Andvari

Årgang

Andvari - 01.10.1965, Side 83

Andvari - 01.10.1965, Side 83
ANDVARI HEIMUR SÖGUMANNSINS 173 sagan ber opinskátt vitni um hin miklu vatnaskil, er verða við dauða Ólafs, gera bókmenntirnar hið sama með leynd. Skyldi nokkur fortíðarandi láta meira til sín taka en sá, er átti sigri að fagna í óför- unum á Stiklastöðum? Hið fornnorræna er hér forsenda, svið hins mikla harm- leiks. Sviðið er hinn forni sögulegi og þjóðlegi heimur. Nánar tiltekið er það sálin. Hinir tveir heimar sagnanna. Deila hinna tveggja skoðana um upp- runa sagnanna er orðin hefð. Séu menn ekki tilfinningalega bundnir sterkum böndum annarri hvorri kenningunni, munnmælakenningunni eða hinni bók- legu kenningu, hugmyndinni að sagan sé trúverðug'ritun alþýðlegrar munnlegrar geymdar, og hinni hugmyndinni, að sög- urnar séu samdar af yfirburðarithöfund- um, þá hafa menn þá ánægju að geta til skiptis hallazt að báðum og komizt um leið að þeirri niðurstöðu, að taki menn aðra fram yfir hina þá sameinar hún öll þau fyrirbrigði sagnanna, sem þeim finnst nú máli skipta, og hin kenningin er vegin og léttvæg fundin. Alveg fer á sömu lund ef þeir af fróðleiksfýsn láta heillast af hinni kenningunni. Kenning- arnar vilja helzt ákveða sjálfar hvað telja verður mikilvægt. Það getur þá orðið íhug- unarefni, hvort þessar samkvæmu kenn- ingar komi ekki fremur upp um vits- munalegan búnað vorn en um sköpun sagnanna. Þessar kenningar koma þó að haldi sem tilgátur. Þær eru hvor annarri öndverðar, geta aðeins sameinazt í þver- sögn. En kannski verður aldrei komizt nær skáldlegri sköpun á vitsmunasviðinu en í þversögninni. Það er að skilja: maður kemst ekki að hinni skapandi athöfn, lifir hana ekki. En hin tvöfalda kenning getur vísað veginn til hins tvíræða og tvíátta, en þaðan kann hugsunin að rata að kjarnanum. Samkomulag, sem stillir báðum kenningunum í hóf, er óálitlegra. Hve auðvelt verður þá að spyrna við fót- um í þeirri ímyndun, að skýringin sé á reiðum höndum. Þótt aðeins hafi verið gert bandalag utan múranna, en gefizt upp við að vinna borgina. Munnmælakenningin viðurkennir í raun og veru aðeins einn heim í sögun- um, heim söguefnisins. Þær öðlast þá gildi sem sögulegur efniviður, en allt það sem máli skiptir í þeim, inntak og form, eru einnig menjar. Hin bóklega kenning gerir aðeins ráð fyrir einum heimi, miðaldalegu bók- menntaskeiði. Efni þeirra er þá túlkað frá sjónarmiði tálbragðalistarinnar og sögurnar týna því gildi sínu að vera stór- fellt skáldlegt framlag í sögu mannsand- ans. Eg hef gert mér þá hugmynd, sem hér skal stuttlega reifuð, að sögurnar séu af tveimur heimum, heimi söguefnisins og heimi sögumannsins. Hinn fyrri nær í stórum dráttum frá landnámi til Stikla- staða. Þær sögur, sem hæst ber að skáld- skap, vilja þó oft takmarka þennan heim við örfáar kynslóðir næstar á undan Stiklastaðaorustu. Hin opinbera kristni- taka verður þá nær því miðja vega í aðal- efninu. Frá skáldlegu sjónarmiði finnst mér þetta þó ekki skipta nándar nærri jafn miklu og dauði Ólafs. Þetta er um- byltingatími. Hið gamla í þessari blóðugu brennandi öld siglir hraðbyri inn í dauð- ann, svo sem ráða má af Ijósum stjömu- merkjum og tala þeirra er legio. Hið nýja fer með meiri leynd, því er sjaldan lýst á ytra borði, en hafi maður tekið éftir því má sjá það koma ókyrrð á allan þennan heim, allt að yzta sjóndeildarhring. Maður verður ekki á vegi þess svo sem þar væru boðaðar hugmyndir, trú eða skoðanir. Það 12
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.