Samvinnan - 01.04.1983, Blaðsíða 28
Sumargestir
Austur í sveit þar á ég mér hús í móa.
Þar ymur loftið af hrossagauki og spóa.
Lóa og rjúpa læðast þar undir veggjum
og litlar mæður kúra á sínum eggjum.
Þar höfum við búið tvö sumur með hugprúðum hjónum
sem hingað leita um óravídd yfir sjónum.
Við leigðum þeim hús sem var áfast við okkar og fundum
að annríki þeirra var fjarska mikið á stundum.
Þau komu hingað fullvís um frónsins gæði
og fundu hér stað til að annast börn sín í næði.
En prúðbúin voru þau morgunn sem miðja daga.
Og mikið voru þau iðin að snyrta og laga.
Með aðdáun nutum við alls þess er hjónin sungu
þó ekki væri það samið á vora tungu.
En kætin og gleðin sem geisluðu úr hverju stefi,
gerðu mig léttan í huga og hverju skrefi.
Maríuerla, þín minning er færð í letur.
Mundu að ég er að bíða þín heilan vetur.
hagnýta skólagöngu fyrir almenning
með gróskufullu félagslífi o.fl. eru
komnar frá danska prestinum og skáld-
inu Nikolási Grundtvig.
Við höfum ekki meiri visku en þessir
menn. í allri þekkingu og upplýsingum
okkar hættir okkur til að gleyma þeim,
en við það eigum við á hættu að glata
arfinum sem við höfum þegið frá þeim
og teljum svo sjálfsagðan í lífi okkar.
En um leið er fordæmi þeirra mikil-
væg hvatning og örvun. Peir reistu af
litlu, en okkar er aðeins að ávaxta
pundið.
Við getum hugleitt tvö dæmi þeirra
erfiðleika sem áður hafa mætt Islend-
ingum, og við getum reynt að bera þá
saman við það sem nú er mest í um-
ræðu manna á meðal.
8. júní síðastliðinn voru tvö hundruð
ár liðin síðan eldflóðið mikla steyptist
ofan hlíðar úr Lakagígum á Síðuafrétti.
20. júlí voru tvö hundruð ár síðan
hraunflóðið stöðvaðist við Systrastapa
með eftirminnilegum hætti. Tæpur
fimmtungur þjóðarinnar týndi lífi vegna
Móðuharðindanna af Skaftáreldum.
23. janúar síðast liðinn var áratugur
liðinn síðan jörðin opnaðist á Heimaey
í miðri blómlegri byggð, og eru þeir at-
burðir okkur reyndar enn í fersku
minni.
• Enginn á heimtingu á einskærri vel-
gengni
Dragi hver ályktanir um vanda fyrri
tíðar og erfiðleika líðandi stundar. Við
vitum að ein syndin sem okkur ber að
forðast er sú að ætla að hefja okkur
upp yfir sköpunarverkið eða þykjast
betri og meiri menn en þeir sem erjað
hafa á undan okkur.
Við ykkur sem nú eigið gleðistund og
fagnaðardag segi ég aftur á móti með
orðum meistara Jóns Vídalíns: „Þegar
skýin hafa um hríð skyggt fyrir sólina
skín hún fegur en nokkru sinni áður“.
Eins og meistari Jón segir er okkur það
skapað að á skiptist skin og skúrir.
Enginn maður á heimtingu á einskærri
velgengni og hamingjan kemur innan
að og ofan að og verður ekki í aðra
staði sótt.
Eg óska þess og bið að þið geymið
sólargeislana jafnan innra með ykkur
þegar ský dregur fyrir á lífsins leið.
Hvað sem líður hörðum vordögum eins
og nú eru verðið þið þá ævinlega sólar-
megin í lífinu og þá hafið þið styrk til
að mæta hverju viðfangsefni og vaxa
við hverja raun.
Fyrir skólans hönd endurtek ég árn-
aðaróskir mínar til ykkar, bið ykkur
allrar blessunar og segi Samvinnuskól-
anum slitið í 65. sinn. +
28