Andvari

Árgangur

Andvari - 01.10.1965, Blaðsíða 45

Andvari - 01.10.1965, Blaðsíða 45
ANDVARI AMERÍKA í ÍSLENZKUM BÓKMENNTUM 135 árum hans í Alberta: Áin, Lækurinn, Hóllinn, Greniskógurinn, Sveitin min, Klettafjöll. Og hið sama er að segja um veðráttuna, hvort sem það er Sumarkvöld í Alberta eða Vetrarríki. I kvæðinu Vestur í frumbýli, ortu 1891, lýsir hann, hversu honum finnst har.n vera kominn heim eða eins og hann segir: Úr ferðaflækings sveim mér finnst ég kominn heim í kotin yngri ára, við afrétt, heiðageim. Og komumanni kemur að hvíla sig hjá þeim. Af ferðalúr og flakki liann fengið hefir nóg um sáðlöndin sólbrennd, um svartviða-skóg, því lífið þar varð leiði, hann lengi aldrei bjó við sáðlöndin sólbrennd og svartviða-skóg. — — — En heiðageimur vestursins er ekki að- eins til yndis, heldur er hann jafnframt vígi, svo sem fram kemur í lokaerindi kvæðisins Sumarkvöld í Alberta: Ég ann þér, vestræn óbyggð, láðið lífs og bjargar. Með landrýmið þitt stóra, sem rúmar vonir margar, því án þín móti þrældóm væri hvergi vígi og vesturheimska frelsið ævintýr’ og lygi. Og úr þessu vígi herjar hann á allt, sem hann vill feigt: hvers konar þröng- sýni, flokksræði, yfirgang, auðvald og styrjaldir. Um hann má segja líkt og Longfellow um Járnsmiðinn í kvæði, sem Stephan eitt sinn þýddi að mestu, en hér verður þó vitnað til í þýðingu Einars Benediktssonar: Hann horfir djarft á hvern sem er, hjá honum á enginn neitt. Ég minnist eftirfarandi vísna úr ljóða- hréfi, sem Stephan orti eitt sinn, er rit- stjóri íslenzks vikublaðs í Winnipeg benti honum á, að kvæðið Jahve, sem Stephan hafði sent honum til birtingar, kynni að valda hneykslun. Erindin eru þessi: Ekki þarf í það að sjá! þér ég aftur gegni. Eg er bóndi, allt mitt á undir sól og regni. Þó að einhver þykktist mér, það er smátt í tapi. Veðuráttan aldrei fer eftir manna skapi. Mér var heldur aldrei um að eiga nokkru sinni málsverð undir embættum eða lýðhyllinni. En þótt Stephan bakaði sér óvild manna með ádrepum sínum, urðu þeir stöðugt fleiri, er virtu sjónarmið hans og hrein- skilni. Menn undruðust einnig, hve miklu fátækur bóndi og átta barna faðir gat komið í verk. Það var ekki af fordild, að hann kallaði ljóðmæli sín Andvökur, þau voru sannarlega ort marga andvökunótt, þegar aðrir sváfu og hvíldust eftir erfiði dagsins. Enda lætur Stephan skáldskapar- gyðjuna segja í kvæði, þar sem þau ræða samskipti sín: Þú helgaðir stritinu hraustleik og dag, mér hríðar og nótt og þreytu. Stephan hefur á skemmtilegan hátt komið að þessu Sama efni í bréfi 4. janúar 1899 til eins skáldbróðurins vestan hafs: Skálddísin er ósveigjanleg örlaganorn og öfundsjúk eins og Jehova. Það er um að gera að sitja og standa eins og hún vill, þ. e. a. s. yrkja aldrei utan við sig. „Hel- vítis konuríki er þetta," sagði karlinn, þegar kerlingin hengdi á hann grútar-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.