Samvinnan - 01.04.1983, Blaðsíða 41
Aðeins einu sinni lenti hún í því,
að fyllibytta kom slagandi gegnum
garðshliðið . . .
Oft er kaupstaðarfólk haldið
þeirri bábilju að lijónaskilnaðir
eigi sér einungis stað meðal
þess. En auðvitað á sveitafólk við ná-
kvæmlega sömu vandamál að stríða og
aðrir.
Hún hafði verið fjósakona í tuttugu
og tvö ár og þurfti ekki lengur að hafa
áhyggjur af barnaskaranum, þegar hún
varð ástfangin af eina traktorseklinum í
sveitinni. Hann var aðeins ofurlítið
yngri en hún, og hún hafði alltaf þekkt
hann, en aldrei nokkurn tíma hugsað
um hann á þann hátt. Hún tók því
mestallar eigur sínar og flutti niðureftir
til hans, hélt áfram að koma í fjósið og
mjólka og fékk eftir þetta kaupið sjálf,
en fjósameistarinn huggaði sig brátt við
smábóndaekkju utan af Leirum. Það
var henni Iéttir, sérstaklega vegna um-
talsins. Og þá var líka einhver, sem gat
þvegið skyrturnar hans og gefið honum
heitan mat.
Einu sinni fyrir mörgum árum kom
hún heim úr gullbrúðkaupsveislu og fór
beint í morgunmjaltirnar. Hún var
drukkin og þá skaddaði hana óþæg kýr.
Hún missti annað augað og lamaðist í
hægri kjálkanum.
Samt var traktorsekillinn dauðskot-
inn í henni allan veturinn og fram á
sumar. Þá urðu þau hins vegar ósátt,
og hún mátti gera svo vel að fara burtu
með allt sitt hafurtask. Það var einmitt
um þetta leyti sem skilnaðurinn frá
fjósamanninum tók gildi. Hann átti að
borga henni dálitla upphæð mánaðar-
lega; skelfilega mikið að hans mati, allt
of lítið að hennar. Hún fékk vinnu í
niöursuðuverksmiðjunni í næsta bæ, út-
vegaði sér einsherbergis íbúð í nýrri
blokk og þótt undarlegt megi virðast,
átti hún ofurlítið eftir af einkaarfi eftir
móðursystur sína í Ringe, svo að hún
hafði það bara ágætt. Fingrafim var
hún, fyrst að handfjalla aspargusinn,
síðan rauðrófurnar, þá asíurnar og
rauðkálið. Hún hafði góðan bónus.
Hæðnistónninn í flysjurunum átti vel
við hana og henni fannst bæjarlífið al-
veg framúrskarandi ánægjulegt: upp-
lýstir búðargluggarnir á kvöldin, kvik-
myndahúsin tvö, pylsuvagninn á torg-
inu með mörgum pylsutegundum. Hún
saknaði einskis; hún hefði bara átt að
vera búin að kynnast þessu fyrr. Og
svo litla bakaríiskaffihúsið með mar-
maraborðum og plussmublum og lit-
prentunum á veggjunum! Þar sat hún
alla laugardaga og sunnudaga, allt
haustið og veturinn og drakk heitt kakó
með þeyttum rjóma og borðaði lag-
köku. Ó, hvað hún hafði það gott!
En svo kom vorið. Arstíðin sú hrærir
undarlega upp í manni, sérstaklega,
þegar maður er einn. Hjá henni braust
fram þráin eftir moldinni og plönt-
unum. Nú kærði hún sig ekki hót lengur
um malbikaðar göturnar. Hún stóð
utan við sig í tómum suðusal verk-
smiðjunnar og þvoði milljónir af krúsum
undir niðursuðu á uppskeru framtíðar-
innar og tók ekki þátt í venjubundnu,
ærandi masinu, en hugsaði þögul um
hvað jarðarberjabeðin eru falleg, þegar
ferskur, gulur hálmur hafði verið
lagður milli raðanna. Og hún hugsaði
um steinhæðina úti við engjaveginn,
allt erfiðið, sem kostað hafði að koma
henni upp og um þéttar hvannbreiðurn-
ar. A kvöldin sat hún og horfði með
þessu eina auga sínu úr eina glugganum
á einsherbergisíbúðinni og fór hvorki í
pylsuvagninn né bakaríiskaffið. Fyrir
hugskotssjónum hennar svifu sólberja-
runnar og rifs og fúksíur og keisara-
krónur og stóru graslauksþúfurnar tvær
úti við gömlu vatnsdæluna. Þegar langt
leið á milli þess að þau fengu eggja-
köku, náði laukurinn að blómstra, stór-
um fjólubláum kúlum, sem býflugurnar
voru svo sólgnar í. Og ekki má gleyma
fjallafurunni, sem plantað hafði verið
allt of nálægt limgerðinu að húsabaki.
Hún fékk sting í hjartað, ekki vegna
nýs ástarskots, heldur fornrar ástar,
sem hún hafði glatað. Hún hafði keypt
sér gamalt ferðaviðtæki og sat nú kvöld
nokkurt og hlustaði á garðyrkjuþátt og
fylltist gremjukenndri gagnrýni, sem
hún gat ekki látið í ljósi við neinn. Sí-
grænir runnar voru sérgrein hennar og
þegar rætt var um stikilsber, þá minnt-
ist hún þess, að heima hjá henni höfðu
þau verið frábær; snemmsprottin, sæt
og safarík.
Af tilviljun tók hún eftir, að eitt af
stóru höfuðstaðarblöðunum birti viku-
lega garðyrkjusíðu með myndum og
lesendabréfum. Hún settist niður og
klippti þetta út og bætti við athuga-
semdum með ljótu og barnalegu þorps-
skólaskriftinni sinni. En henni var næst-
um allri lokið, daginn sem plöntusali
nokkur hafði stillt trékössum, fullum af
stjúpmæðraplöntum með moldarhnaus-
um við, út á gangstéttina. Það fóru
kippir um hana, en hvað átti hún að
gera við slíkt, þótt hún færi og keypti
nokkur stykki? Hálf eða heil tylft í
pottum - það var ekkert varið í það.
En þarna komst hún á sporið, eins
og þegar vekja á blundandi lyktarskyn
hjá veiðihundum; þá er hægt að binda
afslitiö héralæri í spotta og draga það
yfir gras og akra. Hún gat ekki haldið
sig frá þessari plöntuverslun, og eitt
sinn, er halla tók að kvöldi og alveg
átti að fara að loka, stóð hún öfund-
sjúk og horfði á unga konu kaupa síð-
asta hálfa kassann af stjúpmæðrum.
Hún elti hana eins og undarlegur,
óhugnanlegur skuggi. Þær hröðuðu för
sinni eftir götum miðbæjarins og komu
út í úthverfi, þar sem áður höfðu verið
nýlendugarðar, en nú höfðu verið
byggð einbýlishús, en raunveruleg tré
úr fyrri görðum fengið að standa og
þétt, mannhæðarhá limgerði. Að vísu
voru grasflatirnar ræfilslegar og nýbúið
að helluleggja upp að bílskúrunum, en
svo voru líka gróskumikil beð með fjöl-
ærum jurtum og á einum stað hafði
verið hlaðið upp fyrir aspargus og sýndi
það mikla kunnáttu. Konan hvarf inn
fyrir útflúrað smíðajárnshliðið, sem
skall harkalega aftur, og sú eineygða
hægði á sér og þefaði sig áfram í gegn-
um hverfið. Hún horfði með skörpu
kunnáttumannsauga inn í hina aðskilj-
anlegustu garða; þennan gat hún næst-
um viðurkennt og þessi hafði heppnast
framúrskarandi vel, en þessi . . .
Hún kom aftur næstu kvöld og eng-
inn gaf henni gaum. Þetta var einmitt
á matartíma, svo að hún gat farið eftir-
litsferð sína í friði og ró og valið. Þarna
bjó víst mjög ungt fólk, en auðvitað
var líka almennilegt fólk þarna, sem sá
um sína garða; það gat maður séð; eft-
irlaunafólk eða fólk, sem var ættað úr
sveit. En hún ætlaði sér ekki að skipta
sér af því. Hún fann garðinn við númer
átta. Hann hafði mistekist algjörlega,
en samt var eins og eigendurnir hefðu
lagt í hann mikla vinnu. Afturámóti var
ástandið við húsið á ská hinumegin við
götuna aðeins sóðaskap að kenna. Það
mátti vel fá eitthvað skynsamlegt út úr
41