Samvinnan - 01.04.1983, Blaðsíða 21
manna til að ná þar rétti sínum. Þeir
sem lentu í skuld við kaupmenn voru
beinlínis kúgaðir með skuldum sínum til
að versla ekki við aðra og áttu sér oft
ekki viðreisnar von eftir það efnahags-
lega.
Eftir að verslunarfélög tóku til starfa,
voru skuldugir bændur þvingaðir til að
lofa viðskiptum sínum öllum til kaup-
manna og að leggja hinni innlendu
verslun hvorki til vinnu né vöru. Þetta
hefur vafalaust aukið vonleysi margra
en urn leið orðið öðrum til mikillar
hvatningar.
Verslunarfélögin í Þingeyjarsýslu og
Eyjafjarðarsýslu voru stoðirnar undir
Gránufélagið. Þessi verslunar- og bún-
aðarfélög voru beinn félagsmálaskóli
fyrir marga þá sem síðar urðu máttar-
stólpar í uppbyggingu þeirrar verslunar
sem varð loks að skipulagöri starfsemi
þegar Gránufélagið og þó sérstaklega
kaupfélögin voru stofnuð. Sú starfsemi
sem félögin höfðu með höndum voru
auk verslunarmála t. d. dreifing Nýrra
félagstíðinda og untræður unt það efni
sem þar var komið á framfæri. Þær um-
ræður hafa vafalaust aukið félagsáhuga
og orðið mönnum hvatning til að afla
sér menntunar og þekkingar.
Vitað er að bókakostur á ýmsurn
heimilum a. m. k. í Þingayjarsýslu og
vafalaust víðar var með ólíkindum.
Menn lásu mörg tungumál og voru vel
að sér í ýmsum þeim stefnum sem hæst
báru í Evrópu. Heimildir um stofnun
verslunarfélaganna sýna að þar hafa
fyrst og fremst nokkrir menn rifið upp
félagsskapinn með þann félagsanda í
brjósti sem hvetur menn til samvinnu
um helstu hagsmunamál. Fundargerðir
búnaðarfélaganna sýna að fyrstu árin
voru það fáeinir menn sem báru starf-
semina uppi. Síðan, þegar í ljós kom
árangur, vaknaði í brjósti hins almenna
félagsmanns vitundin um mátt hinna
mörgu og starfsemin færðist til breiðari
sviða og ákveðnari markmiða. Félagar
öðluðust þá þjálfun í félagsmálum og
þá trú á samtakamáttinn sem sjá má í
stofnun K. Þ.
Búnaðarfélögin voru þannig grunnur-
inn að þeirri félagshyggju sem tók
fangna hugi þeirra sent komu fótunum
undir félagasamtökin sem leystu ís-
SUMAR I
HEIÐINNI
Dýrðleg er heiðin,
dynur frá jökulfljóti,
dögg á mosa. -
Svörtu augun,
sem sváfu í hreiðri
svefninn losa. -
Á hlýlegri þúfu
hnipra sig saman
hnoðrar smáir. -
Opna munna og
örlítið titra
ungar gráir. -
Margradda kórs
af kliði fugla
í kyrrð skal ég njóta
setjast á steininn
við suðandi lækinn
til sálubóta. -
Til hliðar við steininn
hrossapunturinn
hreyfist við blæinn,
en holtasóleyjan,
hvít og fögur
horfir á daginn. -
21