Samvinnan - 01.04.1983, Blaðsíða 38
væntanlegan stórmarkað í Holtagörðum
í Reykjavík, loðdýrarækt og þátttöku
samvinnuhreyfingarinnar í vinnslu og
sölu loðskinna, og fleira.
• Mikilvægi fjárhagsmálanna
Þá var tekið fyrir sérmál aðalfundar
sem var fjárhagsmál samvinnuhreyfing-
arinnar. Framsögu hafði Eggert A.
Sverrisson fulltrúi forstjóra, og flutti
hann ýtarlega framsöguræðu. Hann
ræddi mikilvægi fjárhagsmálanna og
skipulags þeirra fyrir alla framtíðarþró-
un samvinnuhreyfingarinnar. Hann út-
skýrði fjármagnsstrauma innan hreyf-
ingarinnar og fjárbindingu á hennar
vegum, ásamt því hvernig hún er fjár-
mögnuð. Þar kom m. a. fram að þýðing
stofnsjóðanna fyrir fjármögnunina hef-
ur farið minnkandi, sem er skýrt þann-
ig að ekki hafi verið gætt nægilega að
ávöxtun þeirra. Þá rakti hann efnahags-
horfur í þjóðarbúinu með hliðsjón af
stöðu einstakra fjármálaþátta, og ræddi
einnig fjármagnsþörf samvinnuhreyfing-
arinnar í nánustu framtíð og þá mögu-
leika sem eru á því að mæta henni.
Fram kom, að útlitið er dökkt fram-
undan, og nauðsyn ber til að sýna
fyllstu gætni, sérstaklega þó í sambandi
við hvers konar fjárfestingar í nánustu
framtíð.
Að framsöguerindinu loknu skiptu
fundarmenn sér í fjóra umræðuhópa
sem fjölluðu um eftirtalin efni: 1.
Fjármögnun samvinnuhreyfingarinnar.
2. Fjármagnsnýting samvinnuhreyfing-
arinnar. 3. Félagsmenn og fjármála-
tengsl við samvinnuhreyfinguna. 4. Fjár-
málastjórn í samvinnuhreyfingunni.
Eftir að umræðuhópar höfðu skilað
álitum og nokkrar frekari umræður far-
ið fram, afgreiddi fundurinn málið með
ályktun, sem birt er á öðrum stað. +
Samvinnufrœðsla
í skólum
Aðalfundinum barst sam-
þykkt frá aðalfundi
Kaupfélags Árnesinga,
þar sem bent er á nauðsyn þess
að gel'a út fræðileg rit, sem nota
mætti sem kennslugögn í skólum.
Um þetta mál samþykkti fundur-
inn svohljóðandi ályktun:
„Aðalfundur Sambands ísl.
samvinnufélaga haldinn að Bif-
röst 9.-10. júní 1983 beinir því til
Sambandsstjórnarinnar, að
saminn verði bæklingur um sam-
vinnuhreyfinguna, starfsemi
hennar og skipulag, er síðan
mætti nota til kennslu í fjöl-
brautaskólum landsins, t. d. við
kennslu í þjóðhagfræði á við-
skiptabraut." +
Friðarmál
Um friðarmál samþykkti
fundurinn eftirfarandi
ályktun:
„Aðalfundur Sambands ísl.
samvinnufélaga haldinn að Bif-
röst 9.-10. júní 1983 lýsir yfir
stuðningi við nýstofnaða friðar-
hreyfingu kvenna. Fundurinn
beinir því til stjórnar Menningar-
sjóðs Sambandsins að hann veiti
nýstofnuðum friðarsamtökum
kvenna fjárstuðning og taki þar
með undir með miðstjórn Al-
þjóðasamvinnusambandsins
(ICA) á fundi höldnum í Róm
26. - 28. október 1982, að sam-
vinnufélögin taki undir kröfur um
frið og afvopnun.“ +
ur kaupfélög og frystihús sem átt hafa
í rekstrarerfiðleikum, og undirbúning
að endurnýjun Sambandsskipaflotans.
Valur lauk skýrslu sinni með því að
leggja áherslu á nauðsyn aðhaldsað-
gerða í samvinnurekstrinum, en erfið-
leikar hans hlytu að teljast óhjákvæmi-
leg endurspeglun þjóðfélags óðaverð-
bóigu. Hann kvaðst sannfærður um að
með samstilltu átaki ættu íslendingar
að geta sigrast á núverandi efnahags-
vanda á stuttum tíma.
• Öflug hreyfing
Erlendur Einarsson rakti í sinni
skýrslu rekstur og afkomu Sambands-
ins, og einnig greindi hann frá helstu
viðfangsefnum einstakra deilda þess og
ræddi málefni kaupfélaganna og sam-
starfsfyrirtækja Sambandsins. I lok
skýrslu sinnar sagði Erlendur að það
væri áhyggjuefni að halli væri nú á
rekstri Sambandsins í fyrsta skipti í
langan tíma. Það hlyti að vera for-
gangsmál stjórnenda samvinnuhreyfing-
arinnar að snúa þeirri þróun við, og
það yrði reynt að gera á þann hátt að
það bitnaði sem minnst á félags-
mönnum og starfsmönnum. „Tap er
ekki hægt að þola,” sagði Erlendur,
„en við búum að uppbyggingu fyrri ára
og getum glaðst yfir því að eiga eina
öflugustu samvinnuhreyfingu að tiltölu
meðal þjóða heims.” Þrátt fyrir erfiða
tíma bæri okkur nú sem fyrr að stefna
að því að bæta hag þjóðarinnar allrar
með aukinni samstöðu og betra skipu-
lagi.
Að loknum skýrsluflutningi voru al-
mennar umræður, þar sem margir tóku
til máls og mörg efni bar á góma. Með-
al annars var talsvert rætt um vandamál
litlu kaupfélaganna á yfirstandandi erf-
iðleikatímum, málefni innlánsdeilda,
38