Andvari

Árgangur

Andvari - 01.10.1965, Síða 58

Andvari - 01.10.1965, Síða 58
148 ANDRÉS BJÖRNSSON ANDVARI þá tengdur Brynjólíi biskupi, því að kon- ur þeirra voru bræðradætur. Stefán sat í Vallanesi til æviloka, en hann andaðist á höfuðdag, 29. ágúst 1688. Nálega einni öld eftir að Stefán Ólafs- son dó ritaði þáverandi prestur í Valla- nesi, séra Jón Stefánsson, framan við Ministerialbók staðarins æviágrip Valla- nespresta frá 1500. Þetta er árið 1784. Þar segir meðal annars um Stefán Ólafs- son: „Honum lét staðurinn allvel um nokkurn tíma framan af. Græddi hann þar vel kvikfénað, einkum hesta. Hann átti marga góðhesta og þótti allvænt um þá (sem hestavísur hans sýna). Þá hann hafði verið hér um hríð, féll upp á hann mótlæti, fótbrotnaði af hesti af kaup- staðarleið. Lagðist síðan og var rúmfastur það mesta eftir var ævi hans, sem mun hafa verið lengi nokkuð." . . . Síðar segir: „Hann (séra Stefán) var um sína tíð haldinn mesti gáfumaður og þjóðskáld. Eftir hann liggja margir sérdeilis vel kveðnir og andríkir sálmar og margt annað í kveðskap, fallegt og fróðlegt. Hann átti mörg böm og eru mjög margir niðjar, einnig þeir göfugustu menn, sem nú eru á landi voru, frá honum komnir." Líklegt má teljast, að ýmsar sagnir um séra Stefán hafi fylgt staðnum í Valla- nesi alllengi, ekki sízt fyrir það, að son- ur hans, Ólafur, sat í Vallanesi talsvert fram á 18. öld. Það var þó undarlegt, að prestur þessi veit ekki um dánarár séra Stefáns og óglöggt um veikindi hans. Eru heimildir mjög litlar um efri ár þessa merka skálds nema lielzt það, sem ráða má af kvæðum hans. Sagnir herma, að erfðaveilan, þunglyndið, hafði lagzt að honum, hann hafi fitnað mjög með aldri og auk þess verið bæklaður. Stefán Ólafsson hefur getið sér mesta frægð þeirra þriggja skálda, sem hér um ræðir, og mörg kvæða hans hafa orðið sérlega lífseig. Þó fór svo um kvæði hans sem Ólafs, föður hans, að þau lentu á hálfgerðum hrakhólum áður en þeim yrði safnað til útgáfu. Hefur Stefán ort mjög mikið, bæði sáhna og veraldleg kvæði. Það eru einkum hin síðarnefndu, sem haldið hafa velli. Tóku ýmsir að safna kvæðum hans á 18. öld, en ekki voru þau prentuð fyrr en 1823. Gaf Bókmenntafélagið þau út, en Finnur Magnússon prófessor sá um útgáfuna. Miklu umfangsmeiri var útgáfa sú af ljóðum Stefáns, sem Jón Þorkelsson ann- aðist fyrir Bókmenntafélagið og út kom árin 1885 og 1886. Þar eru saman komin öll þau ljóð, sem Stefáni hafa 'fundizt eignuð í handritum. Var því ekki óeðli- legt, að þar slæddist sitthvað með sem Stefáni var ranglega eignað. Ekki eru sálmar séra Stefáns í þess- um útgáfum. Eru þeir þó margir og hafa þótt góðir á sinni tíð, og enn eru þrír sálmar séra Stefáns í Sálmabók vorri, en samtíðarmaður hans Hallgrímur skvggir á öll önnur sálmaskáld á hans tíð. Sumir sálma Stefáns hafa aldrei komizt á prent. Veraldleg kvæði séra Stefáns hafa mest aukið hróður hans á seinni öldum, enda eru þau bæði mörg og merkileg, prýði- lega ort, og Ijóðaakurinn sannarlega fjöl- skrúðugur. Af ljóðunum verður ekki bet- ur séð en séra Stefán hafi verið jafnvígur í erlendum samtíðarmenntum, klassisk- um skáldskap, íslenzkri fornfræði og Eddulist. Hefur hann stælt samtíma söng- vísur einkum í mansöngvum sínum. Einnig yrkir hann snilldarvel undir ís- lenzkum fornháttum, Ijúflingslagi og dróttkvæðum hætti, til að mynda Nýj- ársgjöf Guðrúnar litlu Gísladóttur og Brúðkaupsvísurnar til Jörgens Kem, sömuleiðis hina alþýðlegu rímnahætti. Þá hefur hann og þýtt Virgil og Horaz af snilli. Hann hefur og verið gæddur frá- bærri kímnigáfu eins og mörg kvæði hans sanna, svo sem kvæðið um Ásmund
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.