Andvari

Ukioqatigiit

Andvari - 01.10.1965, Qupperneq 20

Andvari - 01.10.1965, Qupperneq 20
110 KRISTMANN GUÐMUNDSSON ANDVARI legur. En augun voru stór og draumlyndisleg, og hann var oft líkt og utan við sig. Skopskyn var ekki það, sem mest bar á í fari hans. Þegar ég brá á glens og spurði hann hvernig honum litist á stúlkumar í þorpinu, hristi hann höfuðið alvarlegur í bragði. „Þær eru nokkuð snotrar, sumar hverjar," hélt ég áfram, „og glaðlyndar, sýnist mér?“ „Trippi, sem bregða á leik!“ muldraði hann og var nú bersýnilega ann- ars hugar. „Ekki ætti það að spilla neinu," sagði ég í hálfkæringi. Enn sat hann þögull, og það hafa sjálfsagt liðið fimm mínútur áður en hann svaraði: „Ég kann ekki við það.“ Ég hefði víst átt að hætta þessu tali, en gat ekki á mér setið: „Hvernig viltu þá, að ungar stúlkur séu?“ Hann laut höfði, og ég sá að eilítið bros lék um varir bans. — Jæja, hugsaði ég, þarna er ég kominn að kjamanum: pilturinn er ástfanginn. Gaman væri að vita hvernig hún lítur út. „Ég gæti nú kannski sagt þér það,“ sagði hann hikandi, eftir nokkuð langa þögn. „En ég er ekki viss um, að þú skiljir mig.“ „Reyna má það.“ Enn liðu nokkrar mínútur í þögn. Það krimti dálítið í honum öðm hvoru, og ég sá, að hann átti erfitt með að hefja máls. — „Jæja — jú, sjáðu —,“ hálf- stamaði hann. „Pabbi þurfti að leggjast á spítala héma um daginn, ég heini- sótti hann auðvitað á hverjum degi. Hann var ekki lakari en það, að hann gat setið í dagstofunni í heimsóknartímunum. Og þama í stofunni voru líka fleiri sjúklingar. Einn af þeim var ung stúlka. Hún sat alltaf úti við gluggann, þegar sólin skein.“ Enn þagði hann lengi, og ég var farinn að óttast, að ég fengi ekki meira að heyra, þegar hann seint og um síðir hélt áfram, í lágum hljóðum, líkt og hann væri að tala við sjálfan sig: „Hún er ekki héðan úr þorpinu. Hún á lieima í sjávarplássi fyrir vestan. Ég hafði aldrei séð hana áður. En mér varð starsýnt á hana, skal ég segja þér. Þú veizt, að ég hef aldrei verið það, sem kallað er kvennamaður, en samt het ég nú átt mína drauma, eins og aðrir. Ég hafði gert mér í hugarlund, svona nokkurn veginn, hvernig unnusta mín tilvonandi ætti að líta út. En mér fannst stundum, að ég hefði fæðzt of seint — ég hef aldrei getað samið mig að þess- um galgopalegu stelpum, sem allt er fullt af núna. Það er eins og ég nái engu sambandi við þær, bafi ekkert við þær að tala, og ég hef líka oft orðið var við, að þeirn finnst ég leiðinlegur. Það livarflaði alloft að mér, að stúlkan mín
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Andvari

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.