Andvari

Árgangur

Andvari - 01.10.1965, Síða 73

Andvari - 01.10.1965, Síða 73
ANDVARI GLÆLOGNSKVIÐA ÞÓRARINS LOFTUNGU 163 hvarí Hákonar jarls, hugðist hann vinna ríki sitt í Noregi að nýju. Er hann kom til Svíaríkis, fékk hann þar nokkurn liðs- kost a'f Onundi mági sínum, en auk þess safnaðist honum allmikill her, bæði fornra vina og ættingja frá Noregi og ævintýramanna sænskra og auk þess markamanna. En svo mikill var fjand- skapurinn gegn honum í Noregi, að er höfðingjar og bændur fengu fréttir af því, að hans mundi brátt von austan, höfðu þeir uppi liðsafnað, bæði í Suður- og Norður-Noregi, til að verja honum land. Hann valdi hina nyrðri leið frá Svíþjóð yfir Kjöl til Þrándheims. Þar sigruðu Þrændur og Háleygir hann i orustu og felldu að Stiklarstöðum 31. ágúst 1030. Sömu dagana og Norðmenn felldu Ólaf konung á Stiklarstöðum, bar að landi suður í Víkinni Svein Knútsson með mikla sveit danskra hermanna. Sveinn var barn að aldri, og hafði því forystu fyrir liði hans Haraldur jarl Þorkelsson, hermaður mikill og höfðingi. Sveinn var til konungs tekinn um allan Noreg, og virðast menn í fvrstu hafa vænzt góðs eins af honum. Er honum heldur hvergi lxirin illa saga sjálfum, og getið er bernsku hans stundum honum til afsökunar. En með honum voru fylgjur þær, er hrátt þóttu óþolandi í Noregi. Fyrst er þar að nefna móður hans. Það er til vitnis um virðingu þá, er Norðmenn lögðu á Svein konung, að þeir kenndu hann ekki við föður sinn, Knút hinn ríka, heldur kölluðu hann Alfífuson. Það mátti réttlæta með því, að móðir hans, en eigi faðir, fylgdi hon- um til Noregs, en annars mun annað hafa búið undir nafngiftinni, það fyrst, að Norðmönnum þótti hann lúta um of valdi móður sinnar, það annað, að þeim þótti móðernið slíkt að vefengja mætti, að hann væri borinn til konungdóms. Móðir hans, sem reyndar hét Ælfgifa, var „öldurmanns“-dóttir frá Englandi, og hafði verið fylgikona Knúts konungs, þar til hann gerði Englum það til hæfis að velja sér drottningu af fornri konungs- ætt þeirra. Annars er Alfífu lýst sem vel viti borinni konu, en drottnunargjarnri, enda má virða henni það til vorkunnar, að hún vildi fá í Noregi uppreisn fyrir það, að henni hafði verið ýtt til hliðar í Englandi. Þó þótti Norðmönnum önnur fylgja Sveins konungs enn verri. Það var hin danska sveit, er honum var til halds og trausts. „Það fylgdi og“, segir Snorri, „að þá skyldu danskir menn hafa svo mik- inn metnað í Noregi, að eins þeirra vitni skyldi hrinda tíu Norðmanna vitn- um". Jafnframt voru á landslýðinn lagðar margar nýjar álögur. „Að jólurn skyldi hver bóndi fá konungi mæli malts af arni hverjum og lær af uxa þrevetrum, — það var kallaður vinartoddi, — og spann smjörs, en húsfreyja hver rykkjar- tó“. -— Mæltu þá þeir, er eigi höfðu verið í mótferðum við Ólaf konung: „Takið þér nú laun af Knýtlingum þess, er þér börðust við Ólaf konung og fellduð hann frá landi. Yður var heitið friði og réttar- bót, en nú hafið þér ánauð og þrælkun og þar með stórglæpi og níðingsskap. — Þá náðist sannmæli af mörgum til Ólafs konungs." En svo kom að því að Ólafur konung- ur var beinlínis upp vakinn. Meðan mótherjar Ólafs á Stiklarstöðum ráku flótta manna hans þaðan, hafði bóndinn á staðnum, Þorgils Hálmuson, skotið líki konungs undan. Hann bjó því kistu og vandaði mjög, flutti það síðan á laun til Niðaróss, líklega til að koma því þar í vígða mold. En er hann fann, að engir þeir, er hann hugði konungs vini, vildu við líkinu taka, fór hann með það upp með ánni Nið og gróf það þar í sand-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.