Andvari - 01.10.1965, Blaðsíða 31
ANDVARI
WILFRED OWEN
121
DÆM I S AG A
af öldungum og œskulýð.
Og Abrctham stóð upp órla, klauf brennivið,
tók eld og fórnarhníf og lagði af stað,
og með honum sonur hans ísak. Og er þeir komu
í ófanga, spurði sveinninn: Faðir minn,
eldurinn, hann er hér, og viðurinn,
en hvar er lambið, það er fórna skal?
Þó batt Abraham sveininn, frumburð sinn,
með svarðarlinda, gerði í miðjum dal
víggröf og bjóst að slótra syni sínum.
En sem hann reiddi upp hnífinn, kallaði til hans
engill Drottins af himni: Abraham,
legg ei hönd ó sveininn og ger honum ekkert. Sjó
flœktan ó hornum í fjallvíði þennan hrút,
fórna þeim hrúti Drambsins í sonar stað.
En öldungnum sýndist annað, — höndin hrum
laust helftina' af sœði Evrópu, brum fyrir brum.
ENDIR
Er hin sveipandi elding austurloftum fró
hefur upplýst þrumuskýin um Hósœtið,
og trumbuslög hinzta dags eru fallin í dó,
og dumbir eirlúðrar vestursins rýma svið, —
Munu sofnir þó upprísa aftur? Skal treysta því,
að Hann afmói Dauðann, öll tór og naglaför,
og fylli Lífsins œðar œsku ó ný? —
úr ódóinsbrunnum laugi hvert visið hrör?
Ei kvað svo Ellin, er ég spurði í gœr:
„Silfrað enni — hverfull snœr."