og fremst átt við tiltölulega vægar aðgerðir þ. e. a. s. verndun óraskaðs lands- lags. í þessu sambandi þykir mér rétt að leggja áherslu á tvö atr- iði við framkvæmd friðunar: ★ Um mörg og flókin mál er að ræða. Það virðist vera kjörið verkefni náttúru- verndarnefnda og náttúru- verndarfélaga hvers í sínu byggðarlagi að vinna að verndun þeirra svæða sem þegar hafa verið skráð. ★ Eigendur og ábúendur lands geta víða stuðlað að heppi- legu jafnvægi í umhverfi sínu með því að hlifa þeim votlendum sem þeir hafa í vörslu sinni. Ennfremur er viða hægt að hnika aðgerð- um s. s. framræslu þannig að jaðarsvæðum sé hlíft t. d. meðfram ám, vötnum og sjávarströndum. í framhaldi af þessum aug- ljósu aðgerðum þurfa svo að koma til frekari verndunarráð- stafanir sem yfirleitt eiga það sammerkt að byggja þarf á ít- arlegum rannsóknum og stór- auknu samstarfi Náttúru- verndarráðs og framkvæmdar- aðila. • SKRÁNING VOTLENDA Að síðustu langar mig að fara örfáum orðum um vot- lendisskrá Náttúruverndarráðs, sem birt er í riti Landverndar um votlendi. í þessari skrá hef- ur verið leitast við að skrá- setja: ★ Þau votlendi sem hafa mesta þýðingu fyrir fugla- líf. ★ Votlendi sem eru óvenjuleg að gróðurfari eða lífríki, og votlendi sem eru aðalstöðv- ar sjaldgæfra tegunda jurta og dýra. ★ Votlendi sem eru dæmigerð fyrir ákveðnar gerðir, sér- staklega þær sem eru í verulegri hættu. ★ Votlendi sem hafa gildi vegna nágrennis við þétt- býli. Vegna mikils fjölda svæða og misjafnrar þekkingar reyndist nauðsynlegt að skipa þeim í flokka eftir mikilvægi þeirra eins og það kemur fyrir sjónir í dag. í A-flokki eru 28 svæði, sem ber skilyrðislaust að vernda, er mælst til þess að þau njóti forgangs að þessu leyti. Yfirleitt er hér um að ræða svæði sem hafa mjög mikla þýðingu fyrir fuglastofna eða svæði sem eru afar óvenjuleg hvað varðar gróðurfar eða dýralíf. Flest þessara svæða teljast hafa alþjóðlegt gildi samkv. skilgreiningu Ramsar- sáttmálans um votlendisvernd og öll hafa þau mikið gildi á landsmælikvarða. Mælst er til þess að þessi svæði njóti for- gangs um friðun og að allir náttúruverndarmenn taki höndum saman um að tryggja verndun þeirra sem fyrst. Tvö þessara svæða (Mývatn og Laxá, Friðland Svarfdæla) njóta nú þegar verndunar skv. lögum. í B-flokki hafa einnig verið sett 28 þýðingarmikil svæði, en þessi svæði eiga sér oft hlið- stæður hérlendis. Gildi þessara svæða er oft mikið fyrir ein- stök byggðarlög eða landsvæði og er friðlýsing allmargra þeirra nú þegar á umfjöllunar- stigi ýmist í Náttúruverndar- ráði, náttúruverndarnefndum eða félögum. í C-flokki eru loks um 70 svæði sem líklegt er að eigi mörg hver heima í áðurnefnd- um flokkum A og B. Þau hafa þó ekki enn verið nægjanlega könnuð. Mælst er til þess að þessum svæðum verði ekki raskað án þess að þau hafi ver- ið athuguð betur með tilliti til verndar. Rétt er að geta þess að slík skrásetning eins og hér hefur farið fram verður aldrei end- anleg. Okkur vantar alltaf upplýsingar og náttúran er sí- breytileg. Það er oft matsatriði hvar skipa beri svæðum með tilliti til mikilvægis þeirra fyrir nátt- úruvernd og ég tel víst að und- irnefnd Náttúruverndarráðs um náttúruminjaskrá muni taka þakksamlega við öllum rökstuddum viðbótum eða breytingum sem menn vilja koma á framfæri. Ég vil að lokum ítreka það, að enn er tími til stefnu til þess að vinna skipulega að skynsamlegri vernd og nýtingu íslenskra votlenda, og má vænta þess að þetta starf verði eitt af meginviðfangsefnum Náttúruverndarráðs á næstu árum. □ Logn Leyfið mér að bjóða tii hátíðar á heimili skipstjórans þar sem allt ruggar af umstangi og hávaða og hamingjusöm húsgögn stíga ölduna í takt við húsbóndann. Frúin er komin yfir fertugt í góðum holdum, örlát og glöð (kenndi sín árlega frá fermingu til fertugs) löngu orðin amma og unir sér bezt með börnunum. Á eldavélinni ropa kúfaðir pottar og sleifin öslar kjötkássuna. Skipstjórinn, sokkinn í hægindastól hossar nafna sínum á hné raular barnagælu og brosir við minningum um rauðhærðar systur í Amsterdam. Tátumar þrjár með tíkarspenana fara í hár saman undir borðinu og yngsta dóttirin nýlega ólétt eða föl eftir fæðingu fægir hvíta leirdiska, talar um uppskriftir og hefur þungar áhyggjur af verðhækkunum á sykri. Ó, feitu sakleysislegu englar í austri hrannast óveðurskýin upp á himininn. Áður en varir fjúkið þið út í buskann eins og bréfpokar í roki. Hrafn Gunnlaugsson 18

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.