Andvari

Volume

Andvari - 01.10.1965, Page 81

Andvari - 01.10.1965, Page 81
ANDVARI HEIMUR SÖGUMANNSINS 17J stödd. Heimur íslendingasagnanna, markaður dráttum heimsslita og leyndu fyrirheiti, var viðfangsefni við hans hæfi, skyldi maður halda. Þýðing hans, sem hefur orkað á tung- una og er sá klettur, sem margur rithöf- undurinn hefur brýnt á stíl sinn, er með áferð, sem aldurinn einn hefur ekki vald- ið, heldur er hún gædd stílrænni reisn, sem tápmiklum nútíðarmönnum getur virzt kuldaleg. Við samanburð kemur í ljós, að margar jjýðingar nútímans eru greinilega impressíónískar. Meira ber á viðleitni til að greypa frásögnina í andar- tak líðandi stundar með stílrænum og tálrænum brögðum. Hér veldur einnig nýtízkulegra orðfæri. En þar við bætist að rithöfundarnir eru impressíonistar í stíl sínum. Smáatriðin, sérstaklega til- svörin, geta þá komið nær lesandanum svo fægifletirnir glitra í ríkari tilbrigðum. En kannski er það svo, að maður sem nútímastílisti ofmeti ekki gæði smáatrið- anna, heldur mikilvægi þeirra og stöðu í sögunni, sérstaklega tálrænt hlutverk þeirra. Þegar nautgripur, sem kemst inn á óslegið tún, treður grasið hér og þar, bítur í græðgi hingað og þangað og gleyp- ir alltaf safaríka og döggvota smáratoppa, þá fer sennilega að lokum, að hann liggi afvelta í grasinu með vindþembu. Þannig getur farið fyrir þeim lesanda, sem lýtur sérstaklega að því listræna og hámar í sig hin dásamlegu smáatriði sögunnar, að hann fái magaþembu vegna skorts á and- legri lneyfingu, þótt hinir víðáttumiklu innri landflákar sögunnar geti boðið hon- um dýrlegustu þrautir og þrekraunir. Maður getur hæglega orðið þeirrar trúar, að sagan sé útsmogin stílræn áorkunar- list, hvað ekki er rétt, og mér er því næst að trúa því, að hinn svali stíll N. M. Peter- sens sé í mörgum efnum í samræmi við eðli þessa skálskapar. Sjálfur hefur þessi skáldskapur sjálfsagt gælt við eins konar íhaldsemi í orðfæri, fjarvíddirnar orðið áhrifameiri fyrir þá sök, fjálgleikurinn innilegri. Manni finnst það ekki heldur fráleitt að í hinum véhelga heimi sög- unnar skipti það ekki máli, svo sem títt er í mörgum nútímaskáldsögum, að veiða lesandann í æsilega glapsýn, heldur hitt að líkna hjarta hans um langa stund. Þegar hin stranga saga beitir raunsæjum óvæntum smáatriðum þá er það gert svo hirðuleysislega, að þetta virðist liggja miklu fjær hinum útsmognu listbrögðum hinna síðari skáldakvæða cn þeim ris- miklu skrautmyndum, sem komið er fyrir í liinum stranga rómanska byggingarstíl, og eru í vitund nútimamannsins svo furðulegar og tilviljunarkenndar. Að því er sögurnar áhrærir er fátt fast undir fótum í sögulegum skilningi, en þó er það víst, að þær eru skráðar á íslandi tveimur öldum og hálfri betur eftir kristnitöku. Þá er svo langt komið blóma norrænna miðalda, að þær eru í hádegis- stað. Miðaldamenningin hafði rist djúpt plógfar í grunn sálar og fornan arf. Menntaðir menn á Islandi voru engir afturkreistingar — list hins óbundna máls var þar miklu fremur nýtízkufyrirbrigði. Hinn rómanski stíll hafði í meira en ald- arskeið drottnað í byggingarlist og mynd- list. Nærri frá öndverðu hafði hann tekið á sig norrænan blæ. Oðru nær að hann orki svo sem hann hafi verið leiddur til sætis með ofríki, verk hans bera vitni ginnhelgum eldmóði. Listrænir hæfileik- ar leystust úr læðingi með snöggum og ofsalegum hríðum og glímdu við ókennt smíðisefni, byltingin búin vart skiljan- legu afli og sjálfsvild. Sögurnar geta sem skáldskapargrein minnt í mörgum éfnum á þessa list. I þokkabót er ættarsvipur með þeim: List hins óbundna máls ryðst allt í einu fram
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.