Andvari

Ukioqatigiit

Andvari - 01.10.1965, Qupperneq 78

Andvari - 01.10.1965, Qupperneq 78
MARTIN A. HANSEN; Heimur sögumannsins DAGBÓKARBLÖÐ Veðrið er á báðum áttum. Hviklynt vor. Það er í byrjun dymbilviku 1951. Vind- ar blása. Bleikir veggir rúmsins svífa framhjá rétt fyrir utan, skafrenningur. Erantis er í blóma og felur stúlkuhöfuðin undir ábreiðunni. Heslikönglarnir eru bústnir, en flosan spennir dofnurn fingr- um um dýrmætt frjóið. Eg gekk út í gær. Lævirkjarnir fela sig í bópum í lautunum. Vepjuhópar leita hælis í mýrunum. Starrarnir áttu víst síður en svo neina sæludaga. Sljóir smáfuglar hnipruðu sig saman og depluðu augunum þegar músvákurinn þreytti sitt flug yfir skóginn í auðn geims- ins, fljúgandi sögn. Eg reikaði um í skógunum og var að leita að snípum, en það var fáfengileg leit. í skógarjaðrinum mátti um langan veg líta stygga skógarþresti. Og að sjálf- sögðu hinar málglöðu finkur. Hérapestin hefur verið skæð. I vetur hafa hérar ekki sézt. í gær rakst eg á gamlan graðhéra, sem sat einn í dalverpi. Eg gekk upp í vindinn og fékk færi á honurn í tuttugu mctra fjarlægð. Gul hrygglóin bærðist eins og cldstungur í storminum. Hann var klæddur þung- lyndislegum sauðarlitum, sem minntu mann á gamlar voðir frá Gjöngehéraði, drungalegt hýjalín, dumbungslegir litir, sem vaxa upp úr eðli ullarinnar, kalk- gráir og svarðlitaðir, eins og storkið hlóð, daufur ryðleir, kolbrúnn og rauður, eins og glóð undir ösku, og gráir litir, sem hverfa við vetrarloftið. Graðhérinn fann rætur undir krapinu. Einu sinni teygði hann sig lostuglega eins og heitur köttur, lyfti sér ótrúlega hátt á sinaberum fótum. Og andvarpaði, eða svo heyrðist mér. Þá varð eg hálfheimóttarlegur. Þannig stóð hann tæpa stund, þótt annar virti hann fyrir sér. Að lokum rákust sálirnar á ein- hvers staðar í geimnum, utan hins skil- vitlega svo sem við ber um villt dýr. Allt i einu stökk hann af stað. Vindurinn er genginn í suður. Kannski veit kalsinn á eitthvað. Það voru margir góðviðrisdagar frarn í febrúar, held eg. Lævirkjar og vepjur dreifðust um akra og haga til dvalar. Þá höfðu akurhænsin parað sig langtímum saman. Þegar við fórum um Eyrarsund í 'byrjun marz blikaði á eitthvað í sólmóð- unni í fjarska. Sjófuglar að flytja sig bú- ferlum. Þeir verða ærir af vorloftinu þótt enn sé langt til stefnu. Einn góðviðrisdag morar allt í silki- toppum í limgerðinu okkar. Þá verður manni hugsað margt. Tveimur dögum síðar gekk þurrafrostið í garð. Smákvikindin féllu í grimmum síð- vetrarhörkunum. En á ísköldum marz- degi er sól skein á frerann sá eg mar- gæsahóp fljúga í austurátt. Langt í fjarska stagventi hópurinn og stefndi í norð-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Andvari

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.