Andvari

Volume

Andvari - 01.10.1965, Page 97

Andvari - 01.10.1965, Page 97
ANDVARI HENRY GEORGE OG „EINFALDI SKATTURINN' 187 og raunin, að ófáir georgistar gengu í flokkinn og komust jafnvel í forystusveit hans. Merkastur þeirra var Jerry Simp- son (oft kallaður „berfætti Sókrates") frá Kansas. 1 þingkosningunum 1890 komust fjórir georgistar í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, ýmist sem demókratar eða popúlistar. Voru þeir frá Ohio (John Loftin John- son), New York (John de Witt Warner), Kaliforníu (James Maguire) og Kansas (Jerry Simpson). Tveimur árum síðar náðu þeir allir endurkosningu sem full- trúar sömu flokka. Þeir létu sér ekki allt fyrir brjósti brenna í baráttunni fyrir hugsjónum sínum. Vorið 1892 fengu þeir t. d. liðsauka til þess að lesa með sér upp- hátt fyrir iþingheim bókina Verndar- tollar eða frjáls verzlun, sem komst þannig í þingtíðindi. Að vísu þurftu þeir að greiða nokkuð fyrir prentun, en eng- an dreifingarkostnað. Með þessu tiltæki sínu komu þeir jafnvel inn þeirri hug- mynd, að í bók Georges birtist stefna alls demókrataflokksins í tollamálum, en því fór auðvitað víðs fjarri. Cleveland var endurkosinn forseti 1892, en þegar í upphafi kjörtímabils- ins átti ríkisstjórn hans við mikla erfið- leika að stríða. Kreppa skall yfir og at- vinnuleysi var geigvænlegt. Neyddist forsetinn til að beita hervaldi gegn verka- mönnum og varð óvinsæll fyrir („Jarð- skjálftinn" 1892—94). Þingliðið, sem studdi hann, demókratar og popúlistar, var heldur sundurleitur hópur, og brátt fékk hann demókrata frá Vestur- og Suðurríkjunum upp á móti sér, svo og popúlista, en naut oft og tíðum stuðn- ings repúblikana á þingi. Tilraunir hans til að lækka tolla mistókust og lög um stighækkandi tekjuskatt, er þingið sam- þykkti 1894, dæmdi Hæstiréttur stjórnar- skrárbrot árið efir. Við umræður um tekjuskattinn flutti James Maguire frá Kaliforníu breytingartillögu þess efnis, að skattar skyldu aðeins lagðir á jarð- rentuna. Var það í fyrsta sinn, er stefna georgista kom til umræðu á löggjafar- þingi sem allsherjarúrbót fyrir heilt ríki, Bandaríki Norður-Ameríku. Breytingar- tillagan hlaut stuðning sex fulltrúa. Þingkosningarnar 1894 urðu alvarleg lexía fyrri demókrata og popúlista, því að repúblikanar náðu meirihluta í öld- ungadeild og unnu stórkostlega á í full- trúadeildinni. Aðeins einn georgisti komst á þing, James Maguire. Frjálslyndir demókratar í Vestur- og Suðurríkjunum drógu þá ályktun af þingkosningunum, að heppilegast mundi að þjappa sér saman í demókrataflokkn- um, þegar fjallað skyldi um forsetafram- boð 1896. Fengu þeir því til leiðar komið, að 36 ára gamall Nebraskabúi, William Jennings Bryan, varð frambjóðandi flokksins. Auk þess að vera kornungur frambjóðandi, kom Bryan frá vestlæg- ara fylki en dæmi voru til um í forseta- kosningum. Kosningabaráttan var ein- hver harðvítugasta viðureign, sem um getur í sögu Bandaríkjanna. Á yfirborð- inu var einkum deilt um gull- og silfur- tryggingu peninga, en í raun réttri voru hin andstæðu þjóðfélagsöfl enn að gera upp sakir. í kosningabaráttu demókrata kristallaðist stjórnmálabarátta, sem fram hafði farið undangengna tvo áratugi, og enn var barizt fyrir lýðræðishugsjónum Jeffersons. Georgistar voru alls ekki sammála í afstöðu til forsetaefnanna. Sumir studdu frambjóðanda repúblikana, McKinley, af ótta við verðbólgu, ef stefna „silfurmanna" sigraði. Henry George sjálfur gat ekki heldur tekið undir þau landfleygu orð Bryans, að menn hefðu verið „krossfestir á gullkrossi", en studdi hann samt í
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.