Samvinnan - 01.04.1983, Blaðsíða 22

Samvinnan - 01.04.1983, Blaðsíða 22
Ritgerðasamkeppni Sambandsins lensku þjóðina úr fjötrum skulda og efnahagslegrar ánauðar. Þau félög sem hér hafa verið nefnd, hafa, ásamt ntörgum hliðstæðum víða um landið, orðið mönnum hvatning til að vinna saman að umbótum, auka þekkingu og bæta efnahag sem síðan er grunnurinn að raunverulegri og öflugri sjálfstæðisbaráttu. • Af hverju samvinna? Fyrsta kaupfélagið sent stófnað var og þau sem á eftir komu höföu stærri markmið en að annast sauðasölu og innflutning á nauðsynjunt. Peir menn sem stóðu að stofnun kaupfélaganna og Sambandsins gerðu sér grein fyrir að stöðva þyrl'ti landflótta og koma efna- hag landsins á réttan kjöl eftir margra alda harðrétti. Þeir töldu að samvinnu- stefnan væri líklegust til að stuðla að framförum og koma á efnahagslegum jöfnuði í landinu. Pétur Jónsson á Gautlöndum var einn af forystumönnum fyrsta kaupfél- agsins, stjórnarformaður K. P. frá 1889-1919 og fyrsti formaður Sam- bandsins. Arið 1893 ritaði hann grein í Búnaðarritið sem hét „Kaupskapur og kaupfélagsskapur“. Par segir: „Eitt hið versta gönuhlaup þjóðanna er misskipt- ing auðsins, ekkert hefur meiru illu til leiðar komið en hún. Það er ekki ein- ungis allir þeir annmarkar og lestir, sem skorturinn kemur til leiðar beinlín- is, heldur og búksorg, eyðsla og ólifn- aður, sem fylgir of miklum auðæfum; ekki einungis þrældómur og undirokun með öllu þeirra föruneyti, sem auðs- valdið hreppir fjöldann í, heldur iðju- leysi og drottnunargirni þeirra, sem auðsvaldið hafa með höndunt. Ef til vill er ekki allur skortur sprottinn af ntis- skiptingu auðsins og náttúrugæðanna og vafalaust verður náttúrugæðunum aldrei miðlað jafnt til allra. Allsnægtir verða að líkindum aldrei til nema í hugmyndinni, en sú hugmynd er líka svo mikils virði, að hún ætti að vera leiðarstjarna þjóðanna til sannra fram- fara og farsældar". Þannig fórust orð einum helsta frumkvöðli að stofnun Sambandsins, manni sem varði starfsævi sinni í þágu almennings með forystu sinni og þrot- lausu starfi að samvinnumálum. Að koma á efnalegum jöfnuði meðal landsmanna, hverra sem er og hvar sem er, var og verður vonandi eitt af meginmarkmiöum samvinnuhreyfingar- innar. • Nútíminn Samvinnuhreyfingin telur u. þ. b. 43.000 félaga. Styrkur hreyfingarinnar hlýtur að vera sá fjöldi sent innan hennar er. Þau santvinnufélög sem eru innan Sanibandsins, kaupfélögin, eru í byrjun hagsmunasamtök félagsmanna þar sem allir geta orðið félagar. En eru kaupfélögin enn hagsmunasamtök? 1 stefnuskrá samvinnuhreyfingarinnar segir m. a.: „Verkefni samvinnufélag- anna er að bæta efnahag og lífskjör fé- lagsmanna sinna og efla almannaheill. Samvinnuhreyfingin á því samleið með samtökum launafólks og vill jafnan hafa gott samstarf við þau og önnur fé- lagasamtök, sem vinna að sömu mark- miðum“. Samvinnuhreyfingin er þó atvinnu- rekandi, rekur verslun, útgerð, fisk- vinnslu, sláturhús og kjötiðnað, mjólk- urbú og svo mætti lengi telja. Rekstur samvinnufélaganna er geysilega fjöl- þættur. Ymsar greinar rekstursins þarfnast mikilla fjárfestinga, stöðugrar endurnýjunar tækjabúnaðar og birgða. Öllum ber saman um að fjármagns- kostnaður sé aðal höfuðverkur starf- seminnar. Þá reka kaupfélögin oft viða- mikla þjónustu við almenning sem oft á tíðum er langt frá að vera arðbær. Einnig vill skuldasöfnun félagsmanna oft verða nokkuð þungur baggi. • Andstæð sjónarmið Gagnrýni á samvinnuhreyfinguna, félagsform hennar, störf og fram- kvæmdir hefur frá upphafi verið tölu- verð. Gagnrýni er nauðsynleg en á síð- ari árum hefur hún verið óhemju nei- kvæð, þar kennir ýmissa grasa og er margt tínt til henni til foráttu. Þannig er því haldið fram að sam- vinnuhreyfingin sé ólýðræðisleg, hún byggi á forstjóraveldi, hún stundi ein- okunarviðskipti og sé auðhringur. Þá er því gjarna haldið fram að hún taki einhliða stjórnmálalega afstöðu og henni er talið til lasts að hún njóti for- réttinda í sköttun. Því verður vart á móti mælt, að fé- lagsform samvinnufélaga er eitt hið lýðræðislegasta sem þekkt er. Þar geta allir orðið félagsmenn og allir félags- menn hafa jafnan rétt innan félagsins og þá er átt við öll þau atriði er snerta áhrif á störf félagsins og stjórnun, áhrif á framkvæmdir og fjárfestingar, kjör stjórnar, fulltrúa og endurskoðenda. Öll helstu mál félagsmanna eru borin undir fundi þar sem fulltrúar hafa allir jafnan tillögu- og atkvæðisrétt. Hvernig er atkvæðisréttur í hlutafélogum? Jú, þar ræður magn hlutabréfa atkvæðis- rétti. Urn þesskonar félagsform sagði Jónas Jónsson eitt sinn: „Hlutafélög verða gulltáknið, sem mænt verður á, félagsform efnahagslegrar stiga- mennsku". Að samvinnuhreyfingin sé auðhring- ur og að hún stundi einokun er fjarri lagi og raunar út í hött. Auðhringir eru nefnd þau fyrirtæki og félagasamsteyp- ur sem stunda auðssöfnun, keppa að því markntiði að raka saman gróða. Að vísu skila vel rekin kaupfélög iðulega tekjuafgangi en það á víðar við og get- ur varla kallast löstur. Það er hætt við að lítið yrði um upp- byggingu og endurnýjun fyrirtækja ef þau skiluðu aldrei hagnaði. Að sjálf- sögðu þurfa samvinnufyrirtæki, eins og önnur, að binda fé í endurnýjun og ýmsu viðkomandi rekstrinum en verði rekstrarafgangur umfram fjárþörf er hann greiddur til félagsmanna. Einokun er ekki stunduð af sam- vinnuhreyfingunni frekar en öðrum fyr- irtækjum hér á landi. Ríkið er eini að- ilinn sem hefur einkasölu og einkarétt- araðstöðu í landinu. Það sem andstæðingar kalla forrétt- indi í skattamálum er fásinna. Skatt- skyldur rekstrarafgangur er lagður í stofnsjóði félagsmanna. Þeir greiða væntanlega skatta af sínunt tekjum, þessum jafnt og öðrum. Það væri lítill akkur í að hafa hér skattakerfi sem legði sama skattinn tvisvar á sömu krónuna. Andstæðingar samvinnustefnunnar halda því fram að hreyfingin sé rekin á grundvelli ákveðinnar stjórnmála- stefnu. Innan samvinnuhreyfingarinnar er og starfar fólk alls staðar úr þjóðfélaginu, 22

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.