Andvari

Árgangur

Andvari - 01.10.1965, Síða 54

Andvari - 01.10.1965, Síða 54
144 ANDRÉS BJÖRNSSON ANDVARI aldri, til æðstu virðingar, er hann varð biskup í Skálholti. Tók nú mjög að vænkast hagur séra Einars, því að Oddur biskup var maður ættrækinn svo af bar. Þótti hann jafn- vel um of örlátur á embætti við bræður sína og frændur, þó að þeir væru reyndar margir vel lærðir og hinir mestu atgervis- menn. A fyrsta ári biskupdóms síns, baustið 1589, bauð Oddur Einari föður sínum, sem þá var i'úmlcga fimmtugur að aldri, með öllu skylduliði hans til vetursetu í Skálholt. Þá veitti hann föður sínum Hvamm í Norðurárdal ásamt prófasts- embætti, en breytti skjótt þeirri ætlan sinni, og fluttist séra Einar um haustið 1590 austur að Eydölum með fjölskyldu sinni. Séra Einar sat í Eydölum til ævi- loka og farnaðist þar vel í bvívetna. Þar eystra stofnaði hann það ríki ættar sinn- ar, er lengi skyldi standa. Hann andað- ist i hárri elli, árið 1626, 15. júlí. Séra Einar Sigurðsson varð ákaflega kynsæll maður. Segir Páll Eggert Óla- son, að allir núlifandi Islendingar muni geta rakið til hans ættir sínar. Niðjar hans voru honum líka mjög hugleiknir og víða í ljóðum sínum minnist hann þeirra með fyrirbænum mörgum og fögr- um. Séra Einar er maður fyrirheitisins með óbilandi trú á forsjónina. Hann ber öll einkenni þjóðarföðurins og minnir ósjálfrátt á Abraham, föður Israels. Víða má sjá, hversu mikils séra Einar metur skáldskapargáfu sína og hversu dýrmæt honum finnst sú gáfa. 1 Ævi- söguflokki segir hann svo: Gaman hans var það ævi alla og dægrastytting að dikta kvæði, sagði í raunum sinn hug gleðjast vel af kröftugu vísna orði. 1 formálsvísum fyrir Vísnabók Guð- brands biskups eru meðal annars þessar tvær alkunnu vísur séra Einars, sem sýna áhuga hans á því að fræða og það hitt, hversu skáldskapurinn sé nytsam- legur til fræðslu: Ileilagur andi í hvert eitt sinn hefur það kcnnt mér, bróðir ininn, þá lífsins salt eg lítið finn að leggja það ekki í kistur inn. Ki’æðin hafa þann kost með sér þau kennast betur og lærast ger, en málið laust úr minni fer, mörgum að þeim skemmtan er. Til hnossa telur hann og skáldskapinn í kvæðinu um Islands gæði. Þar segir hann svo: Vísnasmíð er íþrótt cin, eykst það eg nú heyri, dýrleg sálmadiktan sú — dróttinn gefi við lærum nú, hún glóir sem gull hjá eiri. Séra Einar segir frá því, að þrítugur að aldri hafi hann fengið vitrun um að „vanda Ijóð Guði til handa". Kveðst hann hafa látið æskuljóð sín glatast. Hafa þau sjálfsagt vitað meir að veröldinni en hin síðari, og mundi oss nú þykja forvitni- legt að þekkja þau kvæði. Að sjálfsögðu var séra Einar alinn upp við eldri skáldskap bæði veraldlegan og andlegan, enda eru áhrif frá honum greinileg í kvæðum hans að því er formið snertir. Hins vegar krafðist hinn nýi sið- ur þess, að guðsorð væri jafnt í bundnu máli sem óbundnu kennt ljóst og skýrt, án skrúðmælgi eða líkinga. Hneigðust
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.