Samvinnan - 01.04.1983, Blaðsíða 31
Áhrifamikil
auglýsing
Auglýsing Samvinnutrygginga
og klúbbanna Oruggur akstur,
sem sýnd hefur \erið í sjón-
varpinu að undanförnu, hefur
vakið mikla og verðskuldaða
athygli. Þar er á örskammri
stundu og á eftirminnilegan
hátt brugðið upp staðreyndum
varðandi ógætilegan akstur og
þá hryggilegu staðreynd, að 7
- 800 manns slösuðust á síð-
asta ári, sumir til lífstíðar.
Þetta er auglýsing í sérflokki
og aðstandendum til mikils
sóma.
Hvar eru sœnsku konurnar?
Það er víðar en hér á landi, sem saknað er frekari þátttöku kvenna í sam-
vinnustarfinu. Á síðasta aðalfundi KF, sænska samvinnusambandsins, voru 54
konur af 205 fulltrúum - og þótti lítið. Þess má geta, að á aðaifundi Sam-
bandsins 1983 var hlutfall kvenna næstum hið sama og hjá starfsbræðrum
okkar í Svíþjóð eða 25 konur af 108 fulltrúum.
ForstöÖumadur MarkaÖsráðs samvinnufélaganna
Markaðsráð samvinnufélaganna
gegnir mikilvægu hlutverki innan
smásöluverslunar samvinnuhreyfingar-
innar. Hefur oft á undanförnum árum
verið rætt um nauðsyn þess að efla
starfsemi ráðsins og jafnframt að fela
ákveðnum starfsmanni að fylgja eftir
málefnum þess. Nú hafa mál skipast
þannig, m.a. í framhaldi af ályktun
um þetta efni frá kaupfélagsstjóra-
fundi í nóv. s.l., að Sambandið hefur
ráðið mann í fullt starf til að veita
forstöðu málefnum Markaðsráðs. Er
þess vænst að með þessum hætti muni
áhrifa af starfsemi ráðsins og vöru-
valsnefndanna, sem starfa við hlið
þess, gæta meira en áður og stuðla að
eflingu verslunarrekstrar samvinnu-
hreyfingarinnar.
Það er Sigurður Jónsson sem
ráðinn hefur verið forstöðumaður
Markaðsráðs samvinnufélaganna.
Hann var verslunarráðunautur hjá
Sambandinu 1971-75 og kaupfélags-
stjóri á ísafirði 1978-80, en hefur auk
þess starfað um allmörg ár sem ráðu-
nautur við norræna samvinnuverkefn-
ið í Austur-Afríku.
Verkefni Sigurðar verða í samræmi
við samþykktir kaupfélagsstjórafund-
ar 1967 um starfssvið Markaðsráðsins.
Það skal m.a. móta sameiginlega
stefnu í verslunarmálum fyrir kaupfé-
Iögin öll og samvinnuhreyfinguna í
heild. Einnig skal það fylgjast með
þróun neysluvörumarkaðarins í
landinu og viðbrögðum samkeppnis-
manna, og hafa á þeim grundvelli
frumkvæði um að verslunarstefna
hreyfingarinnar sé jafnan í samræmi
við kröfur tímans. Þá skal ráðið láta
gera skrár yfir þær vörur sem kaupfé-
lögin koma sér saman um að versla
með, og gera tillögur að kerfisbund-
inni vöruöflun fyrir kaupfélagabúðirn-
ar. Ráðið á einnig að taka ákvarðanir
um hvernig bjóða skuli fram vörur,
hvaða eiginleika þeirra skuli leggja
áherslu á við viðskiptavini og hvernig
eigi að koma þeim á framfæri við
neytendur. Þá skal ráðið ákveða hæfi-
legar búðagerðir, og um stefnu í út-
stillingum í þeim og sameiginlegar
merkingar. Einnig á ráðið að taka
ákvarðanir um vörumerkingar og
móta stefnu í auglýsingamálum.
Sömuleiðis skal ráðið marka stefnu í
málefnum starfsmannafræðslu, hlutast
til um að námskeið séu haldin, bæk-
lingar gefnir út o.s.frv.
Sigurður Jónsson