Andvari

Árgangur

Andvari - 01.10.1965, Blaðsíða 44

Andvari - 01.10.1965, Blaðsíða 44
134 FINNBOGI GUÐMUNDSSON ANDVAM hafði að einkunnarorðum: En er Heródes konungur heyrði þetta, varð hann skelfd- ur og öll Jerúsalem með honum. Þessi andlega aðþrenging, örðugur hú- skapur og annað fleira, sem erfitt er nú, sökum ónógra heimilda, að átta sig á, ollu því, að Stephan tók sig sem fyrr segir enn upp 1889 og hélt ásamt nokkrum Dakota- Islendingum allt vestur til Albertafylkis í Kanada. Þaðan skrifar liann 4. des. 1889 Jónasi Hall, bezta vini sínum í Norður- Dakota: „Slæmt þykir mér, hvað ykkur kunningjum mínum bregðast Dakota- vonirnar ár eftir ár. Það er kannske af því ég var sjálfur orðinn svo þreyttur á þeim, að ég hefi svo litla trú á þeim framvegis, að minnsta kosti fyrir menn, sem eins og við erum komnir á svo langt rek, og finnst mér nú ég hafi safnað aftur nýjum þrótti og vonum þrátt fyrir fátækt og frumbýlis- skap og er glaður yfir að vera sloppinn út úr raginu." Nú kunna menn að hyggja af því, sem þeir hafa þegar heyrt, að Stephan G. Stephansson hafi verið einhver gallagrip- ur, alls ósáttur við umhverfi sitt og hafi loks flúið það fremur en berjast til þraut- ar. Það er rétt, að svo kann að virðast í fljótu bragði, en sé betur að gáð, kemur annað í ljós. Flutningur á fjarlægar og fámennar slóðir mögnuðu hann til nýrra átaka við sjálfan sig og tilveruna alla. Aður en horfið verður að þeim Jrætti, skulum vér njóta með honum sumarhlíð- unnar í Dakota í kvæðinu Við verkalok frá 1883, er sýnir, að hann hefur þar cinnig átt sínar góðu stundir. Er sólskins hlíðar sveipast aftanskugga um sumarkvöld og máninn hengir hátt í greinar trjánna sinn hálfa skjöld, er kveldkul andsvalt aftur kæla tekur mitt enni sveitt og eftir dagsverk friðnum nætur fagnar hvert fjörmagn þreytt---- Er úti á grundum hringja bjöllur hjarða, nú hljótt, svo glöggt, og kveldljóð fugls í skógnum einstakt ómar og angurklökkt, og golan virðist tæpa á hálfri hending, er hæst hún hvín, og hlátur bama, er leika sér við lækinn, berst ljúft til mín — En eins og tunglskins blettir akrar blika við blárri gmnd og Ijósgrá móða leitin bakkafyllir og lægð og sund, og neðst í austri gylltar stjörnur glitra í gegnum skóg: Þá sit ég úti undir búsagafli í aftanró. Því hjarta mitt er fullt af hvíld og fögnuð, af frið mín sál. Þá finnst mér aðeins yndi, blíða, fegurð sé alheims mál — að allir hlutir biðji bænum mínum og blessi mig — við nætur gæzku-hjartað jörð og himinn að hvíli sig. En þegar hinzt er allur dagur úti og upp gerð skil, og hvað sem kaupið veröld kann að virða, sem vann ég til: í slíkri ró ég kysi mér að kveða eins klökkan brag og rétta heimi að síðstu sáttarhendi um sólarlag. Þótt Stephan hafi með þessu kvæði og ýmsum öðrum fyrir 1889 sýnt, hvert skáld hann var, telur hann sjálfur skáldferil sinn hcfjast með flutningunum vestur til Alherta, enda tekur hann upp úr Jieim að hirta kvæði sín að verulegu ráði. Um- skiptin hafa allra fyrst dregið úr honum móðinn, en árið 1891 kveður hann sér svo rækilega hljóðs, að hann gerist á skammri stundu eitt af höfuðskáldum Islendinga. Hið nýja umhverfi svífur á hann. Ég stikla á nokkrum kvæðaheitum frá fyrri
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.