Andvari

Ukioqatigiit

Andvari - 01.10.1965, Qupperneq 23

Andvari - 01.10.1965, Qupperneq 23
ANDVARI STÚLKAN HORFNA 113 lýsingunni á henni að dæma mátti vel álykta, að hún yrði ekki langlíf. Þótt mér væri ekki málið skylt, beinlínis, kenndi ég einhvers saknaðar, þegar ég hugleiddi þetta. Ástarsaga vinar míns hafði verið svo falleg og sjálfsagt haft meiri áhrif á mig en mig grunaði í svipinn. Nú jæja, kannski fór bezt á því, Garðars vegna, það hefði orðið honum byrði að dragast með heilsulausa konu. Nokkru seinna heyrði ég frá sameiginlegum kunningjum, að hjónaband hans gengi dálítið skrykkjótt. Þeir hrósuðu að vísu konunni: hún var mesta myndarhúsfreyja, dugleg og rösk, kát og fjörug hnáta, talsvert gefin fyrir skemmt- anir. Eg gat ekki varizt brosi, er ég las þetta. Tæpast myndi nú sú hlið skap- gerðar hennar falla vel í kramið hjá Garðari mínum. En kannski var það hon- um fyrir beztu að kynnast dálítið jarðneskri gleði og vera sviptur draumóra- blæjunni. — En skrambi hafði hann skjótt látið huggast. Og litla stund hvarflaði enn að mér angurvær saknaðarkennd: Hún hafði þá dáið, hún Blábrá hans. Þegar ég kom heim til Reykjavíkur, heyrði ég á skotspónum, að Garðar væri í bænunr — og að hann væri í þann veginn að skilja við konuna sína. Mér þótti þetta leitt að vonum, en kom það ekki alveg á óvart. Satt að segja hafði mig grunað, að honum myndi reynast erfitt að semja sig að framferði mjög veraldlegrar konu. Þá frétti ég einnig, að faðir hans væri látinn, og að hann hefði í hyggju að losa sig við allt umstangið þar nyrðra og fara til útlanda. En ekki hitti ég hann að þessu sinni, vissi enda ekki, hvar hann var til húsa, og gerði enga gangskör að því að finna hann. Eins og á stóð var mér það ekki á móti skapi, að fundir okkar drægjust eitthvað. Mér hefði veizt erfitt að tala við hann um einkamál hans að þessu sinni, eins og hann var skapi farinn. Síðar komst ég raunar að því, að þessar fréttir höfðu verið orðum auknar. Skólabróðir okkar beggja, sem þekkti vel hagi Garðars, sagði mér nefnilega, að allt hefði fallið í Ijúfa löð milli hjónakomanna, og að Garðar myndi verða kyrr fyrir norðan. Vorið eftir átti ég enn leið um þorpið hans og afréð að heimsækja hann. Ég hitti hann á skrifstofunni, og hann tók mér opnum örmum. Mér varð þegar Ijóst, að hann hafði breytzt allmikið. Það var kominn nýr glampi í augun á honum, sem naumast gat stafað af öðm en ánægju og vellíðan. Og hann var miklu kátari, kvikari í hreyfingum — já, og hnarreistari en áður. Og þótt hann væri enn heldur orðfár, var alveg erfiðislaust að halda uppi samræðum við hann. „Þú gistir auðvitað hjá okkur!" sagði hann glaðlega. „Og borðar hjá okkur í kvöld. — Ég ætla að hringja snöggvast í konuna mína.“ Garðar ók mér heim til sín, frá skrifstofunni, í splunkunýjum bíl, og það bar ekki á öðru en að honum færist vel að meðhöndla gripinn. En ég minntist
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Andvari

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.