Andvari

Årgang

Andvari - 01.10.1965, Side 94

Andvari - 01.10.1965, Side 94
184 ÓLAFUR JENS PÉTURSSON ANDVABI verkamannafylgi var ekki lielzta áhyggju- efnið, heldur sundrungin innan flokks- ins sjálfs, en þar komu marxistar einkum við sögu. Hinn danskættaði rithöfundur Laurence Grpnlund, hafði skrifað bók í anda marxisma (Cooperative Common- wealth, 1884) og 1887 reit hann bækl- ing, þar sem hann þóttist sanna hald- leysi georgismans (The Insufficiency of Henry George’s Theory). Kröfur marx- ista um opinberan rekstur á framleiðslu- tækjum urðu háværari með degi hverj- um, og dagblað flokksins (Leader) tók í sama streng. Þegar valdir voru fram- bjóðendur í fvlkisstjórnarkosningum um haustið 1887, sauð óánægja marxista upp úr og þeir stofnuðu Framsóknarflokh. verkamanna (Progressive Labor Party). Einnig hættu írskir innflytjendur að styðja flokkinn. Félag fátæktarandstæð- inga rcyndist aðalkjarninn í kosninga- baráttunni, og eina málgagnið var viku- blaðið Standard. Umræður um dauðadóminn yfir anark- istunum í Chicago settu mikinn svip á kosningabaráttuna. Frjálslyndum verka- lýðssinnum þótti nærri sér höggvið með dómi þessum og reyndar öllu réttlæti misboðið að dæma þá fyrir ósannaðar sakir. Viðbúið var, að Henry George og fylgismenn hans drægjust inn í þessar umræður. Sumt í kenningum hans mátti e. t. v. túlka sem anarkisma, og vissu- lega hafði hann samúð með rússnesk- um níhlistum í Framfarir og fátækt. 1 hita bardagans tók George af skarið og lýsti stuðningi við dómsniðurstöðuna. Með skrifum sínum og áróðri öllum liefðu anarkistar æst menn upp til hryðju- verksins. Hins vegar taldi hann, að milda ætti dóminn. Bæði í Ameríku og Evrópu hlaut hann þungar ákúrur fyrir þessa yfirlýsingu og var jafnvel kallaður svik- ari við málstað verkalýðsins. Flokkur hans beið geysilegan ósigur i kosningunum. í New York-borg sjálfri náði hann að- eins 55% af atkvæðamagni því, er Georgc hlaut árið áður, og aðeins fjögur þúsund atkvæði fram yfir það í öllu fylkinu. Demókratar sigruðu, en ekki var mikill atkvæðamunur á þeim og repúblikönum. Henry George var úr sögunni sem verka- lýðsforingi, og örlög Sameinaða verka- mannaflokksins voru ráðin. Upp úr Fé- lagi fátæktarandstæðinga myndaðist sér- trúarflokkur, sem varð merkilegt fyrir- bæri í bandarískri trúarbragðasögu. Eftir þessi tiðindi gat Henry George aðeins búizt við fylgi miðstéttarfólks. * Sameinaði verkamannaflokkurinn hvarf úr sögunni að fullu árið 1888. Við þau vonbrigði georgista bættist, að út kom stjórnmálarit í skáldsöguformi, sem varð skæður keppinautur grundvallarrits þeirra. Llér var um að ræða Litið um öxl (Looking Backward) eftir lögfræðing og blaðamann frá Massachusetts, Edward Bellamy. Bókin vakti óskipta athygli og náði svo feikn- miklum vinsældum, að jafna mátti við skáldsöguna Kofi Tómasar frænda. Ung- meyjar lásu hana sem eldhúsreyfara, og stjórnmálaskörungar brutu allan boðskap hennar til mergjar. Bellamy brá þarna upp mynd af þjóðfélagi um árið 2000, eins og það gæti orðið með friðsamlegri þróun frá 1887. Fátækt þekktist ekki, hvað þá heldur glæpir eða miskunnar- laus samkeppni. Æskan naut menntunar, og menn gátu snúið sér einvörðungu að siðmenntandi viðfangsefnum, þegar ald- urinn færðist yfir, því að framleiðslu- störf unnu þeir aðeins á aldrinum 22—45 ára. Vinnutíminn var því styttri sem verkin voru erfiðari, en sérhver lagði sig fram um vandaða vinnu. Margt var líkt með kenningum Bellamys og Georges; báðir höfnuðu t. d. valdabyltingu og „al- ræði öreiganna". Sá fyrr nefndi stefndi þó að ríkissósíalisma sem lokatakmarki,
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.