Andvari

Årgang

Andvari - 01.10.1965, Side 43

Andvari - 01.10.1965, Side 43
ANDVARI AMERÍKA f ÍSLENZKUM BÓKMENNTUM 133 rækilegri greinargerð Þorkels Jóhannes- sonar um feril kvæðanna. Þorkell annað- ist einnig á árunum 1938—48 útgáfu bréfa og ritgerða Stephans í fjórum væn- um bindum. Vér skulum nú heyra ögn hljóðið í Stephani, í ræðu, er hann flutti 1884 í íslenzku byggðinni í Norður-Dakota til að árna nágrönnum heilla í nýbyggðu húsi þeirra: „Það er líklega enginn, sem skálin þessi er byrluð handa, verr til þess fallinn að mæla fyrir henni en ég, því þó ég þekki og kannist við ina fögru hugmynd í orð- unum hús og heimili, ann ég samt meira nöfnunum fjöll og heiðar, öræfi og eyði- skógar, og oft hefir mér gramizt að sjá in stórkostlegu spellvirki, sem þessi stirða og sterka starfsemi og atorka mannanna hefir unnið á inni náttúrlegu eyðifegurð skógarins og grundanna.----------Söng- fuglarnir fælast burt af kúabauli og kinda- jarmi, og varla heyrist „gaukur gala“ fyrir malandanum í kvörn ins fégjarna Fróða konungs, þessu síniðandi búsýsluskvaldri ins ameríkanska bónda, sem sífellt heimt- ar að mala að sér peningasæluna. En þó að mannshöndin þannig höggvi og upp- ræti mikla fegurð og frelsi, plantar hún þó stundum nokkur blómkorn í staðinn með svo miklum þrifnaði og þokka, að það ber vott um snotran og smekkvísan anda þess, sem gróðursetti þau. Húsið það arna lýsir einmitt þessu." Svipaðs hugsunarháttar kennir í ann- arri ræðu, er Stephan flutti líklega tveim- ur árum síðar að skilnaði eftir heimsókn til Winnipeg, er hann segir m. a.: „Ný- komnum af inum víðlendu grassléttum í Dakota, sem sýnast takmarkalausar eins og inn blái sumarhiminn, sem hvelfist yfir þeim, hefir mér fundizt bærinn yðar þröngur, og mér hefir stundum virzt, að hugir yðar í sumum félagsmálum yðar hafi dregið dám af borginni í kringum ykkur.“ . . . Stephan óttaðist mest þröng- sýni landa sinna í trúarefnum, og það er gegn henni efalaust, sem hann beitir sér 1888 fyrir stofnun Hins íslenzka menn- ingarfélags i byggð Islendinga í Norður- Dakota. Stefnuskrá félagsins var svofelld, rituð með hendi Stephans fremst í funda- bók þess: Mannúð. Rannsókn. Frelsi. Stefna fé- lagsins er að styðja og útbreiða menning og siðferði, það siðferði og þá trú, sem byggð er á reynslu, þekking og vísindum. í staðinn fyrir kirkjulegan flokkadrátt vill það efla mannúð og bræðralag; í staðinn fyrir íhugunarlausa játning skynsamlega og óhindraða rannsókn; í staðinn fyrir blinda trú sjálfstæða sannfæring, og í staðinn fyrir heimsku og hleypidóma and- legt frelsi og framför, sem engar hömlur séu lagðar á. Á það hafa hent próf. Þorkell Jóhannes- son og þó einkum Óskar Halldórsson cand. mag., að í stofnun þessa félags hafi gætt áhrifa frá Felix Adler, prófessor í hebresku og Austurlandabókmenntum við Cornell háskóla, en síðar í félagsfræði og siðfræði við Columbia háskóla. Adler hafði flutt fyrirlestra á vegum siðmenn- ingarfélags eins (The Society for Ethical Culture) og þeir síðar verið gefnir út að ósk þess í New York 1877. Fjalla þeir um forn og ný vandamál á sviði trúmála, heimspeki, siðfræði og menningar. Hefur Óskar Halldórsson (í Studia Islandica, 19. hefti, Reykjavík 1961) bent á nokkur at- hyglisverð dæmi áhrifa þessara fyrirlestra á kvæði Stephans. Þessi félagsstofnun hændanna mæltist illa fyrir hjá prestum íslenzk-lúterska kirkjufélagsins, einkum æðsta presti þess, Jóni Bjarnasyni í Winnipeg, er ritaði gegn því og kallaði það vantrúarfélag. Stephan svaraði honum skelegglega og
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.