Samvinnan - 01.04.1983, Blaðsíða 13

Samvinnan - 01.04.1983, Blaðsíða 13
SAMBANDSIÐNAÐURINN Á AKUREYRI 60 ÁRA 1923 - 20. ÁGÚST- 1983 Rætt við Porstein Davíðsson, sem unnið hefur fyrir Sambandsiðnaðinn frá upphafi Við höfðum einn strokk og vél til að skafa skinnin orsteinn Davíðsson, fyrrverandi verksmiðjustjóri á Akureyri. er tvímælalaust í hópi elstu og traustustu starfsmanna samvinnuhreyf- ingarinnar á Islandi. Hann fæddist á Hallgilsstöðum í Fnjóskadal árið 1899 og er því nú, þegar þetta er ritað, 84 ára að aldri. Foreldrar Þorsteins voru Davíð Sigurðsson frá Veturliðastöðum og kona hans, Aðalbjörg Jónsdóttir frá Arndísarstöðum í Bárðardal. Þorsteinn varð búfræðingur frá Hvanneyri árið 1919, verksmiðjustjóri Gæruverksmiðju SÍS á Akureyri 1923-27 og Skinna- verksmiðjunnar Iðunnar, sútunarverk- smiðju, frá 1934. Á þessu ári eru því lið- in hvorki meira né minna en 60 ár, síð- an hann réðist til starfa við fyrirtæki Sambands íslenskra samvinnufélaga. En Þorsteinn Davíðsson hefur ekki látið þar við sitja. Á unga aldri kynnti hann sér skógrækt í Noregi og var skógarvörður á Vöglunt í Fnjóskadal um 5 ára skeið, frá 1931-36. • Kynnisferð til Ameríku Hér fer á eftir stutt spjall við Þor- stein, og hann beðinn að segja frá bernskudögum skinnaiðnaðarins á Akureyri. Og fyrsta spurningin sem lögð var fyrir Þorstein var á þessa leið: Hver voru fyrstu tildrög að þessari starfsemi hér á Akureyri? Það mun hafa verið árið 1919, sem forystumenn Samabands íslenskra sam- vinnufélaga fóru að hugsa um að láta taka ullina af gærunum, „afulla“ þær. eins og það var kallað, í því skyni að selja hvort í sínu lagi, ullina og skinnið. Kosturinn við þetta var sá, að þá var hægt að bjóða ullina til sölu, þar sem bestur var markaðurinn fyrir hana, og skinnin þar sem þau seldust best. Auk þess var líka með þessu móti hægt að fara nær um sannvirði gæranna á hverj- um tíma. Forystumenn Sambandsins ræddu þessi mál við fyrirtækið Helburn Thompson & Co., sem var stór sútun- arverksmiðja í New York fylki í Banda- ríkjunum, en það fyrirtæki keypti ein- mitt gærur af Sambandinu þetta ár. Helburn Thompson & Co. gaf Sam- bandinu kost á að senda mann eða ntenn vestur til þess að læra gærurotun þar, og á aðalfundi Sambandsins 1921 var ákveðið að ég færi vestur um haf þessara erinda. Ég fór til Ameríku, var þar í hálft annað ár. og kom hingað heirn vorið 1923. • í sláturhúsi KEA Og þú hefur strax hafist handa, þegar heim kom? Verksmiðjan tók til starfa í sláturhúsi Kaupfélags Eyfirðinga í byrjun des- embermánaðar 1923, en ekki var nú vélakosturinn mikill. Ég man, að við höfðum einn strokk, og vél til að skafa skinnin. Svo smíðaði Frímann Jakobs- son, faðir Jakobs Frímannssonar, ýmis tæki, sem við þurftum á að halda. Þennan fyrsta vetur stóð starfsemin frá því í desemberbyrjun og frani í miðjan apríl. og á þeim tíma voru afullaðar 20600 gærur af framleiðslu ársins 1923. Á næstu árum voru unnar þetta 40-50 þúsund gærur árlega. Þurftuð þið að reka þessa starfsemi lengi í húsakynnum sláturhúss KEA? Nei, nei, það var ekki nema fyrsta veturinn. Strax næsta sumar var byggt verksmiðjuhús uppi í gilinu, þar sem Sjöl'n er núna. Þá flultum við þangað og vorum þar í þrjá vetur. eða til 1927. En þá voru aðstæður breyttar. Loðsút- aðar gærur voru komnar í hátt verð, og nú borgaði sig ekki lengur að taka ull- ina af skinnunum, svo gærurnar voru nú seldar saltaðar. • Skinnaiðnaður og skógrækt Lagðist þessi starfsemi þá niður? Já, í bili. Verksmiðjan var ekki rekin í þrjú ár. Þá fór ég til Ameríku aftur, reyndar að mestu leyti á eigin vegum. Eg átti kost á því að starfa við fyrir- tækið, þar sem ég hafði stundað nám nokkrum árum áður, og nú langaði mig til þess að kynna mér sútun skinna. Það var mikill leður- og hanskaiðnaður þar sem ég var. En nú óskaði Jón Árnason eftir því, að ég kynnti mér slátrun og meðferð sláturs í New York, en þar var þá stórt sláturhús. Ég fór því þangað og var í New York í hálft annað ár. Mér sýndist framtíðin í skinnaiðnað- inum heldur ótrygg, svo ég brá á það ráð, þegar ég hafði lokið náminu í New York, að fara til Noregs og Iæra þar skógrækt. Þetta var árið 1929. 13

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.